Íslenska liðið fær því varla erfiðari mótherja en þetta hollenska lið. Hollendingarnir fara með öll þrjú stigin með sér og sigur þeirra var aldrei í mikilli hættu í kvöld.
Íslensku stelpurnar áttu samt góða spretti inn á milli og margar lofandi sóknir ekki síst þökk sé upphlaupum Sveindísar Jane Jónsdóttir. Glódís Perla Viggósdóttir sá síðan til þess að markadrottningin Vivianne Miedema komst ekki á blað.
Það vantaði hins vegar að klára þessar mörgu flottu sóknir með alvöru skotum á markið. Við hefðum fengið allt annað leik ef íslenska liðið hefði ógnað meira eftir að hafa opnað hollensku vörnina.
Hollenska liðið fékk síðan alltof mikinn tíma í fyrra markinu og seinna markið var óverjandi þrumuskot.
Hulda Margrét Óladóttir myndaði fyrir Vísi í kvöld og hér fyrir neðan má sjá flottar myndir hennar frá leiknum á Laugardalsvellinum í kvöld.















