Sextán staðfest smit á Reyðarfirði og útlit fyrir takmarkað skólahald Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. september 2021 12:52 Stór hluti bæjarbúa hefur farið í sýnatöku síðustu daga. Vísir/Vilhelm Þrjú ný kórónuveirusmit greindust á Reyðarfirði í gær eftir umfangsmikla sýnatöku í bænum og eru staðfest smit því orðin sextán talsins. Útlit er fyrir að skólahald verði með takmörkuðum hætti næstu daga. Aðgerðarstjórn almannavarna fundaði í morgun vegna hópsmits á Austurlandi. „Það greindust þrjú ný smit í gær og það er smitrakning í gangi. Þannig að það mun eitthvað fjölga í sóttkví þegar líður á daginn,“ segir Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Reyðarfjarðar. Hann segir að enn sé verið að skoða hvernig skólahaldi verði háttað í næstu viku, þó ljóst sé að aðeins verði lágmarksþjónusta í leikskólum. „Það er vegna þess að það eru margir starfsmenn sem hafa þurft að fara í sóttkví og við erum að fara yfir það í dag hvernig við getum brugðist við gagnvart þeim sem verða að fá þjónustu, en biðjum líka alla um að sýna okkur skilning og hafa börn heima ef kostur er,“ segir Jón Björn. Hann segir að nú séu um 185 manns í einangrun. „Við erum á síðustu þremur dögum búin að taka gríðarlegan fjölda sýna, eða á milli 500 til 600 sýni, sem gefur okkur góða mynd af stöðunni. Sannarlega er maður feginn að smitin séu ekki fleiri og það er kannski vísbending um að það náist utan um þetta hratt. Þetta er langhlaup eins og við öll þekkjum og við sjáum hvað kemur út úr þessu.“ Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum verða ekki gefnar upp tölur yfir heildarfjölda smita á landsvísu fyrr en eftir helgi. Fjarðabyggð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira
„Það greindust þrjú ný smit í gær og það er smitrakning í gangi. Þannig að það mun eitthvað fjölga í sóttkví þegar líður á daginn,“ segir Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Reyðarfjarðar. Hann segir að enn sé verið að skoða hvernig skólahaldi verði háttað í næstu viku, þó ljóst sé að aðeins verði lágmarksþjónusta í leikskólum. „Það er vegna þess að það eru margir starfsmenn sem hafa þurft að fara í sóttkví og við erum að fara yfir það í dag hvernig við getum brugðist við gagnvart þeim sem verða að fá þjónustu, en biðjum líka alla um að sýna okkur skilning og hafa börn heima ef kostur er,“ segir Jón Björn. Hann segir að nú séu um 185 manns í einangrun. „Við erum á síðustu þremur dögum búin að taka gríðarlegan fjölda sýna, eða á milli 500 til 600 sýni, sem gefur okkur góða mynd af stöðunni. Sannarlega er maður feginn að smitin séu ekki fleiri og það er kannski vísbending um að það náist utan um þetta hratt. Þetta er langhlaup eins og við öll þekkjum og við sjáum hvað kemur út úr þessu.“ Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum verða ekki gefnar upp tölur yfir heildarfjölda smita á landsvísu fyrr en eftir helgi.
Fjarðabyggð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira