Þá fjöllum við um málefni Hugarafls en félagsmálaráðherra skoðar hvort grípa þurfi til aðgerða vegna starfseminnar. Fyrrverandi skjólstæðingar segja stjórnendur þar beita einelti og ógnarstjórn.
Við fjöllum um síðasta fund ríkisstjórnarinnar en fjármálaráðherra hefur ekki trú á fimm flokka ríkisstjórn og vonast eftir betri kosningu en kannanir hafa gefið til kynna.
Við ræðum einnig við breska auðkýfinginn Jim Ratcliffe sem óttast um framtíð íslenska laxastofnsins og kíkjum á rostunginn Valla sem hefur vakið mikla athygli á Hornafirði.
Myndbandaspilari er að hlaða.