Allir fá aðgang að endurgjaldslausum hraðprófum Eiður Þór Árnason skrifar 17. september 2021 11:43 Einkaaðilar bjóða nú upp á hraðpróf á fimm mismunandi stöðum. Vísir/vilhelm Sjúkratryggingar munu taka þátt í kostnaði við töku hraðprófa hjá einkaaðilum frá og með 20. september. Með breytingunni verður hægt að taka hraðpróf án tilkostnaðar óháð tilgangi sýnatökunnar. Fram að þessu hefur heilsugæslan og aðrar heilbrigðisstofnanir boðið upp á hraðpróf í tengslum við smitgát, komu farþega til landsins og stærri viðburði notendum að kostnaðarlausu. Fólk sem leitar til einkaaðila og sækist eftir að taka hraðpróf í öðrum tilgangi, til að mynda vegna utanlandsferða eða mannfagnaða, hefur þurft greitt fullt verð fyrir. Greint er frá breytingunni á vef Stjórnarráðsins en að sögn heilbrigðisráðuneytisins er markmiðið með henni að auka aðgengi almennings að hraðprófum. Fleiri aðilum verði gert kleift að bjóða þjónustuna, notendum að kostnaðarlausu, óháð tilgangi prófanna. Jákvæðir verða sjálfkrafa boðaðir í PCR-próf Samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra munu Sjúkratryggingar Íslands greiða fyrir hverja sýnatöku samkvæmt gjaldskrá sem stofnunin setur. Vottorð um neikvætt próf verða gefin út með QR-kóða frá embætti landlæknis en þeir sem greinast jákvæðir munu fá strikamerki frá embættinu með boði um PCR-sýnatöku til að staðfesta smit. Aðeins má nota viðurkennd hraðpróf sem uppfylla skilyrði reglugerðarinnar og skylt er að heilbrigðisstarfsmaður eða starfsmaður sem fengið hefur sérstaka þjálfun frá heilbrigðisstarfsmanni, annist framkvæmd prófsins. Reglugerðin gildir til 31. desember næstkomandi. Talið mikilvægt að greiða aðgengi að prófunum Á miðvikudag tók gildi reglugerð sem heimilar að halda allt að 1.500 manna viðburði og skólaskemmtanir án nálægðartakmörkunar og grímuskyldu, gegn framvísun neikvæðrar niðurstöðu úr hraðprófi. „Til að innleiðing hraðprófa skili tilgangi sínum um að auka möguleika fólks til að sækja margvíslega viðburði og stunda menningarlíf er mikilvægt að greitt aðgengi sé að hraðprófum og að kostnaður vegna þeirra sé ekki íþyngjandi. Þess vegna hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að bæði opinberir aðilar og einkaaðilar geti boðið prófin án endurgjalds, að uppfylltum faglegum skilyrðum um framkvæmdina og ákvæðum reglugerða þar að lútandi,“ segir í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins. Einkaaðilar annast nú þegar sýnatöku með hraðprófum á eftirtöldum stöðum: BSÍ í Reykjavík, Kringlan í Reykjavík, Kleppsmýrarvegi í Reykjavík, Aðalgötu 60 í Reykjanesbæ og við Háskólann á Akureyri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Opið í hraðpróf og viðburðahaldarar hvattir til að láta vita Heilsugæslan hefur nú opnað fyrir að fólk fari í hraðpróf vegna viðburða á heilsugæslustöðinni á Suðurlandsbraut 34. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hvetur viðburðahaldara til að láta vita af stórum viðburðum svo starfsmenn heilsugæslunnar séu undirbúið fyrir mannfjöldann. 10. september 2021 13:18 Búin að kaupa mörghundruð þúsund hraðpróf Hraðpróf ættu að geta farið að liðka fyrir 500 manna viðburðahaldi öðru hvorum megin við næstu helgi. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur þegar fest kaup á mörghundruð þúsund hraðprófum. 5. september 2021 12:07 Landspítalinn hættir að nota hraðpróf Farsóttanefnd Landspítalans hefur ákveðið að hætta að nota hraðgreiningarpróf til að prófa starfsmenn sína, sem eru með væg einkenni, fyrir Covid-19 og taka PCR-próf alfarið í notkun í staðinn. Í tilkynningu nefndarinnar segir að hraðprófin séu verri kostur en PCR-próf. 3. september 2021 15:46 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Sjá meira
Fram að þessu hefur heilsugæslan og aðrar heilbrigðisstofnanir boðið upp á hraðpróf í tengslum við smitgát, komu farþega til landsins og stærri viðburði notendum að kostnaðarlausu. Fólk sem leitar til einkaaðila og sækist eftir að taka hraðpróf í öðrum tilgangi, til að mynda vegna utanlandsferða eða mannfagnaða, hefur þurft greitt fullt verð fyrir. Greint er frá breytingunni á vef Stjórnarráðsins en að sögn heilbrigðisráðuneytisins er markmiðið með henni að auka aðgengi almennings að hraðprófum. Fleiri aðilum verði gert kleift að bjóða þjónustuna, notendum að kostnaðarlausu, óháð tilgangi prófanna. Jákvæðir verða sjálfkrafa boðaðir í PCR-próf Samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra munu Sjúkratryggingar Íslands greiða fyrir hverja sýnatöku samkvæmt gjaldskrá sem stofnunin setur. Vottorð um neikvætt próf verða gefin út með QR-kóða frá embætti landlæknis en þeir sem greinast jákvæðir munu fá strikamerki frá embættinu með boði um PCR-sýnatöku til að staðfesta smit. Aðeins má nota viðurkennd hraðpróf sem uppfylla skilyrði reglugerðarinnar og skylt er að heilbrigðisstarfsmaður eða starfsmaður sem fengið hefur sérstaka þjálfun frá heilbrigðisstarfsmanni, annist framkvæmd prófsins. Reglugerðin gildir til 31. desember næstkomandi. Talið mikilvægt að greiða aðgengi að prófunum Á miðvikudag tók gildi reglugerð sem heimilar að halda allt að 1.500 manna viðburði og skólaskemmtanir án nálægðartakmörkunar og grímuskyldu, gegn framvísun neikvæðrar niðurstöðu úr hraðprófi. „Til að innleiðing hraðprófa skili tilgangi sínum um að auka möguleika fólks til að sækja margvíslega viðburði og stunda menningarlíf er mikilvægt að greitt aðgengi sé að hraðprófum og að kostnaður vegna þeirra sé ekki íþyngjandi. Þess vegna hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að bæði opinberir aðilar og einkaaðilar geti boðið prófin án endurgjalds, að uppfylltum faglegum skilyrðum um framkvæmdina og ákvæðum reglugerða þar að lútandi,“ segir í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins. Einkaaðilar annast nú þegar sýnatöku með hraðprófum á eftirtöldum stöðum: BSÍ í Reykjavík, Kringlan í Reykjavík, Kleppsmýrarvegi í Reykjavík, Aðalgötu 60 í Reykjanesbæ og við Háskólann á Akureyri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Opið í hraðpróf og viðburðahaldarar hvattir til að láta vita Heilsugæslan hefur nú opnað fyrir að fólk fari í hraðpróf vegna viðburða á heilsugæslustöðinni á Suðurlandsbraut 34. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hvetur viðburðahaldara til að láta vita af stórum viðburðum svo starfsmenn heilsugæslunnar séu undirbúið fyrir mannfjöldann. 10. september 2021 13:18 Búin að kaupa mörghundruð þúsund hraðpróf Hraðpróf ættu að geta farið að liðka fyrir 500 manna viðburðahaldi öðru hvorum megin við næstu helgi. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur þegar fest kaup á mörghundruð þúsund hraðprófum. 5. september 2021 12:07 Landspítalinn hættir að nota hraðpróf Farsóttanefnd Landspítalans hefur ákveðið að hætta að nota hraðgreiningarpróf til að prófa starfsmenn sína, sem eru með væg einkenni, fyrir Covid-19 og taka PCR-próf alfarið í notkun í staðinn. Í tilkynningu nefndarinnar segir að hraðprófin séu verri kostur en PCR-próf. 3. september 2021 15:46 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Sjá meira
Opið í hraðpróf og viðburðahaldarar hvattir til að láta vita Heilsugæslan hefur nú opnað fyrir að fólk fari í hraðpróf vegna viðburða á heilsugæslustöðinni á Suðurlandsbraut 34. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hvetur viðburðahaldara til að láta vita af stórum viðburðum svo starfsmenn heilsugæslunnar séu undirbúið fyrir mannfjöldann. 10. september 2021 13:18
Búin að kaupa mörghundruð þúsund hraðpróf Hraðpróf ættu að geta farið að liðka fyrir 500 manna viðburðahaldi öðru hvorum megin við næstu helgi. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur þegar fest kaup á mörghundruð þúsund hraðprófum. 5. september 2021 12:07
Landspítalinn hættir að nota hraðpróf Farsóttanefnd Landspítalans hefur ákveðið að hætta að nota hraðgreiningarpróf til að prófa starfsmenn sína, sem eru með væg einkenni, fyrir Covid-19 og taka PCR-próf alfarið í notkun í staðinn. Í tilkynningu nefndarinnar segir að hraðprófin séu verri kostur en PCR-próf. 3. september 2021 15:46