Á leið út og nær ekki að bæta 45 ára gamalt markamet Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. september 2021 11:01 Pétur Theodór Árnason kvaddi Gróttu með fernu. vísir/hag Pétur Theodór Árnason hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Gróttu og á því ekki lengur möguleika á að slá markametið í næstefstu deild. Pétur skoraði fernu þegar Grótta rúllaði yfir Aftureldingu, 8-0, í 21. umferð Lengjudeildarinnar á miðvikudaginn. Öll mörkin hans komu í fyrri hálfleik. Framherjinn er kominn með 23 mörk í Lengjudeildinni og vantar aðeins tvö mörk til að jafna markametið í næstefstu deild. Það er í eigu Arnar Óskarssonar sem skoraði 26 mörk fyrir ÍBV sumarið 1976. Ljóst er að Pétur nær ekki að jafna, eða slá, þetta nærri hálfrar aldar gamla met því hann verður ekki með Gróttu gegn ÍBV í lokaleik liðsins í Lengjudeildinni á miðvikudaginn. Í samtali við íþróttadeild sagði Pétur að hann væri á leið til útlanda. Hann var búinn að panta ferðina fyrir nokkru enda átti Lengjudeildinni að ljúka á laugardaginn. Leik Gróttu og ÍBV var hins vegar frestað eftir að kórónuveirusmit setti dagskrá Lengjudeildarinnar í uppnám. Leikurinn gegn Aftureldingu var því síðasti leikur Péturs fyrir Gróttu í bili en hann gengur í raðir Breiðabliks eftir tímabilið. „Það væri gaman að reyna við markametið en þetta var fínn endir í gær [í fyrradag] og það var búið að plana leyfa framtíðarleikmönnum að spila leikinn þannig þetta er bara fínt,“ sagði Pétur. Hann á gullskóinn í Lengjudeildinni vísan en hann er með sex marka forskot á Grindvíkinginn Sigurð Bjart Hallsson. Pétur varð einnig markakóngur Lengjudeildarinnar 2019 með fimmtán mörk. Síðustu tvö tímabil hans í Lengjudeildinni hefur hann því skorað samtals 38 mörk í 43 leikjum. Pétur var nánast hættur í fótbolta eftir að hafa slitið krossband í sama hné tvö ár í röð. Hann byrjaði aftur að æfa með Gróttu um mitt sumar 2018 og hefur ekki litið um öxl síðan þá. Fyrri hluta tímabilsins 2018 lék hann með Kríu í 4. deildinni en nú er hann á leið til toppliðs Pepsi Max-deildarinnar. Grótta er í 5. sæti Lengjudeildarinnar með 35 stig, þremur stigum á eftir Kórdrengjum. Seltirningar gætu náð 4. sætinu með sigri á Eyjamönnum og ef Kórdrengir tapa fyrir Vestramönnum í lokaleik Lengjudeildarinnar laugardaginn 25. september. Verðandi samherjar Péturs í Breiðabliki geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn þegar þeir mæta FH í næstsíðustu umferð Pepsi Max-deildarinnar á sunnudaginn. Lengjudeild karla Grótta Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjá meira
Pétur skoraði fernu þegar Grótta rúllaði yfir Aftureldingu, 8-0, í 21. umferð Lengjudeildarinnar á miðvikudaginn. Öll mörkin hans komu í fyrri hálfleik. Framherjinn er kominn með 23 mörk í Lengjudeildinni og vantar aðeins tvö mörk til að jafna markametið í næstefstu deild. Það er í eigu Arnar Óskarssonar sem skoraði 26 mörk fyrir ÍBV sumarið 1976. Ljóst er að Pétur nær ekki að jafna, eða slá, þetta nærri hálfrar aldar gamla met því hann verður ekki með Gróttu gegn ÍBV í lokaleik liðsins í Lengjudeildinni á miðvikudaginn. Í samtali við íþróttadeild sagði Pétur að hann væri á leið til útlanda. Hann var búinn að panta ferðina fyrir nokkru enda átti Lengjudeildinni að ljúka á laugardaginn. Leik Gróttu og ÍBV var hins vegar frestað eftir að kórónuveirusmit setti dagskrá Lengjudeildarinnar í uppnám. Leikurinn gegn Aftureldingu var því síðasti leikur Péturs fyrir Gróttu í bili en hann gengur í raðir Breiðabliks eftir tímabilið. „Það væri gaman að reyna við markametið en þetta var fínn endir í gær [í fyrradag] og það var búið að plana leyfa framtíðarleikmönnum að spila leikinn þannig þetta er bara fínt,“ sagði Pétur. Hann á gullskóinn í Lengjudeildinni vísan en hann er með sex marka forskot á Grindvíkinginn Sigurð Bjart Hallsson. Pétur varð einnig markakóngur Lengjudeildarinnar 2019 með fimmtán mörk. Síðustu tvö tímabil hans í Lengjudeildinni hefur hann því skorað samtals 38 mörk í 43 leikjum. Pétur var nánast hættur í fótbolta eftir að hafa slitið krossband í sama hné tvö ár í röð. Hann byrjaði aftur að æfa með Gróttu um mitt sumar 2018 og hefur ekki litið um öxl síðan þá. Fyrri hluta tímabilsins 2018 lék hann með Kríu í 4. deildinni en nú er hann á leið til toppliðs Pepsi Max-deildarinnar. Grótta er í 5. sæti Lengjudeildarinnar með 35 stig, þremur stigum á eftir Kórdrengjum. Seltirningar gætu náð 4. sætinu með sigri á Eyjamönnum og ef Kórdrengir tapa fyrir Vestramönnum í lokaleik Lengjudeildarinnar laugardaginn 25. september. Verðandi samherjar Péturs í Breiðabliki geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn þegar þeir mæta FH í næstsíðustu umferð Pepsi Max-deildarinnar á sunnudaginn.
Lengjudeild karla Grótta Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjá meira