Guðni um ásakanir Miðflokksins: „Ljótasti leikur sem ég hef séð“ Þorgils Jónsson skrifar 18. september 2021 17:40 Tómas Ellert Tómasson sakaði Guðna Ágústsson og fleiri Framsóknarmenn um að dreifa óhróðri um Miðflokkinn. Guðni vísar ásökununum til föðurhúsana. Hann tali af virðingu um alla sem eru í pólitík og aldrei sagt ljótt orð um Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Tómas Ellert Tómasson, kosningastjóri Miðflokksins ber Guðna Ágústsson og ráðherra í Framsóknarflokknum þungum sökum í grein sem hann ritar á vef Vísis í dag. Guðni sver af sér ásakanirnar og segist ekki eiga svona nokkuð skilið. Í pistli sínum, „Skammastu þín Guðni Ágústsson!“, segir Tómas, sem er einnig bæjarfulltrúi í Árborg og frambjóðandi Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, að Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og formaður Framsóknarflokksins hafi „brugðið sér í það hlutverk að vera einn afkastamesti skítadreifari Framsóknarflokksins“. Guðni, Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra stundi „vel skipulagða og stigmagnandi rógsherferð“ gegn Miðflokknum og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni flokksins. „Orðið skítadreifarar er jafnan notað um slíkt!“ Guðfaðir Sigmundar í pólitík Guðni Ágústsson var ómyrkur í máli þegar Vísir náði af honum tali, og sagðist brugðið, en kannaðist þó við þessar ásakanir. Hann hafi fengið samskonar upphringingu úr röðum Miðflokksins. „Að ég væri skítadreifari að hringja í Miðflokksmenn og rægjandi Sigmund Davíð, en ég er guðfaðir hans í pólitík. Studdi hann heilt og hef aldrei látið mér detta í hug, hvorki á mínum ferli, né í stuðningi við flokkinn að ráðast á menn persónulega.“ Hið sama segir hann gilda um Lilju og Ásmund. Þessar ásakanir séu byggðar á lygum. „Þetta er ljótasti leikur sem ég hef séð í garð stjórnmálamanns sem er hættur á þingi og hefur lokið sínum ferli,“ segir Guðni og bætir við að hann hafi aldrei sagt ljótt orð um Sigmund Davíð og tali af virðingu um alla sem eru í pólitík. „Ég á vini í öllum stjórnmálaflokkum og margir af mínum gömlu góðu flokksmönnum gengu til liðs við Miðflokkinn. Margir eru þar enn og ég ber virðingu fyrir þeim.“ „Þetta á ég ekki skilið, Tómas Ellert.“ Framsókn hafi einsett sér í kosningabaráttunni að tala ekki illa um fólk heldur ganga fram með slagorðinu „Er ekki bara best að kjósa Framsókn?“. Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
Í pistli sínum, „Skammastu þín Guðni Ágústsson!“, segir Tómas, sem er einnig bæjarfulltrúi í Árborg og frambjóðandi Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, að Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og formaður Framsóknarflokksins hafi „brugðið sér í það hlutverk að vera einn afkastamesti skítadreifari Framsóknarflokksins“. Guðni, Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra stundi „vel skipulagða og stigmagnandi rógsherferð“ gegn Miðflokknum og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni flokksins. „Orðið skítadreifarar er jafnan notað um slíkt!“ Guðfaðir Sigmundar í pólitík Guðni Ágústsson var ómyrkur í máli þegar Vísir náði af honum tali, og sagðist brugðið, en kannaðist þó við þessar ásakanir. Hann hafi fengið samskonar upphringingu úr röðum Miðflokksins. „Að ég væri skítadreifari að hringja í Miðflokksmenn og rægjandi Sigmund Davíð, en ég er guðfaðir hans í pólitík. Studdi hann heilt og hef aldrei látið mér detta í hug, hvorki á mínum ferli, né í stuðningi við flokkinn að ráðast á menn persónulega.“ Hið sama segir hann gilda um Lilju og Ásmund. Þessar ásakanir séu byggðar á lygum. „Þetta er ljótasti leikur sem ég hef séð í garð stjórnmálamanns sem er hættur á þingi og hefur lokið sínum ferli,“ segir Guðni og bætir við að hann hafi aldrei sagt ljótt orð um Sigmund Davíð og tali af virðingu um alla sem eru í pólitík. „Ég á vini í öllum stjórnmálaflokkum og margir af mínum gömlu góðu flokksmönnum gengu til liðs við Miðflokkinn. Margir eru þar enn og ég ber virðingu fyrir þeim.“ „Þetta á ég ekki skilið, Tómas Ellert.“ Framsókn hafi einsett sér í kosningabaráttunni að tala ekki illa um fólk heldur ganga fram með slagorðinu „Er ekki bara best að kjósa Framsókn?“.
Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira