Gætu endað alveg jöfn í fallbaráttu Pepsi Max en E-liðurinn myndi þá fella lið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2021 13:30 Skagamenn þurfa bara að treysta á sjálfan sig. Vísir/Hulda Margrét Þrjú lið gætu endað alveg jöfn eftir lokaumferðina í Pepsi Max deildinni en aðeins eitt þeirra myndi falla. Vísir hefur skoðað reglugerðina yfir hvað ræður úrslitum þegar lið enda með jafnmörg stig og sömu markatölu. Sigur HK á Stjörnunni í gær þýðir að Fylkisliðið er fallið úr Pepsi Max deild karla en það verður aftur á móti mikil spenna í lokaumferðinni um hvaða lið fylgir Árbæingum niður í Lengjudeildina. Sú staða gæti komið upp að liðin sem eru í fallsæti, Keflavík, HK og ÍA gætu öll endað með jafnmörg stig og jafna markatölu eftir lokaumferðina. Liðin eru nú með 21 stig (Keflavík), 20 stig (HK) og 18 stig (ÍA) en Skagamenn eru með þetta í eigin höndum því þeir mæta Keflvíkingum í lokaumferðinni. Öll þessi lið gætu líka endað með 21 stig og jafna markatölu og það þyrfti ekkert fáránleg úrslit til þess. Vinni ÍA eins marks sigur á Keflavík á sama tíma og HK gerir jafntefli við Breiðablik þá myndu öll þrjú liðin enda með 21 stig og 15 mörk í mínus í markatölu. Skagamenn stæðu þá best að vígi og myndu taka níunda sætið á flestum mörkum skoruðu. HK og Keflavík gætu hins vegar endað með jafnmörg stig og nákvæmlega sömu markatölu. Það yrði niðurstaðan ef HK gerir jafntefli og Keflavík tapar en Keflvíkingar fá á sig einu marki meira en HK. Fari sem dæmi 1-0 fyrir ÍA á móti Keflavík á sama tíma og HK gerði markalaust jafntefli við Breiðablik þá myndu HK og Keflavík enda nákvæmlega jöfn í tíunda sætinu með 21 stig og markatöluna 21-36. En hvað ræður þá hvort liðið fellur? Samkvæmt reglugerð KSÍ um knattspyrnumót þá værum við þarna komin niður í D-lið. Þar eru tekin saman fjöldi stiga í innbyrðis leikjum. HK og Keflavík hafa mæst tvisvar í deildinni í sumar. Keflavík vann 2-0 sigur í Keflavík en HK vann 1-0 sigur í Kórnum. Bæði því með þrjú stig í innbyrðis leikjum. Það þyrfti því að fara alla leið niður í E-lið til að skera úr um það hvort liðið félli. Þar er tekinn saman markamismunur í innbyrðis leikjum og þar er Keflavík með eins marks forskot. Það eru líka til F- og G- liður sem eru fjöldi skoraðra marka í innbyrðis leikjum og fjöldi skoraðra marka á útivelli í innbyrðis leikjum. Væri það líka jafnt þyrftu liðin að leika úrslitaleik um sætið. Það gerist þó ekki í ár. Reglugerð númer 21.3 hjá KSÍ yfir knattspyrnumót 21.3. Sigurvegari í stigakeppni er það lið sem hlýtur flest stig og í 2. sæti er það lið sem hlýtur næst flest stig o.s.frv. Röð liða í stigakeppni ákvarðast nánar samkvæmt eftirfarandi (sbr. þó grein 21.4): - a. Fjöldi stiga. b. Markamismunur (skoruð mörk að frádregnum fengnum mörkum). c. Fjöldi skoraðra marka. d. Fjöldi stiga í innbyrðis leikjum. e. Markamismunur í innbyrðis leikjum. f. Fjöldi skoraðra marka í innbyrðis leikjum. g. Fjöldi skoraðra marka á útivelli í innbyrðis leikjum. - Ef úrslit fást ekki skv. framangreindu í meistaraflokki, skulu liðin leika úrslitaleik (úrslitaleiki ef fleiri en tvö lið) ef nauðsyn krefur, en í öðrum flokkum skal ákvarða röð með hlutkesti. Pepsi Max-deild karla ÍA HK Keflavík ÍF Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
Sigur HK á Stjörnunni í gær þýðir að Fylkisliðið er fallið úr Pepsi Max deild karla en það verður aftur á móti mikil spenna í lokaumferðinni um hvaða lið fylgir Árbæingum niður í Lengjudeildina. Sú staða gæti komið upp að liðin sem eru í fallsæti, Keflavík, HK og ÍA gætu öll endað með jafnmörg stig og jafna markatölu eftir lokaumferðina. Liðin eru nú með 21 stig (Keflavík), 20 stig (HK) og 18 stig (ÍA) en Skagamenn eru með þetta í eigin höndum því þeir mæta Keflvíkingum í lokaumferðinni. Öll þessi lið gætu líka endað með 21 stig og jafna markatölu og það þyrfti ekkert fáránleg úrslit til þess. Vinni ÍA eins marks sigur á Keflavík á sama tíma og HK gerir jafntefli við Breiðablik þá myndu öll þrjú liðin enda með 21 stig og 15 mörk í mínus í markatölu. Skagamenn stæðu þá best að vígi og myndu taka níunda sætið á flestum mörkum skoruðu. HK og Keflavík gætu hins vegar endað með jafnmörg stig og nákvæmlega sömu markatölu. Það yrði niðurstaðan ef HK gerir jafntefli og Keflavík tapar en Keflvíkingar fá á sig einu marki meira en HK. Fari sem dæmi 1-0 fyrir ÍA á móti Keflavík á sama tíma og HK gerði markalaust jafntefli við Breiðablik þá myndu HK og Keflavík enda nákvæmlega jöfn í tíunda sætinu með 21 stig og markatöluna 21-36. En hvað ræður þá hvort liðið fellur? Samkvæmt reglugerð KSÍ um knattspyrnumót þá værum við þarna komin niður í D-lið. Þar eru tekin saman fjöldi stiga í innbyrðis leikjum. HK og Keflavík hafa mæst tvisvar í deildinni í sumar. Keflavík vann 2-0 sigur í Keflavík en HK vann 1-0 sigur í Kórnum. Bæði því með þrjú stig í innbyrðis leikjum. Það þyrfti því að fara alla leið niður í E-lið til að skera úr um það hvort liðið félli. Þar er tekinn saman markamismunur í innbyrðis leikjum og þar er Keflavík með eins marks forskot. Það eru líka til F- og G- liður sem eru fjöldi skoraðra marka í innbyrðis leikjum og fjöldi skoraðra marka á útivelli í innbyrðis leikjum. Væri það líka jafnt þyrftu liðin að leika úrslitaleik um sætið. Það gerist þó ekki í ár. Reglugerð númer 21.3 hjá KSÍ yfir knattspyrnumót 21.3. Sigurvegari í stigakeppni er það lið sem hlýtur flest stig og í 2. sæti er það lið sem hlýtur næst flest stig o.s.frv. Röð liða í stigakeppni ákvarðast nánar samkvæmt eftirfarandi (sbr. þó grein 21.4): - a. Fjöldi stiga. b. Markamismunur (skoruð mörk að frádregnum fengnum mörkum). c. Fjöldi skoraðra marka. d. Fjöldi stiga í innbyrðis leikjum. e. Markamismunur í innbyrðis leikjum. f. Fjöldi skoraðra marka í innbyrðis leikjum. g. Fjöldi skoraðra marka á útivelli í innbyrðis leikjum. - Ef úrslit fást ekki skv. framangreindu í meistaraflokki, skulu liðin leika úrslitaleik (úrslitaleiki ef fleiri en tvö lið) ef nauðsyn krefur, en í öðrum flokkum skal ákvarða röð með hlutkesti.
Reglugerð númer 21.3 hjá KSÍ yfir knattspyrnumót 21.3. Sigurvegari í stigakeppni er það lið sem hlýtur flest stig og í 2. sæti er það lið sem hlýtur næst flest stig o.s.frv. Röð liða í stigakeppni ákvarðast nánar samkvæmt eftirfarandi (sbr. þó grein 21.4): - a. Fjöldi stiga. b. Markamismunur (skoruð mörk að frádregnum fengnum mörkum). c. Fjöldi skoraðra marka. d. Fjöldi stiga í innbyrðis leikjum. e. Markamismunur í innbyrðis leikjum. f. Fjöldi skoraðra marka í innbyrðis leikjum. g. Fjöldi skoraðra marka á útivelli í innbyrðis leikjum. - Ef úrslit fást ekki skv. framangreindu í meistaraflokki, skulu liðin leika úrslitaleik (úrslitaleiki ef fleiri en tvö lið) ef nauðsyn krefur, en í öðrum flokkum skal ákvarða röð með hlutkesti.
Pepsi Max-deild karla ÍA HK Keflavík ÍF Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira