„Ég þekki þessa hluti, þetta eru ekki manneskjur“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. september 2021 17:01 Goran Kristján var harðorður í garð sakborninga, þar á meðal Angjelins Sterkaj. Vísir/Vilhelm Góðvinur og samstarfsmaður Armando Beqirai var harðorður í garð sakborninga í Rauðagerðismálinu svokallaða þegar hann bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann sagði sakborningana fjóra ekki manneskjur heldur hluti. „Ég þekki alla þessa hluti, þetta eru ekki manneskjur,“ sagði Goran Kristján Stojanovic, góðvinur Armandos, sem var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði 13. febrúar síðastliðinn. Þriðji dagur aðalmeðferðar málsins fór fram í dag en vitnaleiðslum lauk laust eftir klukkan þrjú. Aðalmeðferð málsins heldur áfram á morgun, þegar vitnaleiðslum lýkur. Fjórir eru ákærðir fyrir manndráp í Rauðagerði. Angjelin Sterkaj er sakaður um að hafa skotið Armando Beqirai til bana, sem hann hefur játað en ber fyrir sig sjálfsvörn. Shpetim Qerimi, Murat Selivrada og Claudia Sofia Coelho Carvalho eru sömuleiðis ákærð hvert fyrir sinn þátt sem leiddi til þess að Armando var banað. Ekki eiginlegar hótanir milli Armando og Angjelin heldur venjuleg samskipti Albana Goran lýsti því í dag að hann hafi vitað af hótunum sem gengu á milli Armanado og Angjelin. Hann vill þó meina að um eiginlegar hótanir hafi ekki verið að ræða, svona gangi samskipti milli Albana einfaldlega fyrir sig. Armando hafi ekki verið ósáttur við Angjelin út af neinu. Aðspurður sagðist hann þekkja til Antons Kristins Þórarinssonar, sem var handtekinn í tengslum við málið í febrúar, settur í gæsluvarðhald en var ekki á meðal þeirra sem ákærðir voru í málinu. Hann hafi oft hitt Anton niðri í miðbæ, þar sem Anton hafi reglulega skemmt sér á skemmtistöðum þar sem Goran, Armando og félagar sinntu dyravörslu. „Við eigum sameiginlega vini en við erum ekki vinir. Við erum ekki óvinir, það er ekkert vesen á milli okkar,“ sagði Goran. Sagðist ekki kannast við sekt sem hann átti að hafa lagt á Anton Kristinn Angjelin sagði fyrir dómi á mánudag að Goran og Armando hafi farið fram á „sekt“ á Anton. Þeir hafi hvor um sig viljað 25 milljónir frá Antoni Kristni. Goran tók fyrir þetta í dag og sagðist ekkert kannast við þetta. Anton bar á sama veg þegar hann mætti fyrir dóm í dag. Aðspurður um það hvort Goran hafi vitað af því að Anton Kristinn hafi verið upplýsingagjafi fyrir lögreglu, sem greint var frá fyrr á þessu ári, sagði Goran það ekki hafa komið honum á óvart. Goran lýsti því jafnframt að hann hafi orðið vitni að símtali milli Armando og Angjelin á fimmtudagskvöldinu fyrir árásina. Samtalið hafi verið á albönsku og hann hafi því ekkert skilið. Nokkrum dögum síðar hafi hann fengið að vita það að Angjelin hafi hótað Armando lífláti, að hann myndi setja margar kúlur í magann á honum. Aðalmeðferð í málinu heldur áfram á morgun þegar skýrslutöku lýkur. Málflutningur mun fara fram í næstu viku. Morð í Rauðagerði Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Ellen segir fjölskyldunni sundrað vegna Rauðagerðismálsins Ellen Egilsdóttir, eiginkona Antons Kristins Þórarinssonar, sagði fyrir dómi í dag að fjölskyldu hennar hefði verið sundrað í tengslum við Rauðagerðismálið. 15. september 2021 15:12 Anton Kristinn segir ekkert til í fullyrðingu um 50 milljóna króna sekt Anton Kristinn Þórarinsson segir ekki eiga við rök að styðjast að aðilar í undirheimum hafi ætlað að sekta hann um tugi milljóna króna. Hann þvertekur fyrir að hafa vitað af fyrirætlunum Angjelin Sterkaj um að gera Armando Beqirai mein. Hefði hann vitað það hefði hann tekið fyrir það. 15. september 2021 14:34 Óku 300 kílómetra norður í land með föt og bíl fyrir Angjelin og Claudiu Rúmenskt par sem bjó við hliðina á Angjelin Sterkaj og Claudiu Sofiu Coelho Carvalho í Brautarholti 4 segja að Angjelin Sterkaj hafi oft verið með skotvopn heima hjá sér. Parið ók norður í land með bíl og föt fyrir Angjelin og Claudiu eftir að Armando Beqirai var ráðinn bani í Rauðagerði rétt fyrir miðnætti laugardagskvöldið 13. febrúar. 15. september 2021 12:12 Atlagan í Rauðagerði tók innan við mínútu Sérfræðingur í að vinna myndefni kom fyrir dóminn í Rauðagerðismálinu í dag og útskýrði hvernig hann hefði notað upplýsingar úr ólíkum áttum, svo sem eftirlitsmyndavélum og farsímagögn, til að búa til myndband sem sýnir atburðarásina laugardagskvöldið 13. febrúar þegar Armando Beqirai var ráðinn bani við heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík. 14. september 2021 14:20 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Ég þekki alla þessa hluti, þetta eru ekki manneskjur,“ sagði Goran Kristján Stojanovic, góðvinur Armandos, sem var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði 13. febrúar síðastliðinn. Þriðji dagur aðalmeðferðar málsins fór fram í dag en vitnaleiðslum lauk laust eftir klukkan þrjú. Aðalmeðferð málsins heldur áfram á morgun, þegar vitnaleiðslum lýkur. Fjórir eru ákærðir fyrir manndráp í Rauðagerði. Angjelin Sterkaj er sakaður um að hafa skotið Armando Beqirai til bana, sem hann hefur játað en ber fyrir sig sjálfsvörn. Shpetim Qerimi, Murat Selivrada og Claudia Sofia Coelho Carvalho eru sömuleiðis ákærð hvert fyrir sinn þátt sem leiddi til þess að Armando var banað. Ekki eiginlegar hótanir milli Armando og Angjelin heldur venjuleg samskipti Albana Goran lýsti því í dag að hann hafi vitað af hótunum sem gengu á milli Armanado og Angjelin. Hann vill þó meina að um eiginlegar hótanir hafi ekki verið að ræða, svona gangi samskipti milli Albana einfaldlega fyrir sig. Armando hafi ekki verið ósáttur við Angjelin út af neinu. Aðspurður sagðist hann þekkja til Antons Kristins Þórarinssonar, sem var handtekinn í tengslum við málið í febrúar, settur í gæsluvarðhald en var ekki á meðal þeirra sem ákærðir voru í málinu. Hann hafi oft hitt Anton niðri í miðbæ, þar sem Anton hafi reglulega skemmt sér á skemmtistöðum þar sem Goran, Armando og félagar sinntu dyravörslu. „Við eigum sameiginlega vini en við erum ekki vinir. Við erum ekki óvinir, það er ekkert vesen á milli okkar,“ sagði Goran. Sagðist ekki kannast við sekt sem hann átti að hafa lagt á Anton Kristinn Angjelin sagði fyrir dómi á mánudag að Goran og Armando hafi farið fram á „sekt“ á Anton. Þeir hafi hvor um sig viljað 25 milljónir frá Antoni Kristni. Goran tók fyrir þetta í dag og sagðist ekkert kannast við þetta. Anton bar á sama veg þegar hann mætti fyrir dóm í dag. Aðspurður um það hvort Goran hafi vitað af því að Anton Kristinn hafi verið upplýsingagjafi fyrir lögreglu, sem greint var frá fyrr á þessu ári, sagði Goran það ekki hafa komið honum á óvart. Goran lýsti því jafnframt að hann hafi orðið vitni að símtali milli Armando og Angjelin á fimmtudagskvöldinu fyrir árásina. Samtalið hafi verið á albönsku og hann hafi því ekkert skilið. Nokkrum dögum síðar hafi hann fengið að vita það að Angjelin hafi hótað Armando lífláti, að hann myndi setja margar kúlur í magann á honum. Aðalmeðferð í málinu heldur áfram á morgun þegar skýrslutöku lýkur. Málflutningur mun fara fram í næstu viku.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Ellen segir fjölskyldunni sundrað vegna Rauðagerðismálsins Ellen Egilsdóttir, eiginkona Antons Kristins Þórarinssonar, sagði fyrir dómi í dag að fjölskyldu hennar hefði verið sundrað í tengslum við Rauðagerðismálið. 15. september 2021 15:12 Anton Kristinn segir ekkert til í fullyrðingu um 50 milljóna króna sekt Anton Kristinn Þórarinsson segir ekki eiga við rök að styðjast að aðilar í undirheimum hafi ætlað að sekta hann um tugi milljóna króna. Hann þvertekur fyrir að hafa vitað af fyrirætlunum Angjelin Sterkaj um að gera Armando Beqirai mein. Hefði hann vitað það hefði hann tekið fyrir það. 15. september 2021 14:34 Óku 300 kílómetra norður í land með föt og bíl fyrir Angjelin og Claudiu Rúmenskt par sem bjó við hliðina á Angjelin Sterkaj og Claudiu Sofiu Coelho Carvalho í Brautarholti 4 segja að Angjelin Sterkaj hafi oft verið með skotvopn heima hjá sér. Parið ók norður í land með bíl og föt fyrir Angjelin og Claudiu eftir að Armando Beqirai var ráðinn bani í Rauðagerði rétt fyrir miðnætti laugardagskvöldið 13. febrúar. 15. september 2021 12:12 Atlagan í Rauðagerði tók innan við mínútu Sérfræðingur í að vinna myndefni kom fyrir dóminn í Rauðagerðismálinu í dag og útskýrði hvernig hann hefði notað upplýsingar úr ólíkum áttum, svo sem eftirlitsmyndavélum og farsímagögn, til að búa til myndband sem sýnir atburðarásina laugardagskvöldið 13. febrúar þegar Armando Beqirai var ráðinn bani við heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík. 14. september 2021 14:20 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Ellen segir fjölskyldunni sundrað vegna Rauðagerðismálsins Ellen Egilsdóttir, eiginkona Antons Kristins Þórarinssonar, sagði fyrir dómi í dag að fjölskyldu hennar hefði verið sundrað í tengslum við Rauðagerðismálið. 15. september 2021 15:12
Anton Kristinn segir ekkert til í fullyrðingu um 50 milljóna króna sekt Anton Kristinn Þórarinsson segir ekki eiga við rök að styðjast að aðilar í undirheimum hafi ætlað að sekta hann um tugi milljóna króna. Hann þvertekur fyrir að hafa vitað af fyrirætlunum Angjelin Sterkaj um að gera Armando Beqirai mein. Hefði hann vitað það hefði hann tekið fyrir það. 15. september 2021 14:34
Óku 300 kílómetra norður í land með föt og bíl fyrir Angjelin og Claudiu Rúmenskt par sem bjó við hliðina á Angjelin Sterkaj og Claudiu Sofiu Coelho Carvalho í Brautarholti 4 segja að Angjelin Sterkaj hafi oft verið með skotvopn heima hjá sér. Parið ók norður í land með bíl og föt fyrir Angjelin og Claudiu eftir að Armando Beqirai var ráðinn bani í Rauðagerði rétt fyrir miðnætti laugardagskvöldið 13. febrúar. 15. september 2021 12:12
Atlagan í Rauðagerði tók innan við mínútu Sérfræðingur í að vinna myndefni kom fyrir dóminn í Rauðagerðismálinu í dag og útskýrði hvernig hann hefði notað upplýsingar úr ólíkum áttum, svo sem eftirlitsmyndavélum og farsímagögn, til að búa til myndband sem sýnir atburðarásina laugardagskvöldið 13. febrúar þegar Armando Beqirai var ráðinn bani við heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík. 14. september 2021 14:20