Breiðablik og HK án mikilvægra leikmanna í Kópavogsslagnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. september 2021 17:01 Birnir Snær Ingason missir af Kópavogsslagnum á morgun vegna leikbanns. vísir/Hulda Margrét Breiðablik og HK verða án mikilvægra leikmanna í Kópavogsslagnum í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla á morgun. Mikið er undir í Kópavogsslagnum en liðið eru í baráttu á sitt hvorum enda töflunnar. Breiðablik er í 2. sæti deildarinnar með 44 stig, einu stigi á eftir toppliði Víkings. Á meðan er HK í 10. sætinu með tuttugu stig, tveimur stigum frá fallsæti. Bæði liðin misstu mikilvæga leikmenn í leikbönn í síðustu umferð. Gísli Eyjólfsson, miðjumaður Breiðabliks, fékk sitt fjórða gula spjald í sumar í leiknum gegn FH og verður því í banni á morgun. HK missti svo tvo leikmenn í bann í leiknum gegn Stjörnunni. Ívar Örn Jónsson fékk sitt fjórða gula spjald og Birnir Snær Ingason var rekinn af velli vegna tveggja gulra spjalda. Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, verður því að stilla upp alveg nýjum vinstri kanti í leiknum á morgun. Sem kunnugt er verður Kári Árnason ekki með Víkingi gegn Leikni en hann fékk sitt fjórða gula spjald á tímabilinu í sigrinum dramatíska á KR, 1-2, í síðustu umferð. Þórður Ingason verður einnig fjarri góðu gamni en hann fékk þriggja leikja bann fyrir sinn þátt í ólátunum eftir leikinn. KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason fékk sömu refsingu og verður því ekki með gegn Stjörnumönnum á morgun. Sömu sögu er að segja af Kennie Chopart og Finni Tómasi Pálmasyni sem eru í banni. Fallnir Fylkismenn verða án Þórðar Gunnars Hafþórssonar og fyrirliðans Ragnars Braga Sveinssonar gegn Valsmönnum á morgun. Það er eini leikur lokaumferðarinnar sem skiptir engu máli. Þá verður Hörður Ingi Gunnarsson ekki með FH gegn KA á Akureyri vegna leikbanns. Stöð 2 Sport verður með veglega dagskrá á morgun. Upphitun Pepsi Max stúkunnar hefst klukkan 13:00 og hægt verður að fylgjast með öllum leikjunum samtímis í þættinum. Þá verða allir leikirnir í lokaumferðinni sýndir beint og klukkan 20:00 er svo komið að uppgjörsþætti. Nánari upplýsingar um dagskrá morgundagsins má sjá með því að smella hér. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Pepsi Max-deild karla Breiðablik HK Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Fleiri fréttir Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Sjá meira
Mikið er undir í Kópavogsslagnum en liðið eru í baráttu á sitt hvorum enda töflunnar. Breiðablik er í 2. sæti deildarinnar með 44 stig, einu stigi á eftir toppliði Víkings. Á meðan er HK í 10. sætinu með tuttugu stig, tveimur stigum frá fallsæti. Bæði liðin misstu mikilvæga leikmenn í leikbönn í síðustu umferð. Gísli Eyjólfsson, miðjumaður Breiðabliks, fékk sitt fjórða gula spjald í sumar í leiknum gegn FH og verður því í banni á morgun. HK missti svo tvo leikmenn í bann í leiknum gegn Stjörnunni. Ívar Örn Jónsson fékk sitt fjórða gula spjald og Birnir Snær Ingason var rekinn af velli vegna tveggja gulra spjalda. Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, verður því að stilla upp alveg nýjum vinstri kanti í leiknum á morgun. Sem kunnugt er verður Kári Árnason ekki með Víkingi gegn Leikni en hann fékk sitt fjórða gula spjald á tímabilinu í sigrinum dramatíska á KR, 1-2, í síðustu umferð. Þórður Ingason verður einnig fjarri góðu gamni en hann fékk þriggja leikja bann fyrir sinn þátt í ólátunum eftir leikinn. KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason fékk sömu refsingu og verður því ekki með gegn Stjörnumönnum á morgun. Sömu sögu er að segja af Kennie Chopart og Finni Tómasi Pálmasyni sem eru í banni. Fallnir Fylkismenn verða án Þórðar Gunnars Hafþórssonar og fyrirliðans Ragnars Braga Sveinssonar gegn Valsmönnum á morgun. Það er eini leikur lokaumferðarinnar sem skiptir engu máli. Þá verður Hörður Ingi Gunnarsson ekki með FH gegn KA á Akureyri vegna leikbanns. Stöð 2 Sport verður með veglega dagskrá á morgun. Upphitun Pepsi Max stúkunnar hefst klukkan 13:00 og hægt verður að fylgjast með öllum leikjunum samtímis í þættinum. Þá verða allir leikirnir í lokaumferðinni sýndir beint og klukkan 20:00 er svo komið að uppgjörsþætti. Nánari upplýsingar um dagskrá morgundagsins má sjá með því að smella hér. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik HK Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Fleiri fréttir Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn