Framtíðarráðuneyti? Kristján Örn Kjartansson skrifar 17. september 2021 07:31 Ísland, eins og önnur ríki, stendur á tímamótum og þarf að takast á við stórar áskoranir vegna loftlagsvár, heimsfaraldurs og samfélagsþróunar. Við megum engan tíma missa og verðum að ganga til verka fumlaust, af áræðni og bjartsýni. Verkefnin eru mjög fjölbreytt því það þarf að hanna nýjar samgöngur og horfa til orkuskipta, efla lýðheilsu og heilbrigði með snjallri hönnuðn og notendavænum lausnum, þróa og hanna umhverfisvæn efni í byggingariðnaði, hanna og skapa öfluga innviði sem þjóna notendum. Það þarf að endurhanna þjónustu og setja mannfólk í öndvegi í tækniþróun, efla umhverfisvæna vöru- og fatahönnun og vinna að eflingu og lausna sem styðja hringrásarhagkerfið. Öll þessi verkefni munu, og eru þegar, að skapa fullt af nýjum og áhugaverðum störfum í stað þeirra sem hverfa með tækniþróun og úreldingu gamalla aðferða. Öflugasta leiðin til breytinga er að beita þverfaglegri nálgun, snúa hlutum á hvolf og horfa á þá frá öðru sjónarhorni, þar sem umhverfið, lífsgæði, jafnræði og mannlíf er í forgrunni. Um leið verður að huga að um hagsæld og verðmætasköpun og leita jafnvægis milli ólíkra áherslna. Hönnuðir og arkitektar mennta sig að vinna í síbreytilegu samfélagi og leysa áskoranir framtíðarinnar. Nám hönnuða hefur þróast mikið og breyst í takti við nýjar þarfir og verkefni. Aðferðafræðin sem kennd er í fremstu listaháskólum hér á landi og erlendis byggir á hönnunarhugsun (design thinking), og skapandi aðferðum þar sem tekist er á við stærstu áskoranir samtímans. Lausnir eru skoðaðar frá mörgum og ólíkum sjónarhornum og mannlíf og umhverfi sett í öndvegi um leið og lögð er áhersla á gæði, endingu og hagkvæmni. Um 500 hönnuðir og arkitektar hafa útskrifast á Íslandi síðustu 10 ár og a.m.k aðrir 500 munu bætast í hópinn næsta áratug. Þau eru þjálfuð í að leita umhverfisvænna lausna sem þjóna notandanum og eru einfaldar, skiljanlegar og hagkvæmar með tilliti til gæða, endingar og fjármagns en skapa um leið ánægjulega upplifun og fegurð. Samfélagið þarf að gefa þessu unga fólki tækifæri til að nýta þekkingu sína á ólíkum sviðum atvinnulífs. Við lögum ekki vandamálin með sömu aðferðum og bjuggu þau til. Hönnuðir og arkitektar búa yfir þekkingu til að þróa nýjar aðferðir og áherslur við undirbúning, ákvarðanatöku og framkvæmd. Í aðdraganda kosninga þá látum við okkur dreyma. Á stefnumóti hönnuða og arkitekta í júní komu fram margar frábærar hugmyndir og lausnir, sem snúast um þær áskoranir sem allur heimurinn stendur frammi fyrir í dag. Ein hugmyndin var stofnun framtíðarráðuneytis. Kannski liggur lausnin einmitt þar – í ráðuneyti framtíðar sem vinnur að framtíðarlausnum samfélagsins þvert á önnur ráðuneyti með hönnun, hugvit, nýsköpun, umhverfi, gæði, endingu og ný störf að leiðarljósi? Höfundur er arkitekt og formaður stjórnar Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Tíska og hönnun Stjórnsýsla Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland, eins og önnur ríki, stendur á tímamótum og þarf að takast á við stórar áskoranir vegna loftlagsvár, heimsfaraldurs og samfélagsþróunar. Við megum engan tíma missa og verðum að ganga til verka fumlaust, af áræðni og bjartsýni. Verkefnin eru mjög fjölbreytt því það þarf að hanna nýjar samgöngur og horfa til orkuskipta, efla lýðheilsu og heilbrigði með snjallri hönnuðn og notendavænum lausnum, þróa og hanna umhverfisvæn efni í byggingariðnaði, hanna og skapa öfluga innviði sem þjóna notendum. Það þarf að endurhanna þjónustu og setja mannfólk í öndvegi í tækniþróun, efla umhverfisvæna vöru- og fatahönnun og vinna að eflingu og lausna sem styðja hringrásarhagkerfið. Öll þessi verkefni munu, og eru þegar, að skapa fullt af nýjum og áhugaverðum störfum í stað þeirra sem hverfa með tækniþróun og úreldingu gamalla aðferða. Öflugasta leiðin til breytinga er að beita þverfaglegri nálgun, snúa hlutum á hvolf og horfa á þá frá öðru sjónarhorni, þar sem umhverfið, lífsgæði, jafnræði og mannlíf er í forgrunni. Um leið verður að huga að um hagsæld og verðmætasköpun og leita jafnvægis milli ólíkra áherslna. Hönnuðir og arkitektar mennta sig að vinna í síbreytilegu samfélagi og leysa áskoranir framtíðarinnar. Nám hönnuða hefur þróast mikið og breyst í takti við nýjar þarfir og verkefni. Aðferðafræðin sem kennd er í fremstu listaháskólum hér á landi og erlendis byggir á hönnunarhugsun (design thinking), og skapandi aðferðum þar sem tekist er á við stærstu áskoranir samtímans. Lausnir eru skoðaðar frá mörgum og ólíkum sjónarhornum og mannlíf og umhverfi sett í öndvegi um leið og lögð er áhersla á gæði, endingu og hagkvæmni. Um 500 hönnuðir og arkitektar hafa útskrifast á Íslandi síðustu 10 ár og a.m.k aðrir 500 munu bætast í hópinn næsta áratug. Þau eru þjálfuð í að leita umhverfisvænna lausna sem þjóna notandanum og eru einfaldar, skiljanlegar og hagkvæmar með tilliti til gæða, endingar og fjármagns en skapa um leið ánægjulega upplifun og fegurð. Samfélagið þarf að gefa þessu unga fólki tækifæri til að nýta þekkingu sína á ólíkum sviðum atvinnulífs. Við lögum ekki vandamálin með sömu aðferðum og bjuggu þau til. Hönnuðir og arkitektar búa yfir þekkingu til að þróa nýjar aðferðir og áherslur við undirbúning, ákvarðanatöku og framkvæmd. Í aðdraganda kosninga þá látum við okkur dreyma. Á stefnumóti hönnuða og arkitekta í júní komu fram margar frábærar hugmyndir og lausnir, sem snúast um þær áskoranir sem allur heimurinn stendur frammi fyrir í dag. Ein hugmyndin var stofnun framtíðarráðuneytis. Kannski liggur lausnin einmitt þar – í ráðuneyti framtíðar sem vinnur að framtíðarlausnum samfélagsins þvert á önnur ráðuneyti með hönnun, hugvit, nýsköpun, umhverfi, gæði, endingu og ný störf að leiðarljósi? Höfundur er arkitekt og formaður stjórnar Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun