Breiðablik og HK án mikilvægra leikmanna í Kópavogsslagnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. september 2021 17:01 Birnir Snær Ingason missir af Kópavogsslagnum á morgun vegna leikbanns. vísir/Hulda Margrét Breiðablik og HK verða án mikilvægra leikmanna í Kópavogsslagnum í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla á morgun. Mikið er undir í Kópavogsslagnum en liðið eru í baráttu á sitt hvorum enda töflunnar. Breiðablik er í 2. sæti deildarinnar með 44 stig, einu stigi á eftir toppliði Víkings. Á meðan er HK í 10. sætinu með tuttugu stig, tveimur stigum frá fallsæti. Bæði liðin misstu mikilvæga leikmenn í leikbönn í síðustu umferð. Gísli Eyjólfsson, miðjumaður Breiðabliks, fékk sitt fjórða gula spjald í sumar í leiknum gegn FH og verður því í banni á morgun. HK missti svo tvo leikmenn í bann í leiknum gegn Stjörnunni. Ívar Örn Jónsson fékk sitt fjórða gula spjald og Birnir Snær Ingason var rekinn af velli vegna tveggja gulra spjalda. Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, verður því að stilla upp alveg nýjum vinstri kanti í leiknum á morgun. Sem kunnugt er verður Kári Árnason ekki með Víkingi gegn Leikni en hann fékk sitt fjórða gula spjald á tímabilinu í sigrinum dramatíska á KR, 1-2, í síðustu umferð. Þórður Ingason verður einnig fjarri góðu gamni en hann fékk þriggja leikja bann fyrir sinn þátt í ólátunum eftir leikinn. KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason fékk sömu refsingu og verður því ekki með gegn Stjörnumönnum á morgun. Sömu sögu er að segja af Kennie Chopart og Finni Tómasi Pálmasyni sem eru í banni. Fallnir Fylkismenn verða án Þórðar Gunnars Hafþórssonar og fyrirliðans Ragnars Braga Sveinssonar gegn Valsmönnum á morgun. Það er eini leikur lokaumferðarinnar sem skiptir engu máli. Þá verður Hörður Ingi Gunnarsson ekki með FH gegn KA á Akureyri vegna leikbanns. Stöð 2 Sport verður með veglega dagskrá á morgun. Upphitun Pepsi Max stúkunnar hefst klukkan 13:00 og hægt verður að fylgjast með öllum leikjunum samtímis í þættinum. Þá verða allir leikirnir í lokaumferðinni sýndir beint og klukkan 20:00 er svo komið að uppgjörsþætti. Nánari upplýsingar um dagskrá morgundagsins má sjá með því að smella hér. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Pepsi Max-deild karla Breiðablik HK Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira
Mikið er undir í Kópavogsslagnum en liðið eru í baráttu á sitt hvorum enda töflunnar. Breiðablik er í 2. sæti deildarinnar með 44 stig, einu stigi á eftir toppliði Víkings. Á meðan er HK í 10. sætinu með tuttugu stig, tveimur stigum frá fallsæti. Bæði liðin misstu mikilvæga leikmenn í leikbönn í síðustu umferð. Gísli Eyjólfsson, miðjumaður Breiðabliks, fékk sitt fjórða gula spjald í sumar í leiknum gegn FH og verður því í banni á morgun. HK missti svo tvo leikmenn í bann í leiknum gegn Stjörnunni. Ívar Örn Jónsson fékk sitt fjórða gula spjald og Birnir Snær Ingason var rekinn af velli vegna tveggja gulra spjalda. Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, verður því að stilla upp alveg nýjum vinstri kanti í leiknum á morgun. Sem kunnugt er verður Kári Árnason ekki með Víkingi gegn Leikni en hann fékk sitt fjórða gula spjald á tímabilinu í sigrinum dramatíska á KR, 1-2, í síðustu umferð. Þórður Ingason verður einnig fjarri góðu gamni en hann fékk þriggja leikja bann fyrir sinn þátt í ólátunum eftir leikinn. KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason fékk sömu refsingu og verður því ekki með gegn Stjörnumönnum á morgun. Sömu sögu er að segja af Kennie Chopart og Finni Tómasi Pálmasyni sem eru í banni. Fallnir Fylkismenn verða án Þórðar Gunnars Hafþórssonar og fyrirliðans Ragnars Braga Sveinssonar gegn Valsmönnum á morgun. Það er eini leikur lokaumferðarinnar sem skiptir engu máli. Þá verður Hörður Ingi Gunnarsson ekki með FH gegn KA á Akureyri vegna leikbanns. Stöð 2 Sport verður með veglega dagskrá á morgun. Upphitun Pepsi Max stúkunnar hefst klukkan 13:00 og hægt verður að fylgjast með öllum leikjunum samtímis í þættinum. Þá verða allir leikirnir í lokaumferðinni sýndir beint og klukkan 20:00 er svo komið að uppgjörsþætti. Nánari upplýsingar um dagskrá morgundagsins má sjá með því að smella hér. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik HK Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira