Anton Kristinn segir ekkert til í fullyrðingu um 50 milljóna króna sekt Birgir Olgeirsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 15. september 2021 14:34 Anton Kristinn Þórarinsson sagði það hafa verið einungis orðróm að vinna ætti honum mein vegna máls sem tengist upplýsingagjöf til lögreglu. vísir Anton Kristinn Þórarinsson segir ekki eiga við rök að styðjast að aðilar í undirheimum hafi ætlað að sekta hann um tugi milljóna króna. Hann þvertekur fyrir að hafa vitað af fyrirætlunum Angjelin Sterkaj um að gera Armando Beqirai mein. Hefði hann vitað það hefði hann tekið fyrir það. Við aðalmeðferð Rauðagerðismálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sagði Anton það hefði ekki átt við rök að styðjast að Armando Beqirai og félagi hans Goran Kristján Stojanovic hafi sett á hann sekt sem hljóðaði samtals upp á 50 milljónir króna. Angjelin Sterkaj, sem hefur játað að hafa skotið Armando til bana í Rauðagerði í febrúar síðastliðnum, sagði við aðalmeðferð málsins á mánudag að Armando og Goran hefðu viljað 25 milljónir hvor frá Antoni. Angjelin sagði Armando og Goran hafa beðið sig um að taka börn Antons Kristins til að setja pressu á hann að greiða sektina. Angjelin sagðist hafa neitað því og þá hafi upphafist miklar deilur sem enduðu með því að Angjelin skaut Armando níu sinnum með skammbyssu með hljóðdeyfi við heimili Armando í Rauðagerði laugardagskvöldið 13. febrúar síðastliðinn. Kolbrún Benediktssdóttir, varahéraðssaksóknari sem sækir málið, spurði Anton Kristinn hvort eitthvað væri til í þessu að Armando og Goran hafi ætlað að setja sekt á Anton. „Ég tjekkaði á því. Það reyndist ekki eiga við rök að styðjast,“ svaraði Anton. Hann sagði að Angjelin hefði verið náinn vinur sinn og hann hefði kannast lítillega við Armando. Kolbrún spurði Anton hvort hann hefði eitthvað haft með árásina á Armando að gera. „Nei, hefði ég vitað þetta hefði ég tekið fyrir að þetta yrði gert,“ svaraði Anton. Anton sagðist fyrir morðið hafa fengið símtal frá Goran sem hafi beðið hann um að losa sig við Angjelin vegna deilna þeirra á milli sem Anton kannaðist ekki við. Anton Kristinn Þórarinsson ásamt eiginkonu sinni Ellen Egilsdóttur á leið í dómsal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.Vísir Af gögnum í máli lögreglufulltrúa sem lekið var á Internetið í upphafi árs, og mikið var fjallað um í fjölmiðlum kom fram að Anton Kristinn hafi um tíma verið uppljóstrari hjá lögreglu. Kolbrún spurði hvort Anton hafi orðið fyrir aðkasti eða hótunum vegna þess. „Nei, það var orðrómur um það,“ svaraði Anton. Spurður hvort hann hafi gripið til ráðstafana svaraði Anton því neitandi en nefndi að hann hefði fengið vini til landsins sem hann reddaði störfum í byggingarvinnu. Kolbrún spurði hvort rétt væri að Goran og Armando hafi ætlað að gera Antoni eitthvað vegna upplýsingagjafarinnar. „Það var orðrómur löngu á undan en staðreyndin er sú að það var ekki,“ svaraði Anton en hann sagðist hafa heyrt slíkar sögusagnir frá Angjelin. Hann sagðist ekki hafa vitað af því að Angjelin ætti byssuna eða hvernig hann hefði komist yfir hana. Anton kvaðst aldrei hafa séð téða byssu né komið við hana. Ellen Egilsdóttir, eiginkona Antons, gaf skýrslu fyrir dómi að loknum vitnisburði Antons. Áfram verður fjallað um málið á Vísi. Morð í Rauðagerði Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira
Við aðalmeðferð Rauðagerðismálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sagði Anton það hefði ekki átt við rök að styðjast að Armando Beqirai og félagi hans Goran Kristján Stojanovic hafi sett á hann sekt sem hljóðaði samtals upp á 50 milljónir króna. Angjelin Sterkaj, sem hefur játað að hafa skotið Armando til bana í Rauðagerði í febrúar síðastliðnum, sagði við aðalmeðferð málsins á mánudag að Armando og Goran hefðu viljað 25 milljónir hvor frá Antoni. Angjelin sagði Armando og Goran hafa beðið sig um að taka börn Antons Kristins til að setja pressu á hann að greiða sektina. Angjelin sagðist hafa neitað því og þá hafi upphafist miklar deilur sem enduðu með því að Angjelin skaut Armando níu sinnum með skammbyssu með hljóðdeyfi við heimili Armando í Rauðagerði laugardagskvöldið 13. febrúar síðastliðinn. Kolbrún Benediktssdóttir, varahéraðssaksóknari sem sækir málið, spurði Anton Kristinn hvort eitthvað væri til í þessu að Armando og Goran hafi ætlað að setja sekt á Anton. „Ég tjekkaði á því. Það reyndist ekki eiga við rök að styðjast,“ svaraði Anton. Hann sagði að Angjelin hefði verið náinn vinur sinn og hann hefði kannast lítillega við Armando. Kolbrún spurði Anton hvort hann hefði eitthvað haft með árásina á Armando að gera. „Nei, hefði ég vitað þetta hefði ég tekið fyrir að þetta yrði gert,“ svaraði Anton. Anton sagðist fyrir morðið hafa fengið símtal frá Goran sem hafi beðið hann um að losa sig við Angjelin vegna deilna þeirra á milli sem Anton kannaðist ekki við. Anton Kristinn Þórarinsson ásamt eiginkonu sinni Ellen Egilsdóttur á leið í dómsal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.Vísir Af gögnum í máli lögreglufulltrúa sem lekið var á Internetið í upphafi árs, og mikið var fjallað um í fjölmiðlum kom fram að Anton Kristinn hafi um tíma verið uppljóstrari hjá lögreglu. Kolbrún spurði hvort Anton hafi orðið fyrir aðkasti eða hótunum vegna þess. „Nei, það var orðrómur um það,“ svaraði Anton. Spurður hvort hann hafi gripið til ráðstafana svaraði Anton því neitandi en nefndi að hann hefði fengið vini til landsins sem hann reddaði störfum í byggingarvinnu. Kolbrún spurði hvort rétt væri að Goran og Armando hafi ætlað að gera Antoni eitthvað vegna upplýsingagjafarinnar. „Það var orðrómur löngu á undan en staðreyndin er sú að það var ekki,“ svaraði Anton en hann sagðist hafa heyrt slíkar sögusagnir frá Angjelin. Hann sagðist ekki hafa vitað af því að Angjelin ætti byssuna eða hvernig hann hefði komist yfir hana. Anton kvaðst aldrei hafa séð téða byssu né komið við hana. Ellen Egilsdóttir, eiginkona Antons, gaf skýrslu fyrir dómi að loknum vitnisburði Antons. Áfram verður fjallað um málið á Vísi.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira