Bannað að selja áfengi eftir miðnætti á kosningavökum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. september 2021 11:51 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, hvetur alla til að fara varlega um helgina. Engar undanþágur á samkomutakmörkunum verða veittar fyrir kosningavökur stjórnmálaflokkanna. Gestir þeirra geta því ekki neytt áfengis eftir miðnætti nema þeir mæti með það sjálfir eða fái það gefins frá flokkunum. Litið verður á kosningavökurnar næsta laugardag sem einkasamkvæmi. Því verður 500 manna fjöldatakmark á þeim og bannað að hleypa inn nýjum gestum eftir miðnætti, líkt og á skemmtistöðum. „Og eins ef að menn eru að nota staði sem eru með vínveitingaleyfi, þá má ekki vera með vínveitingar samkvæmt því leyfi eftir miðnætti," segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Eins og brúðkaup eða afmæli Partíin eru auðvitað ekki beint hugsuð til að klárast snemma heldur er tilgangur þeirra einmitt að fylgjast með nýjustu tölum langt inn í nóttina. Í gegn um tíðina hafa þetta þá ekki verið miklar bindindissamkomur. En hvað gera flokkarnir þá þegar ekki má selja áfengi eftir miðnætti? Má gefa það í staðinn? „Já, já, bara eins og þú gerir í brúðkaupi eða afmæli eða slíku að þá máttu náttúrulega veita, eða gefa gestum þínum áfengi. Það er heimilt," segir Víðir. Hefur áhyggjur af hópamyndunum Búast má við miklum hópamyndunum um helgina, jafnvel þeim mestu síðan í sumar þegar engin fjöldatakmörk voru í gildi. Er ástæða til að hafa áhyggjur af þessu? „Já, það er auðvitað einhver ástæða til þess. En við bara hvetjum fólk til að fara varlega, þetta snýst náttúrulega fyrst og fremst um okkar persónulegu hegðun," segir Víðir. „Og síðan auðvitað geta menn nýtt sér hraðpróf til þess að taka stöðuna á sér til að athuga hvort menn séu með eitthvað og auðvitað ef að menn eru með einkenni að vera ekki að mæta í svona samkomur." Alþingiskosningar 2021 Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Næturlíf Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Litið verður á kosningavökurnar næsta laugardag sem einkasamkvæmi. Því verður 500 manna fjöldatakmark á þeim og bannað að hleypa inn nýjum gestum eftir miðnætti, líkt og á skemmtistöðum. „Og eins ef að menn eru að nota staði sem eru með vínveitingaleyfi, þá má ekki vera með vínveitingar samkvæmt því leyfi eftir miðnætti," segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Eins og brúðkaup eða afmæli Partíin eru auðvitað ekki beint hugsuð til að klárast snemma heldur er tilgangur þeirra einmitt að fylgjast með nýjustu tölum langt inn í nóttina. Í gegn um tíðina hafa þetta þá ekki verið miklar bindindissamkomur. En hvað gera flokkarnir þá þegar ekki má selja áfengi eftir miðnætti? Má gefa það í staðinn? „Já, já, bara eins og þú gerir í brúðkaupi eða afmæli eða slíku að þá máttu náttúrulega veita, eða gefa gestum þínum áfengi. Það er heimilt," segir Víðir. Hefur áhyggjur af hópamyndunum Búast má við miklum hópamyndunum um helgina, jafnvel þeim mestu síðan í sumar þegar engin fjöldatakmörk voru í gildi. Er ástæða til að hafa áhyggjur af þessu? „Já, það er auðvitað einhver ástæða til þess. En við bara hvetjum fólk til að fara varlega, þetta snýst náttúrulega fyrst og fremst um okkar persónulegu hegðun," segir Víðir. „Og síðan auðvitað geta menn nýtt sér hraðpróf til þess að taka stöðuna á sér til að athuga hvort menn séu með eitthvað og auðvitað ef að menn eru með einkenni að vera ekki að mæta í svona samkomur."
Alþingiskosningar 2021 Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Næturlíf Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira