Skoða hvort tryggingafélög hafi brotið lög þegar talsmaður svaraði FÍB Eiður Þór Árnason skrifar 18. september 2021 08:41 Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Samkeppniseftirlitið skoðar nú hvort íslensk tryggingafélög hafi brotið gegn samkeppnislögum með því að ræða verðlagningu félaganna innan hagsmunasamtaka. Hefur stofnunin óskað eftir ýmsum gögnum á borð við afrit af öllum tölvupóstum sem Samtök fjármálafyrirtækja hafa ýmist sent eða fengið frá aðildarfyrirtækjum. Fréttablaðið greinir frá þessu en málið hófst með aðsendri grein Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), sem birtist á Vísi 2. september. Þar lýsir hann íslenskum tryggingarfélögum sem „óstöðvandi okurfélögum“ og gagnrýnir meðal annars að félögin hafi hækkað iðgjöld bifreiðatrygginga umfram vísitölu neysluverðs þrátt fyrir að umferðarslysum hafi fækkað. Þá sagði hann enga samkeppni ríkja milli tryggingafélaganna. Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, svaraði þessu í eigin grein á Vísi þar sem hún gaf lítið fyrir ávítur Runólfs. FÍB taldi viðbrögð félagsins vera mögulegt lögbrot og sendi inn kvörtun til Samkeppniseftirlitsins. Verðlagsumræða samræmist ekki banni um verðsamráð Í Fréttablaðinu í dag segir að það sé mat samkeppnisyfirvalda að öll afskipti af verði og verðlagningu aðildarfélaga, þar með talin þátttaka í opinberri umræðu um verðlagningu félagsmanna, sé sérstaklega varhugaverð og ætti ekki að eiga sér stað á vettvangi hagsmunasamtaka. „Tjái forsvarsmenn hagsmunasamtaka keppinauta sig opinberlega um verðlagsmál eða haldi uppi vörn um verðlagsstefnu aðildarfélaga samtakanna, þá sé það væntanlega á grundvelli fyrir fram mótaðra hugmynda eða stefnu um slík mál, sem hlýtur að grundvallast á umræðu sem farið hefur fram innan hagsmunasamtakanna. Slík verðlagsumræða innan hagsmunasamtaka samrýmist ekki banni samkeppnislaga um verðsamráð,“ segir í erindi Samkeppniseftirlitsins til tryggingafélaganna og SFF sem Fréttablaðið vísar til. Snýr athugun stofnunarinnar sömuleiðis að viðbrögðum SFF við gagnrýni VR á meint vaxtaokur bankanna þar sem sérfræðingur SFF svaraði henni opinberlega. Tryggingar Samkeppnismál Tengdar fréttir FÍB kærir SFF vegna hagsmunagæslu framkvæmdastjóra Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur sent kvörtun til Fjármálaeftirlitsins vegna hagsmunagæslu framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja fyrir hönd tryggingafélaganna í grein sem birtist á Vísi. 15. september 2021 07:58 FÍB svarar málsvara tryggingafélaganna FÍB skammaði tryggingafélögin fyrir okur á bílatryggingum í grein hér á Vísi. Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja tók að sér málsvörn fyrir tryggingafélögin fjögur á sama vettvangi. Því miður halda skýringar hennar litlu vatni. 10. september 2021 08:00 Tölum um tryggingar - Viðbrögð við athugasemdum FÍB Lítið er fjallað um efni og eðli trygginga á opinberum vettvangi þó við séum öll vel tryggð og njótum ríkrar tryggingaverndar hér á landi í samanburði við mörg önnur ríki. Reglulega birtist þó gagnrýni á tryggingafélögin vegna þess kostnaðar sem við berum vegna þeirrar tryggingaverndar sem við njótum. Verður þessi umfjöllun oft heldur einhliða því líkt og lífið sjálft er málið ekki eins einfalt og virðist í fyrstu. 8. september 2021 08:00 FÍB segir tryggingafélögin sitja á „spikfeitum bótasjóði“ frekar en að lækka iðgjöld Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), átelur íslensku tryggingafyrirtækin fyrir að hækka iðgjöld bifreiðatrygginga á undanförnum árum, umfram vísitölu neysluverðs, þrátt fyrir að umferðaslysum hafi fækkað, sem og slösuðum. Iðgjöld hér á landi væru að jafnaði tvöfalt hærri en tíðkast á hinum Norðurlöndum. 10. september 2021 13:47 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Hefur stofnunin óskað eftir ýmsum gögnum á borð við afrit af öllum tölvupóstum sem Samtök fjármálafyrirtækja hafa ýmist sent eða fengið frá aðildarfyrirtækjum. Fréttablaðið greinir frá þessu en málið hófst með aðsendri grein Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), sem birtist á Vísi 2. september. Þar lýsir hann íslenskum tryggingarfélögum sem „óstöðvandi okurfélögum“ og gagnrýnir meðal annars að félögin hafi hækkað iðgjöld bifreiðatrygginga umfram vísitölu neysluverðs þrátt fyrir að umferðarslysum hafi fækkað. Þá sagði hann enga samkeppni ríkja milli tryggingafélaganna. Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, svaraði þessu í eigin grein á Vísi þar sem hún gaf lítið fyrir ávítur Runólfs. FÍB taldi viðbrögð félagsins vera mögulegt lögbrot og sendi inn kvörtun til Samkeppniseftirlitsins. Verðlagsumræða samræmist ekki banni um verðsamráð Í Fréttablaðinu í dag segir að það sé mat samkeppnisyfirvalda að öll afskipti af verði og verðlagningu aðildarfélaga, þar með talin þátttaka í opinberri umræðu um verðlagningu félagsmanna, sé sérstaklega varhugaverð og ætti ekki að eiga sér stað á vettvangi hagsmunasamtaka. „Tjái forsvarsmenn hagsmunasamtaka keppinauta sig opinberlega um verðlagsmál eða haldi uppi vörn um verðlagsstefnu aðildarfélaga samtakanna, þá sé það væntanlega á grundvelli fyrir fram mótaðra hugmynda eða stefnu um slík mál, sem hlýtur að grundvallast á umræðu sem farið hefur fram innan hagsmunasamtakanna. Slík verðlagsumræða innan hagsmunasamtaka samrýmist ekki banni samkeppnislaga um verðsamráð,“ segir í erindi Samkeppniseftirlitsins til tryggingafélaganna og SFF sem Fréttablaðið vísar til. Snýr athugun stofnunarinnar sömuleiðis að viðbrögðum SFF við gagnrýni VR á meint vaxtaokur bankanna þar sem sérfræðingur SFF svaraði henni opinberlega.
Tryggingar Samkeppnismál Tengdar fréttir FÍB kærir SFF vegna hagsmunagæslu framkvæmdastjóra Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur sent kvörtun til Fjármálaeftirlitsins vegna hagsmunagæslu framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja fyrir hönd tryggingafélaganna í grein sem birtist á Vísi. 15. september 2021 07:58 FÍB svarar málsvara tryggingafélaganna FÍB skammaði tryggingafélögin fyrir okur á bílatryggingum í grein hér á Vísi. Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja tók að sér málsvörn fyrir tryggingafélögin fjögur á sama vettvangi. Því miður halda skýringar hennar litlu vatni. 10. september 2021 08:00 Tölum um tryggingar - Viðbrögð við athugasemdum FÍB Lítið er fjallað um efni og eðli trygginga á opinberum vettvangi þó við séum öll vel tryggð og njótum ríkrar tryggingaverndar hér á landi í samanburði við mörg önnur ríki. Reglulega birtist þó gagnrýni á tryggingafélögin vegna þess kostnaðar sem við berum vegna þeirrar tryggingaverndar sem við njótum. Verður þessi umfjöllun oft heldur einhliða því líkt og lífið sjálft er málið ekki eins einfalt og virðist í fyrstu. 8. september 2021 08:00 FÍB segir tryggingafélögin sitja á „spikfeitum bótasjóði“ frekar en að lækka iðgjöld Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), átelur íslensku tryggingafyrirtækin fyrir að hækka iðgjöld bifreiðatrygginga á undanförnum árum, umfram vísitölu neysluverðs, þrátt fyrir að umferðaslysum hafi fækkað, sem og slösuðum. Iðgjöld hér á landi væru að jafnaði tvöfalt hærri en tíðkast á hinum Norðurlöndum. 10. september 2021 13:47 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
FÍB kærir SFF vegna hagsmunagæslu framkvæmdastjóra Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur sent kvörtun til Fjármálaeftirlitsins vegna hagsmunagæslu framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja fyrir hönd tryggingafélaganna í grein sem birtist á Vísi. 15. september 2021 07:58
FÍB svarar málsvara tryggingafélaganna FÍB skammaði tryggingafélögin fyrir okur á bílatryggingum í grein hér á Vísi. Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja tók að sér málsvörn fyrir tryggingafélögin fjögur á sama vettvangi. Því miður halda skýringar hennar litlu vatni. 10. september 2021 08:00
Tölum um tryggingar - Viðbrögð við athugasemdum FÍB Lítið er fjallað um efni og eðli trygginga á opinberum vettvangi þó við séum öll vel tryggð og njótum ríkrar tryggingaverndar hér á landi í samanburði við mörg önnur ríki. Reglulega birtist þó gagnrýni á tryggingafélögin vegna þess kostnaðar sem við berum vegna þeirrar tryggingaverndar sem við njótum. Verður þessi umfjöllun oft heldur einhliða því líkt og lífið sjálft er málið ekki eins einfalt og virðist í fyrstu. 8. september 2021 08:00
FÍB segir tryggingafélögin sitja á „spikfeitum bótasjóði“ frekar en að lækka iðgjöld Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), átelur íslensku tryggingafyrirtækin fyrir að hækka iðgjöld bifreiðatrygginga á undanförnum árum, umfram vísitölu neysluverðs, þrátt fyrir að umferðaslysum hafi fækkað, sem og slösuðum. Iðgjöld hér á landi væru að jafnaði tvöfalt hærri en tíðkast á hinum Norðurlöndum. 10. september 2021 13:47