Kjósum flokkinn sem treystir ungu fólki Lísbet Sigurðardóttir, Steinar Ingi Kolbeins og Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifa 18. september 2021 15:30 Í vor hélt Sjálfstæðisflokkurinn prófkjör í öllum kjördæmum. Auk glæsilegrar þátttöku, þar sem yfir 20.000 manns kusu í langfjölmennasta prófkjörinu fyrir alþingiskosningar, var eitt sérstakt fagnaðarefni - hversu skýrlega niðurstöður sýndu að sjálfstæðisfólk treystir ungu fólki í efstu sæti á listum flokksins. Er það þveröfugt við aðra flokka sem skreyta sína lista með ungu fólki í sætum sem gætu í besta falli talist baráttusæti. Við skoðun á listum sjálfstæðismanna sést að í efstu fimm sætum á listum flokksins í sex kjördæmum sitja í heildina níu einstaklingar undir fertugu. Þar af sitja fimm þeirra í fyrsta eða öðru sæti síns lista sem næsta víst er öruggt þingsæti. Haldi Sjálfstæðisflokkurinn núverandi þingstyrk sínum eftir kosningar verður því þriðjungur þingflokksins ungt sjálfstæðisfólk. Það er mikið fagnaðarefni og undirstrikar að Sjálfstæðisflokkurinn treystir ungu fólki. Þá er ótalið að tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu eru konur undir 35 ára aldri. Þær eru yngstu kvenráðherrar sögunnar, en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var 28 ára þegar hún tók við sem dómsmálaráðherra árið 2019 og sló þar með met Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur sem var nýorðin 29 ára þegar hún tók við embætti ráðherra árið 2017. Þórdís Kolbrún er einnig yngsti varaformaður Sjálfstæðisflokksins frá upphafi og þá var Áslaug Arna yngst í forystu Sjálfstæðisflokksins þegar hún tók við embætti ritara aðeins 25 ára gömul á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2015 . Ungu fólki er treystandi til góðra verka Ungir þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa barist fyrir og náð ótal góðum málum í gegn á síðastliðnu kjörtímabili, sem varða sérstaklega ungt fólk. Þar má nefna lög um að barn geti verið skráð með tvær mæður og tvo feður, foreldrastaða transfólks viðurkennd, áhersla á val foreldra í fæðingarorlofi samhliða lengingu þess, mikilvægar réttarbætur varðandi skipta búsetu barna, kynferðislega friðhelgi, frumvarp um umsáturseinelti, stafræna stjórnsýslu og svo mætti lengi telja. Þá hafa ungir þingmenn Sjálfstæðisflokksins verið óhræddir við að halda málum á lofti sem ungt fólk hefur lengi barist fyrir, svo sem að leyfa sölu áfengis auk þess að tala fyrir afnámi stimpilgjalds við kaup á fasteign og auknu frelsi í mannanafnalöggjöf. Þannig hafa þau lagt sitt af mörkum í því að hola steininn fyrir framtíðina. Ungu fólki er vel treystandi til góðra verka og það þarf að sýna það á borði að því séu raunverulega gefin tækifæri. Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem sýnir í verki að hann treystir kjósendum til þess að velja ungt fólk með lýðræðislegum hætti í líkleg þingsæti og áhrifastöður innan flokksins. Það skiptir máli að ungt fólk eigi öfluga málsvara á Alþingi. Kjósum flokkinn sem raunverulega treystir ungu fólki. Höfundar skipa forystu Sambands ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Ingveldur Anna Sigurðardóttir Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Í vor hélt Sjálfstæðisflokkurinn prófkjör í öllum kjördæmum. Auk glæsilegrar þátttöku, þar sem yfir 20.000 manns kusu í langfjölmennasta prófkjörinu fyrir alþingiskosningar, var eitt sérstakt fagnaðarefni - hversu skýrlega niðurstöður sýndu að sjálfstæðisfólk treystir ungu fólki í efstu sæti á listum flokksins. Er það þveröfugt við aðra flokka sem skreyta sína lista með ungu fólki í sætum sem gætu í besta falli talist baráttusæti. Við skoðun á listum sjálfstæðismanna sést að í efstu fimm sætum á listum flokksins í sex kjördæmum sitja í heildina níu einstaklingar undir fertugu. Þar af sitja fimm þeirra í fyrsta eða öðru sæti síns lista sem næsta víst er öruggt þingsæti. Haldi Sjálfstæðisflokkurinn núverandi þingstyrk sínum eftir kosningar verður því þriðjungur þingflokksins ungt sjálfstæðisfólk. Það er mikið fagnaðarefni og undirstrikar að Sjálfstæðisflokkurinn treystir ungu fólki. Þá er ótalið að tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu eru konur undir 35 ára aldri. Þær eru yngstu kvenráðherrar sögunnar, en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var 28 ára þegar hún tók við sem dómsmálaráðherra árið 2019 og sló þar með met Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur sem var nýorðin 29 ára þegar hún tók við embætti ráðherra árið 2017. Þórdís Kolbrún er einnig yngsti varaformaður Sjálfstæðisflokksins frá upphafi og þá var Áslaug Arna yngst í forystu Sjálfstæðisflokksins þegar hún tók við embætti ritara aðeins 25 ára gömul á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2015 . Ungu fólki er treystandi til góðra verka Ungir þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa barist fyrir og náð ótal góðum málum í gegn á síðastliðnu kjörtímabili, sem varða sérstaklega ungt fólk. Þar má nefna lög um að barn geti verið skráð með tvær mæður og tvo feður, foreldrastaða transfólks viðurkennd, áhersla á val foreldra í fæðingarorlofi samhliða lengingu þess, mikilvægar réttarbætur varðandi skipta búsetu barna, kynferðislega friðhelgi, frumvarp um umsáturseinelti, stafræna stjórnsýslu og svo mætti lengi telja. Þá hafa ungir þingmenn Sjálfstæðisflokksins verið óhræddir við að halda málum á lofti sem ungt fólk hefur lengi barist fyrir, svo sem að leyfa sölu áfengis auk þess að tala fyrir afnámi stimpilgjalds við kaup á fasteign og auknu frelsi í mannanafnalöggjöf. Þannig hafa þau lagt sitt af mörkum í því að hola steininn fyrir framtíðina. Ungu fólki er vel treystandi til góðra verka og það þarf að sýna það á borði að því séu raunverulega gefin tækifæri. Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem sýnir í verki að hann treystir kjósendum til þess að velja ungt fólk með lýðræðislegum hætti í líkleg þingsæti og áhrifastöður innan flokksins. Það skiptir máli að ungt fólk eigi öfluga málsvara á Alþingi. Kjósum flokkinn sem raunverulega treystir ungu fólki. Höfundar skipa forystu Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar