Messi var allt annað en sáttur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. september 2021 09:01 Lionel Messi horfir á knattspyrnustjórann Mauricio Pochettino eftir að hafa verið tekinn af velli í gær. AP/Francois Mori Fyrsti heimaleikur Lionel Messi með Paris Saint Germain endaði örugglega ekki eins og flestir höfðu séð það fyrir sér. Paris Saint Germain liðið vann vissulega 2-1 sigur á Lyon í frönsku deildinni í gærkvöldi en stærsta málið eftir leikinn voru ekki úrslitin eða sigurmark Mauro Icardi í uppbótartíma. Mál málanna eftir leikinn í gærkvöldi var fýldur og ósáttur Lionel Messi eftir að hann var tekinn af velli þegar fimmtán mínútur voru eftir og staðan var enn 1-1. "Just come back home Leo." "This is the moment Pochettino lost his job." "I've never seen Messi look so furious."Messi appeared to ignore Pochettino's handshake before storming to the bench. This is extraordinary... https://t.co/QW1UvUgsTX— SPORTbible (@sportbible) September 19, 2021 Það fór ekkert á milli mála að Messi var allt annað en sáttur og það leit út fyrir að hann neitaði að taka í höndina á knattspyrnustjóranum Mauricio Pochettino. Messi hafði nokkrum sinnum verið nálægt því að skora í leiknum en var samt nokkuð frá sínu besta. Það var klappað fyrir honum þegar hann kom af velli en það stóð þó enginn upp. Messi var í byrjunarliðinu með Ángel Di María, Neymar og Kylian Mbappé. Það vantaði því ekki sóknarþungann í uppstillingu liðsins. PSG liðið er hins vegar enn að leita að taktinum og liðið lenti undir í gær. Messi after being subbed off pic.twitter.com/AxIE7EmhC4— B/R Football (@brfootball) September 19, 2021 Parísarliðinu tókst að jafna úr vítaspyrnu en Pochettino var ekki sáttur og tók bæði Messi og Di María var velli þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Það þótti mörgum fróðleg ákvörðun og voru sumir netverjar farnir að lýsa því yfir að þar hafi hann endað stjóraferill sinn hjá PSG. Skiptingin gekk hins vegar upp og Kylian Mbappé lagði upp sigurmark fyrir Mauro Icardi undir lokin. „Ég held að við vitum öll að við erum með frábæra leikmenn í okkar 35 leikmanna hópi. Aðeins ellefu mega vera inn á í einu. Við megum ekki setja fleiri inn á völlinn. Ákvarðanirnar sem ég tek eru teknar með allt liðið og einstaka leikmenn í huga,“ sagði Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri PSG. "What a sh*t excuse!" "What is this clown talking about?" "This doesn't make sense at all"Lionel Messi reacted badly to being taken off when the score was 1-1, and Pochettino has annoyed fans even more with his reasoning... https://t.co/ogBf0gTKOK— SPORTbible (@sportbible) September 20, 2021 „Stundum ganga hlutirnir upp og stundum ekki. Stundum eru leikmenn ósáttir og stundum ekki. Þetta er okkar hlutverk og þetta eru ákvarðanir sem við stjórar þurfum að taka. Hvað varðar viðbrögð hans þá spurði ég hann hvernig hann væri og hann svaraði að allt væri í lagi. Þannig var það. Það voru samskipti okkar,“ sagði Pochettino. Messi hefur spilað þrjá leiki með PSG en á enn eftir að skora eða leggja upp mark. Á sama tíma kom Cristiano Ronaldo í Manchester United og hefur skorað fjögur mörk í fyrstu þremur leikjum sínum. Franski boltinn Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Paris Saint Germain liðið vann vissulega 2-1 sigur á Lyon í frönsku deildinni í gærkvöldi en stærsta málið eftir leikinn voru ekki úrslitin eða sigurmark Mauro Icardi í uppbótartíma. Mál málanna eftir leikinn í gærkvöldi var fýldur og ósáttur Lionel Messi eftir að hann var tekinn af velli þegar fimmtán mínútur voru eftir og staðan var enn 1-1. "Just come back home Leo." "This is the moment Pochettino lost his job." "I've never seen Messi look so furious."Messi appeared to ignore Pochettino's handshake before storming to the bench. This is extraordinary... https://t.co/QW1UvUgsTX— SPORTbible (@sportbible) September 19, 2021 Það fór ekkert á milli mála að Messi var allt annað en sáttur og það leit út fyrir að hann neitaði að taka í höndina á knattspyrnustjóranum Mauricio Pochettino. Messi hafði nokkrum sinnum verið nálægt því að skora í leiknum en var samt nokkuð frá sínu besta. Það var klappað fyrir honum þegar hann kom af velli en það stóð þó enginn upp. Messi var í byrjunarliðinu með Ángel Di María, Neymar og Kylian Mbappé. Það vantaði því ekki sóknarþungann í uppstillingu liðsins. PSG liðið er hins vegar enn að leita að taktinum og liðið lenti undir í gær. Messi after being subbed off pic.twitter.com/AxIE7EmhC4— B/R Football (@brfootball) September 19, 2021 Parísarliðinu tókst að jafna úr vítaspyrnu en Pochettino var ekki sáttur og tók bæði Messi og Di María var velli þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Það þótti mörgum fróðleg ákvörðun og voru sumir netverjar farnir að lýsa því yfir að þar hafi hann endað stjóraferill sinn hjá PSG. Skiptingin gekk hins vegar upp og Kylian Mbappé lagði upp sigurmark fyrir Mauro Icardi undir lokin. „Ég held að við vitum öll að við erum með frábæra leikmenn í okkar 35 leikmanna hópi. Aðeins ellefu mega vera inn á í einu. Við megum ekki setja fleiri inn á völlinn. Ákvarðanirnar sem ég tek eru teknar með allt liðið og einstaka leikmenn í huga,“ sagði Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri PSG. "What a sh*t excuse!" "What is this clown talking about?" "This doesn't make sense at all"Lionel Messi reacted badly to being taken off when the score was 1-1, and Pochettino has annoyed fans even more with his reasoning... https://t.co/ogBf0gTKOK— SPORTbible (@sportbible) September 20, 2021 „Stundum ganga hlutirnir upp og stundum ekki. Stundum eru leikmenn ósáttir og stundum ekki. Þetta er okkar hlutverk og þetta eru ákvarðanir sem við stjórar þurfum að taka. Hvað varðar viðbrögð hans þá spurði ég hann hvernig hann væri og hann svaraði að allt væri í lagi. Þannig var það. Það voru samskipti okkar,“ sagði Pochettino. Messi hefur spilað þrjá leiki með PSG en á enn eftir að skora eða leggja upp mark. Á sama tíma kom Cristiano Ronaldo í Manchester United og hefur skorað fjögur mörk í fyrstu þremur leikjum sínum.
Franski boltinn Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira