Hver ferðamaður eyðir þrisvar sinnum meira en áður Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. september 2021 13:01 Bjarnheiður Hallsdóttir formaður SAF segir ánægjulegt að ferðamenn bæði dvelja lengur og eyða meiru en áður hér á landi. Vísir Tekjur af erlendum ferðamönnum voru þrefalt hærri á öðrum ársfjórðungi samanborið við sama tíma í fyrra. Formaður SAF segir afar ánægjulegt að sjá að ferðamenn séu að dvelja lengur hér á landi og eyða meiru en áður. Tekjur af erlendum ferðamönnum á öðrum ársfjórðungi 2021 námu 30 milljörðum króna samanborið við 7,8 milljarða á sama tímabili árið á undan. Hagstofa Íslands birti skammtímahagvísa ferðaþjónustu í september í dag. Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustu segir tölurnar en njákvæðari sé horft til ársins 2019. „Við sjáum að þeir ferðamenn sem hafa komið til okkar á þessu ári eru að eyða þrefalt meira en árið 2019. Þetta eru einkum Bandaríkjamenn, Bretar og Ísraelar sem eru það sem hefur verið kallað verðmætir ferðamenn. Þeir virðast nú hafa dvalið lengur hér á landi og keypt enn meira en áður. Þetta er í samræmi við opinbera stefnu í ferðaþjónustu sem er að einblína ekki á fjölda ferðamanna heldur á verðmæti þeirra,“ segir Bjarnheiður. Fyrsta ferðin eftir faraldur gæti haft áhrif Bjarnheiður telur að ferðamenn gætu verið að gera betur við sig en áður þar sem mögulega sé um að ræða fyrsta ferðalagið eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. „Það verður líka að taka tillit til gengisáhrifa en krónan er t.d. töluvert veikari núna en árið 2019, en krónan hefur veruleg áhrif á eyðslu ferðamanna,“ segir Bjarnheiður. Hún segir erfitt að meta hvernig framhaldið verður í ferðaþjónustunni, margar breytur spili þar inn í. „Það er áhugavert að velta fyrir sér hvort að þessi áhrif séu komin til að vera þ.e. að hingað komi ferðamenn sem dvelji lengur og eyði meiru en áður. Það er hins vegar enn mikil óvissa í kortunum. Við erum ennþá með harðar aðgerðir á landamærum og enn harðari en mörg lönd í Evrópu. Þannig að við sjáum ekki mjög langt fram í tímann. Við höfum fengið fregnir af því að flugfélög hafi verið að afbóka tíma á Keflavíkurflugvelli vegna aðgerðanna. Það er því ómögulegt að segja til um hvernig næstu mánuðir þróast en við bindum vonir við að það verði aflétt á landamærum. Það verður að gerast svo ferðaþjónustan fari almennilega í gang,“ segir Bjarnheiður. 76% samdráttur milli ára Í tölum Hagstofunnar kemur einnig fram verulegur samdráttur vegna kórónuveirufaraldursins en á tólf mánaða tímabili frá júlí 2020 til júní 2021 voru tekjur af erlendum ferðamönnum tæplega áttatíu milljarðar króna samanborið við 333 milljarða á tólf mánaða tímabili ári fyrr. Þetta gerir um 76% samdrátt „Þetta er svipaður samdráttur og við vorum búin að gera ráð fyrir og ekkert sem kemur á óvart þarna,“ segir Bjarnheiður. Í ágúst voru 172.415 brottfarir farþega frá Keflavíkurflugvelli eða um hundrað þúsund fleiri en á sama tíma í fyrra. Áætlaðar gistinætur á hótelum í ágúst voru um 413 þúsund eða tæplega þrefalt fleiri en í fyrra. Gistinætur Íslendinga voru 65.500, eða helmingi færri en í ágúst 2020. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Tekjur af erlendum ferðamönnum á öðrum ársfjórðungi 2021 námu 30 milljörðum króna samanborið við 7,8 milljarða á sama tímabili árið á undan. Hagstofa Íslands birti skammtímahagvísa ferðaþjónustu í september í dag. Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustu segir tölurnar en njákvæðari sé horft til ársins 2019. „Við sjáum að þeir ferðamenn sem hafa komið til okkar á þessu ári eru að eyða þrefalt meira en árið 2019. Þetta eru einkum Bandaríkjamenn, Bretar og Ísraelar sem eru það sem hefur verið kallað verðmætir ferðamenn. Þeir virðast nú hafa dvalið lengur hér á landi og keypt enn meira en áður. Þetta er í samræmi við opinbera stefnu í ferðaþjónustu sem er að einblína ekki á fjölda ferðamanna heldur á verðmæti þeirra,“ segir Bjarnheiður. Fyrsta ferðin eftir faraldur gæti haft áhrif Bjarnheiður telur að ferðamenn gætu verið að gera betur við sig en áður þar sem mögulega sé um að ræða fyrsta ferðalagið eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. „Það verður líka að taka tillit til gengisáhrifa en krónan er t.d. töluvert veikari núna en árið 2019, en krónan hefur veruleg áhrif á eyðslu ferðamanna,“ segir Bjarnheiður. Hún segir erfitt að meta hvernig framhaldið verður í ferðaþjónustunni, margar breytur spili þar inn í. „Það er áhugavert að velta fyrir sér hvort að þessi áhrif séu komin til að vera þ.e. að hingað komi ferðamenn sem dvelji lengur og eyði meiru en áður. Það er hins vegar enn mikil óvissa í kortunum. Við erum ennþá með harðar aðgerðir á landamærum og enn harðari en mörg lönd í Evrópu. Þannig að við sjáum ekki mjög langt fram í tímann. Við höfum fengið fregnir af því að flugfélög hafi verið að afbóka tíma á Keflavíkurflugvelli vegna aðgerðanna. Það er því ómögulegt að segja til um hvernig næstu mánuðir þróast en við bindum vonir við að það verði aflétt á landamærum. Það verður að gerast svo ferðaþjónustan fari almennilega í gang,“ segir Bjarnheiður. 76% samdráttur milli ára Í tölum Hagstofunnar kemur einnig fram verulegur samdráttur vegna kórónuveirufaraldursins en á tólf mánaða tímabili frá júlí 2020 til júní 2021 voru tekjur af erlendum ferðamönnum tæplega áttatíu milljarðar króna samanborið við 333 milljarða á tólf mánaða tímabili ári fyrr. Þetta gerir um 76% samdrátt „Þetta er svipaður samdráttur og við vorum búin að gera ráð fyrir og ekkert sem kemur á óvart þarna,“ segir Bjarnheiður. Í ágúst voru 172.415 brottfarir farþega frá Keflavíkurflugvelli eða um hundrað þúsund fleiri en á sama tíma í fyrra. Áætlaðar gistinætur á hótelum í ágúst voru um 413 þúsund eða tæplega þrefalt fleiri en í fyrra. Gistinætur Íslendinga voru 65.500, eða helmingi færri en í ágúst 2020.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira