Fær að kjósa aftur með eiginmanninn sér til fulltingis Þorgils Jónsson skrifar 21. september 2021 20:17 Ellý Katrín Guðmundsdóttir og Magnús Karl Magnússon fá að snúa aftur á kjörstað þar sem Magnús fær að aðstoða Ellý við að greiða atkvæði. Vísir/Egill Ellý Katrín Guðmundsdóttir, sem fjallað var um í frétt Vísis fyrr í dag, getur farið aftur og kosið utan kjörfundar með eiginmann sinn, Magnús Karl Magnússon sér til fulltingis. Þetta segir Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við RÚV, en þau hjónin voru afar ósátt við að kjörstjóri hafi ekki leyft Magnúsi að aðstoða Ellý, sem greindist með Alzheimer árið 2016, í kjörklefanum í gær. Ef kosið er utan kjörfundar er hægt að fara aftur og greiða atkvæði og ógildist þá hið fyrra. Magnús segir í samtali við Vísi nú í kvöld að sýslumaður hafi haft samband við þau hjónin í dag og staðfest þetta. „Hún hringdi í mig bara rétt áður en ég fór inn á málþing Alzheimersamtakanna, sem var í dag í tilefni alþjóðlega Alzheimerdagsins. Við áttum mjög gott samtal og ég met það mikils hvað hún brást fljótt við. Það er ljóst að þarna urðu mistök í framkvæmd, en hún bað okkur sérstaklega um að fara aftur og að þetta myndi ekki endurtaka sig.“ Magnús bæti því við að þau væru afar sátt við þessi viðbrögð frá sýslumanni, en mikilvægt væri að fólk í þeirra stöðu átti sig á rétti sínum. „Við erum ekki í stríði gegn kjörstjórn og skiljum vel að fólk misskilji eitthvað sökum vanþekkingar. Ég vonast til að þetta verði almenn skilaboð til kjörstjórna, sérstaklega á kjördag, að vel verði tekið á móti þessum hópi og öðrum sambærilegum.“ Þau hjónin ætli að fara aftur á kjörstað og vænti ekki annars en að fá þar góðar móttökur. Hjónin voru ósátt við að kjörstjóri á kjörstað í gær hafi túlkað kosningalög of þröngt og endað á því að aðstoða Ellý sjálfur, sem hjónunum þótti brjóta gegn kosningaleynd. Alþingiskosningar 2021 Heilbrigðismál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Þetta segir Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við RÚV, en þau hjónin voru afar ósátt við að kjörstjóri hafi ekki leyft Magnúsi að aðstoða Ellý, sem greindist með Alzheimer árið 2016, í kjörklefanum í gær. Ef kosið er utan kjörfundar er hægt að fara aftur og greiða atkvæði og ógildist þá hið fyrra. Magnús segir í samtali við Vísi nú í kvöld að sýslumaður hafi haft samband við þau hjónin í dag og staðfest þetta. „Hún hringdi í mig bara rétt áður en ég fór inn á málþing Alzheimersamtakanna, sem var í dag í tilefni alþjóðlega Alzheimerdagsins. Við áttum mjög gott samtal og ég met það mikils hvað hún brást fljótt við. Það er ljóst að þarna urðu mistök í framkvæmd, en hún bað okkur sérstaklega um að fara aftur og að þetta myndi ekki endurtaka sig.“ Magnús bæti því við að þau væru afar sátt við þessi viðbrögð frá sýslumanni, en mikilvægt væri að fólk í þeirra stöðu átti sig á rétti sínum. „Við erum ekki í stríði gegn kjörstjórn og skiljum vel að fólk misskilji eitthvað sökum vanþekkingar. Ég vonast til að þetta verði almenn skilaboð til kjörstjórna, sérstaklega á kjördag, að vel verði tekið á móti þessum hópi og öðrum sambærilegum.“ Þau hjónin ætli að fara aftur á kjörstað og vænti ekki annars en að fá þar góðar móttökur. Hjónin voru ósátt við að kjörstjóri á kjörstað í gær hafi túlkað kosningalög of þröngt og endað á því að aðstoða Ellý sjálfur, sem hjónunum þótti brjóta gegn kosningaleynd.
Alþingiskosningar 2021 Heilbrigðismál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira