Vilhjálmur segir að Birnir hafi búið til snertinguna og gerst sekur um óíþróttamannslega framkomu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. september 2021 10:02 Vilhjálmur Alvar Þórarinsson ræddi við Gunnlaug Jónsson eftir leikinn í Kórnum. stöð 2 sport Vilhjálmur Alvar Þórarinsson segist hafa tekið rétta ákvörðun þegar hann gaf Birni Snæ Ingasyni sitt annað gula spjald fyrir leikaraskap í leik HK og Stjörnunnar í Pepsi Max-deild karla í gær. Á 71. mínútu fékk Birnir gult spjald fyrir brot á Emil Atlasyni. Fjórum mínútum síðar féll hann í vítateig Stjörnunnar og Vilhjálmur Alvar spjaldaði hann fyrir leikaraskap. Hann ræddi dóminn í viðtali við Gunnlaug Jónsson eftir leik. „Við vorum að dæma hörku leik milli tveggja góðra fótboltaliða. Okkar markmið var að leyfa leiknum að fljóta eins og við gátum og ég tel okkur hafa náð því í dag og lögðum okkar að mörkum að gera þetta að skemmtilegum leik,“ sagði Vilhjálmur. Hann segist hafa gefið Birni fyrra gula spjaldið fyrir að stöðva skyndisókn Stjörnunnar. „Þarna brýtur Birni af sér, á Emil. Þetta er ekki gróft brot en ástæðan fyrir því að hann fær spjald er að hann er að stöðva vænlegt upphlaup hjá Stjörnumönnum. Emil er með mikið pláss til að sækja á. Ég er sáttur með þessa ákvörðun,“ sagði Vilhjálmur. Klippa: Pepsi Max stúkan - Viðtal við Vilhjálm Alvar Hann sagði að Birnir hefði gerst sekur um óíþróttamannslega framkomu þegar hann lét sig detta í vítateignum fjórum mínútum síðan. „Í þessu atviki var ég mjög vel staðsettur. Ég stóð beint fyrir aftan það sem gerðist. Það er vissulega snerting milli leikmanns HK og leikmanns Stjörnunnar en í þessu atviki er það HK-maðurinn sem býr til snertingu og fyrir mér gerist hann sekur um óíþróttamannslega framkomu og þess vegna dæmi ég óbeina aukaspyrnu og honum gult spjald,“ sagði Vilhjálmur. Fjórum mínútum eftir að hann rak Birni af velli skoraði Valgeir Valgeirsson eina mark leiksins. Stjörnumenn vildu fá aukaspyrnu í aðdraganda marksins þegar Óli Valur Ómarsson féll í baráttu við Stefan Alexander Ljubicic. „HK-ingurinn er að hlaupa meðfram Stjörnumanninum og setur pressu á hann. Hann kemur vissulega aðeins við hann með vinstri höndinni en hann fellir hann ekki eða neitt,“ sagði Vilhjálmur en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Með sigrinum komust HK-ingar upp úr fallsæti. HK mætir Breiðabliki í lokaumferðinni á laugardaginn og verður þar án Birnis og Ívars Arnar Jónssonar sem taka út leikbann. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Pepsi Max-deild karla HK Stjarnan Tengdar fréttir Óánægja með rauða spjaldið sem Birnir Snær fékk: Ekki snjóboltaséns í helvíti að þetta sé gult fyrir leikaraskap Birnir Snær Ingason var rekinn af velli í gríðarlega mikilvægum 1-0 sigri HK á Keflavík í fallbaráttu Pepsi Max deildarinnar í kvöld. Fékk hann sitt annað gula spjald fyrir það sem dómari leiksins taldi vera leikaraskap. 20. september 2021 23:01 Langt síðan púlsinn hefur verið svona hátt uppi HK vann lífsnauðsynlegan 1-0 sigur á Stjörnunni og lyfti sér úr fallsæti. Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var afar létt eftir leik. 20. september 2021 21:50 Umfjöllun og viðtöl: HK - Stjarnan 1-0 | Valgeir hetja HK í lífsnauðsynlegum sigri sem felldi Fylki HK vann lífsnauðsynlegan sigur á Stjörnunni í Kórnum í kvöld. Valgeir Valgeirsson gerði eina mark leiksins á 79. mínútu. Rétt fyrir mark Valgeirs fékk Birnir Snær Ingason sitt annað gula spjald og þar með rautt. Þessi úrslit þýddu að Fylkir er fallið úr efstu deild. 20. september 2021 22:25 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Á 71. mínútu fékk Birnir gult spjald fyrir brot á Emil Atlasyni. Fjórum mínútum síðar féll hann í vítateig Stjörnunnar og Vilhjálmur Alvar spjaldaði hann fyrir leikaraskap. Hann ræddi dóminn í viðtali við Gunnlaug Jónsson eftir leik. „Við vorum að dæma hörku leik milli tveggja góðra fótboltaliða. Okkar markmið var að leyfa leiknum að fljóta eins og við gátum og ég tel okkur hafa náð því í dag og lögðum okkar að mörkum að gera þetta að skemmtilegum leik,“ sagði Vilhjálmur. Hann segist hafa gefið Birni fyrra gula spjaldið fyrir að stöðva skyndisókn Stjörnunnar. „Þarna brýtur Birni af sér, á Emil. Þetta er ekki gróft brot en ástæðan fyrir því að hann fær spjald er að hann er að stöðva vænlegt upphlaup hjá Stjörnumönnum. Emil er með mikið pláss til að sækja á. Ég er sáttur með þessa ákvörðun,“ sagði Vilhjálmur. Klippa: Pepsi Max stúkan - Viðtal við Vilhjálm Alvar Hann sagði að Birnir hefði gerst sekur um óíþróttamannslega framkomu þegar hann lét sig detta í vítateignum fjórum mínútum síðan. „Í þessu atviki var ég mjög vel staðsettur. Ég stóð beint fyrir aftan það sem gerðist. Það er vissulega snerting milli leikmanns HK og leikmanns Stjörnunnar en í þessu atviki er það HK-maðurinn sem býr til snertingu og fyrir mér gerist hann sekur um óíþróttamannslega framkomu og þess vegna dæmi ég óbeina aukaspyrnu og honum gult spjald,“ sagði Vilhjálmur. Fjórum mínútum eftir að hann rak Birni af velli skoraði Valgeir Valgeirsson eina mark leiksins. Stjörnumenn vildu fá aukaspyrnu í aðdraganda marksins þegar Óli Valur Ómarsson féll í baráttu við Stefan Alexander Ljubicic. „HK-ingurinn er að hlaupa meðfram Stjörnumanninum og setur pressu á hann. Hann kemur vissulega aðeins við hann með vinstri höndinni en hann fellir hann ekki eða neitt,“ sagði Vilhjálmur en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Með sigrinum komust HK-ingar upp úr fallsæti. HK mætir Breiðabliki í lokaumferðinni á laugardaginn og verður þar án Birnis og Ívars Arnar Jónssonar sem taka út leikbann. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max-deild karla HK Stjarnan Tengdar fréttir Óánægja með rauða spjaldið sem Birnir Snær fékk: Ekki snjóboltaséns í helvíti að þetta sé gult fyrir leikaraskap Birnir Snær Ingason var rekinn af velli í gríðarlega mikilvægum 1-0 sigri HK á Keflavík í fallbaráttu Pepsi Max deildarinnar í kvöld. Fékk hann sitt annað gula spjald fyrir það sem dómari leiksins taldi vera leikaraskap. 20. september 2021 23:01 Langt síðan púlsinn hefur verið svona hátt uppi HK vann lífsnauðsynlegan 1-0 sigur á Stjörnunni og lyfti sér úr fallsæti. Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var afar létt eftir leik. 20. september 2021 21:50 Umfjöllun og viðtöl: HK - Stjarnan 1-0 | Valgeir hetja HK í lífsnauðsynlegum sigri sem felldi Fylki HK vann lífsnauðsynlegan sigur á Stjörnunni í Kórnum í kvöld. Valgeir Valgeirsson gerði eina mark leiksins á 79. mínútu. Rétt fyrir mark Valgeirs fékk Birnir Snær Ingason sitt annað gula spjald og þar með rautt. Þessi úrslit þýddu að Fylkir er fallið úr efstu deild. 20. september 2021 22:25 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Óánægja með rauða spjaldið sem Birnir Snær fékk: Ekki snjóboltaséns í helvíti að þetta sé gult fyrir leikaraskap Birnir Snær Ingason var rekinn af velli í gríðarlega mikilvægum 1-0 sigri HK á Keflavík í fallbaráttu Pepsi Max deildarinnar í kvöld. Fékk hann sitt annað gula spjald fyrir það sem dómari leiksins taldi vera leikaraskap. 20. september 2021 23:01
Langt síðan púlsinn hefur verið svona hátt uppi HK vann lífsnauðsynlegan 1-0 sigur á Stjörnunni og lyfti sér úr fallsæti. Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var afar létt eftir leik. 20. september 2021 21:50
Umfjöllun og viðtöl: HK - Stjarnan 1-0 | Valgeir hetja HK í lífsnauðsynlegum sigri sem felldi Fylki HK vann lífsnauðsynlegan sigur á Stjörnunni í Kórnum í kvöld. Valgeir Valgeirsson gerði eina mark leiksins á 79. mínútu. Rétt fyrir mark Valgeirs fékk Birnir Snær Ingason sitt annað gula spjald og þar með rautt. Þessi úrslit þýddu að Fylkir er fallið úr efstu deild. 20. september 2021 22:25