Farbann manns sem grunaður er um hópnauðgun staðfest Árni Sæberg skrifar 20. september 2021 17:53 Landsréttur staðfesti farbannsúrskurð í dag. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag farbannsúrskurð yfir manni sem er grunaður um að hafa nauðgað konu í félagi við annan mann um miðjan maí síðastliðinn. Maðurinn mun sæta farbanni til 11. nóvember. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að maðurinn sé undir rökstuddum grun um að hafa gerst sekur um háttsemi sem sextán ára hámarksfangelsisrefsing liggur við. Þá sé skilyrðum farbanns uppfyllt en þau eru meðal annars að hætta sé á að sakborningur komi sér úr landi í því skyni að forðast fullnustu refsingar. Í úrskurði héraðsdóms segir að sökum þess að maðurinn sé af erlendu bergi brotinn sé unnt að leiða líkur að því að hann reyni að koma sér úr landi. Annar gerandi hafi sagt hinum að brjóta á konunni Líkt og áður segir er maðurinn grunaður um að hafa nauðgað konu. Samkvæmt staðfestum úrskurði héraðsdóms voru atvik þau að kona tilkynnti nauðgun tveggja manna til lögreglu. Konan hafi hvorki vitað hverjir gerendur væru né hvar brotið hefði átt sér stað nákvæmlega. Hún hafi þó sagt lögreglu að hún hefði umrætt kvöld verið á veitingastað og farið af honum í fylgd manns sem hafi boðið henni í samkvæmi. Í stað samkvæmis hafi maðurinn farið með hana í íbúð þar sem hann hefði beitt hana líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Þá segir að þegar maðurinn hafi kallað á annan mann að ofbeldinu loknu og sagt honum að beita konuna samskonar ofbeldi. Seinni maðurinn er sá sem um teflir í úrskurði Landsréttar. Rannsókn sé vel á veg komin Saksóknari í málinu segir að rannsókn lögreglu sé vel á veg komin og að mennirnir tveir séu sterklega grunaðir um verknaðinn. Daginn eftir tilkynningu konunnar hafi lögregla farið á umræddan veitingastað og fengið staðfestingu þess efnis að mennirnir hafi verið á staðnum umrætt kvöld. Það var staðfest með upptökum úr eftirlitsmyndavél og vitnisburði starfsmanna staðarins. Þá hafi lögregla fengið upplýsingar um heimili meðákærða í málinu og framkvæmt húsleit þar. Þar hafi fundist hlutir sem tengjast meintu broti, til dæmis skór, fatnaður, munir sem tilheyra konunni, rúmfatnaður,blóðugur pappír og fartölva. Því sé sterkur grunur um að íbúð meðákærða sé brotavettvangur. Þar sem einungis sé beðið eftir niðurstöðum og gögnum úr DNA rannsókn á lífsýnum, sé ærin ástæða til að tryggja veru mannanna tveggja hér á landi. Landsréttur féllst, sem áður segir, á það. Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Í úrskurði Landsréttar kemur fram að maðurinn sé undir rökstuddum grun um að hafa gerst sekur um háttsemi sem sextán ára hámarksfangelsisrefsing liggur við. Þá sé skilyrðum farbanns uppfyllt en þau eru meðal annars að hætta sé á að sakborningur komi sér úr landi í því skyni að forðast fullnustu refsingar. Í úrskurði héraðsdóms segir að sökum þess að maðurinn sé af erlendu bergi brotinn sé unnt að leiða líkur að því að hann reyni að koma sér úr landi. Annar gerandi hafi sagt hinum að brjóta á konunni Líkt og áður segir er maðurinn grunaður um að hafa nauðgað konu. Samkvæmt staðfestum úrskurði héraðsdóms voru atvik þau að kona tilkynnti nauðgun tveggja manna til lögreglu. Konan hafi hvorki vitað hverjir gerendur væru né hvar brotið hefði átt sér stað nákvæmlega. Hún hafi þó sagt lögreglu að hún hefði umrætt kvöld verið á veitingastað og farið af honum í fylgd manns sem hafi boðið henni í samkvæmi. Í stað samkvæmis hafi maðurinn farið með hana í íbúð þar sem hann hefði beitt hana líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Þá segir að þegar maðurinn hafi kallað á annan mann að ofbeldinu loknu og sagt honum að beita konuna samskonar ofbeldi. Seinni maðurinn er sá sem um teflir í úrskurði Landsréttar. Rannsókn sé vel á veg komin Saksóknari í málinu segir að rannsókn lögreglu sé vel á veg komin og að mennirnir tveir séu sterklega grunaðir um verknaðinn. Daginn eftir tilkynningu konunnar hafi lögregla farið á umræddan veitingastað og fengið staðfestingu þess efnis að mennirnir hafi verið á staðnum umrætt kvöld. Það var staðfest með upptökum úr eftirlitsmyndavél og vitnisburði starfsmanna staðarins. Þá hafi lögregla fengið upplýsingar um heimili meðákærða í málinu og framkvæmt húsleit þar. Þar hafi fundist hlutir sem tengjast meintu broti, til dæmis skór, fatnaður, munir sem tilheyra konunni, rúmfatnaður,blóðugur pappír og fartölva. Því sé sterkur grunur um að íbúð meðákærða sé brotavettvangur. Þar sem einungis sé beðið eftir niðurstöðum og gögnum úr DNA rannsókn á lífsýnum, sé ærin ástæða til að tryggja veru mannanna tveggja hér á landi. Landsréttur féllst, sem áður segir, á það.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira