Þorsteinn: Við fórum hugrökk inn í þennan leik og ætluðum að þora Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2021 21:07 Byrjunarlið Íslands á móti Hollandi í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Landsliðsþjálfarinn sá jákvæða hluti í leik íslensku stelpnanna í kvöld og það vantaði oft lítið upp á að fá meira út úr lofandi sóknum liðsins. „Það voru jákvæðir punktar hjá okkur en auðvitað vissum við alveg að við vorum að spila á móti mjög góðu liði og mjög vel spilandi liði. Það voru kaflar í leiknum þar sem var að slitna aðeins á milli hjá okkur og við þurfum aðeins að laga það,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, í samtali við Henry Birgi Gunnarsson, eftir 2-0 tap á móti Hollandi í kvöld í fyrsta leik liðsins í undankeppni HM 2023. „Við þurfum að vinna í því að halda liðinu aðeins þéttar því þá er erfiðara að færa boltann á milli svæða hjá okkur og erfiðara að spila á móti okkur. Það eru hlutir sem við þurfum að skoða vel því mín tilfinningin mín núna var að það var að slitna aðeins á milli hjá okkur. Það gerði okkur aðeins erfiðara að komast upp í hraðar sóknir eða halda boltanum,“ sagði Þorsteinn en hverjir voru jákvæðustu punktarnir í leik íslenska liðsins. Þorsteinn Halldórsson kallar á íslensku stelpurnar í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Mér fannst vera kraftur í okkur og við náðum upp köflum í leiknum þar sem við vorum að ógna vel, komast á bak við þær og komast í fínar stöður. Það vantaði kannski úrslitasendinguna, finna hlaupin inn í teig og finna möguleikana sem mér fannst ver að opnast þarna. Við hittum ekki á samherja í þeim hlaupum,“ sagði Þorsteinn. Íslenska liðið var að mæta einu besta fótboltaliði í heimi í kvöld. „Við fórum hugrökk inn í þennan leik því við ætluðum ekki að liggja til baka og bíða að sjá. Við ætluðum að þora að vera kröftugt lið og þora að vera lið sem framkvæmir hluti sóknarlega. Ekki bara hanga í vörn, bomba fram og sjá hvað gerist. Við ætluðum að reyna að spila og reyna að halda boltanum,“ sagði Þorsteinn. „Mér fannst margt jákvætt sem við gerðum og þó að við höfum tapað sem er ógeðslega fúlt og leiðinlegt þá þýðir ekkert að gráta yfir því. Það er bara næsti leikur og við þurfum bara að vera undirbúin fyrir næsta verkefni eftir mánuð,“ sagði Þorsteinn. Klippa: Viðtal við Þorstein Halldórsson HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Sjá meira
„Það voru jákvæðir punktar hjá okkur en auðvitað vissum við alveg að við vorum að spila á móti mjög góðu liði og mjög vel spilandi liði. Það voru kaflar í leiknum þar sem var að slitna aðeins á milli hjá okkur og við þurfum aðeins að laga það,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, í samtali við Henry Birgi Gunnarsson, eftir 2-0 tap á móti Hollandi í kvöld í fyrsta leik liðsins í undankeppni HM 2023. „Við þurfum að vinna í því að halda liðinu aðeins þéttar því þá er erfiðara að færa boltann á milli svæða hjá okkur og erfiðara að spila á móti okkur. Það eru hlutir sem við þurfum að skoða vel því mín tilfinningin mín núna var að það var að slitna aðeins á milli hjá okkur. Það gerði okkur aðeins erfiðara að komast upp í hraðar sóknir eða halda boltanum,“ sagði Þorsteinn en hverjir voru jákvæðustu punktarnir í leik íslenska liðsins. Þorsteinn Halldórsson kallar á íslensku stelpurnar í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Mér fannst vera kraftur í okkur og við náðum upp köflum í leiknum þar sem við vorum að ógna vel, komast á bak við þær og komast í fínar stöður. Það vantaði kannski úrslitasendinguna, finna hlaupin inn í teig og finna möguleikana sem mér fannst ver að opnast þarna. Við hittum ekki á samherja í þeim hlaupum,“ sagði Þorsteinn. Íslenska liðið var að mæta einu besta fótboltaliði í heimi í kvöld. „Við fórum hugrökk inn í þennan leik því við ætluðum ekki að liggja til baka og bíða að sjá. Við ætluðum að þora að vera kröftugt lið og þora að vera lið sem framkvæmir hluti sóknarlega. Ekki bara hanga í vörn, bomba fram og sjá hvað gerist. Við ætluðum að reyna að spila og reyna að halda boltanum,“ sagði Þorsteinn. „Mér fannst margt jákvætt sem við gerðum og þó að við höfum tapað sem er ógeðslega fúlt og leiðinlegt þá þýðir ekkert að gráta yfir því. Það er bara næsti leikur og við þurfum bara að vera undirbúin fyrir næsta verkefni eftir mánuð,“ sagði Þorsteinn. Klippa: Viðtal við Þorstein Halldórsson
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Sjá meira