Breiðablik og HK án mikilvægra leikmanna í Kópavogsslagnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. september 2021 17:01 Birnir Snær Ingason missir af Kópavogsslagnum á morgun vegna leikbanns. vísir/Hulda Margrét Breiðablik og HK verða án mikilvægra leikmanna í Kópavogsslagnum í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla á morgun. Mikið er undir í Kópavogsslagnum en liðið eru í baráttu á sitt hvorum enda töflunnar. Breiðablik er í 2. sæti deildarinnar með 44 stig, einu stigi á eftir toppliði Víkings. Á meðan er HK í 10. sætinu með tuttugu stig, tveimur stigum frá fallsæti. Bæði liðin misstu mikilvæga leikmenn í leikbönn í síðustu umferð. Gísli Eyjólfsson, miðjumaður Breiðabliks, fékk sitt fjórða gula spjald í sumar í leiknum gegn FH og verður því í banni á morgun. HK missti svo tvo leikmenn í bann í leiknum gegn Stjörnunni. Ívar Örn Jónsson fékk sitt fjórða gula spjald og Birnir Snær Ingason var rekinn af velli vegna tveggja gulra spjalda. Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, verður því að stilla upp alveg nýjum vinstri kanti í leiknum á morgun. Sem kunnugt er verður Kári Árnason ekki með Víkingi gegn Leikni en hann fékk sitt fjórða gula spjald á tímabilinu í sigrinum dramatíska á KR, 1-2, í síðustu umferð. Þórður Ingason verður einnig fjarri góðu gamni en hann fékk þriggja leikja bann fyrir sinn þátt í ólátunum eftir leikinn. KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason fékk sömu refsingu og verður því ekki með gegn Stjörnumönnum á morgun. Sömu sögu er að segja af Kennie Chopart og Finni Tómasi Pálmasyni sem eru í banni. Fallnir Fylkismenn verða án Þórðar Gunnars Hafþórssonar og fyrirliðans Ragnars Braga Sveinssonar gegn Valsmönnum á morgun. Það er eini leikur lokaumferðarinnar sem skiptir engu máli. Þá verður Hörður Ingi Gunnarsson ekki með FH gegn KA á Akureyri vegna leikbanns. Stöð 2 Sport verður með veglega dagskrá á morgun. Upphitun Pepsi Max stúkunnar hefst klukkan 13:00 og hægt verður að fylgjast með öllum leikjunum samtímis í þættinum. Þá verða allir leikirnir í lokaumferðinni sýndir beint og klukkan 20:00 er svo komið að uppgjörsþætti. Nánari upplýsingar um dagskrá morgundagsins má sjá með því að smella hér. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Pepsi Max-deild karla Breiðablik HK Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjá meira
Mikið er undir í Kópavogsslagnum en liðið eru í baráttu á sitt hvorum enda töflunnar. Breiðablik er í 2. sæti deildarinnar með 44 stig, einu stigi á eftir toppliði Víkings. Á meðan er HK í 10. sætinu með tuttugu stig, tveimur stigum frá fallsæti. Bæði liðin misstu mikilvæga leikmenn í leikbönn í síðustu umferð. Gísli Eyjólfsson, miðjumaður Breiðabliks, fékk sitt fjórða gula spjald í sumar í leiknum gegn FH og verður því í banni á morgun. HK missti svo tvo leikmenn í bann í leiknum gegn Stjörnunni. Ívar Örn Jónsson fékk sitt fjórða gula spjald og Birnir Snær Ingason var rekinn af velli vegna tveggja gulra spjalda. Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, verður því að stilla upp alveg nýjum vinstri kanti í leiknum á morgun. Sem kunnugt er verður Kári Árnason ekki með Víkingi gegn Leikni en hann fékk sitt fjórða gula spjald á tímabilinu í sigrinum dramatíska á KR, 1-2, í síðustu umferð. Þórður Ingason verður einnig fjarri góðu gamni en hann fékk þriggja leikja bann fyrir sinn þátt í ólátunum eftir leikinn. KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason fékk sömu refsingu og verður því ekki með gegn Stjörnumönnum á morgun. Sömu sögu er að segja af Kennie Chopart og Finni Tómasi Pálmasyni sem eru í banni. Fallnir Fylkismenn verða án Þórðar Gunnars Hafþórssonar og fyrirliðans Ragnars Braga Sveinssonar gegn Valsmönnum á morgun. Það er eini leikur lokaumferðarinnar sem skiptir engu máli. Þá verður Hörður Ingi Gunnarsson ekki með FH gegn KA á Akureyri vegna leikbanns. Stöð 2 Sport verður með veglega dagskrá á morgun. Upphitun Pepsi Max stúkunnar hefst klukkan 13:00 og hægt verður að fylgjast með öllum leikjunum samtímis í þættinum. Þá verða allir leikirnir í lokaumferðinni sýndir beint og klukkan 20:00 er svo komið að uppgjörsþætti. Nánari upplýsingar um dagskrá morgundagsins má sjá með því að smella hér. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik HK Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjá meira