Hættur að styðja ríkisstjórnina ef það væri ekki svona stutt í kosningar Eiður Þór Árnason skrifar 14. september 2021 16:30 Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra eru ekki á eitt sammála í umhverfismálum. Samsett Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ósáttur með að umhverfisráðherra friðlýsi svæði hægri vinstri á meðan þing er í fríi. Við aðrar kringumstæður væri hann hættur stuðningi við ríkisstjórnina. Þingmaðurinn gerði friðlýsingar Guðmundar Inga Guðbrandssonar að umfjöllunarefni í Facebook-hópnum Örlítill grenjandi minnihluti á dögunum og hafnaði því með öllu að þær væru framkvæmdar með samþykki sjálfstæðismanna. Þar rifjar Jón upp grein frá því í maí í fyrra sem hann skrifaði í tengslum við friðlýsingu umhverfisráðherra á vatnasviði Jökulsár á Fjöllum. „Þar lýsi ég því yfir að haldi ráðherrann áfram uppteknum hætti, sem hann ætlaði að gera, muni ég og fleiri þingmenn flokksins hætta stuðningi við ríkisstjórnina. Hann er síðan að nota tækifærið núna þegar komið er að kosningum og hótun mín hefur ekkert vægi,“ skrifar Jón í færslunni. Taki því ekki að hætta að styðja ríkisstjórnina skömmu fyrir kosningar Í umræddri grein gagnrýnir þingmaðurinn friðlýsinguna harðlega og fullyrðir að ráðherrann hafi ekki lagagrundvöll til þess að friðlýsa svæðið án aðkomu þingsins. Ljóst er að umhverfisráðherra hefur haldið uppteknum hætti þrátt fyrir hótanir þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Bara frá því í byrjun ágúst hefur Guðmundur stækkað friðlandið í Flatey og í Garðahrauni ásamt því að undirrita friðlýsingu efsta hluta vatnasviðs Hólmsár og Tungnaár. Má þá skilja þetta sem svo að þú sért hættur að styðja ríkisstjórnina í dag? „Ég meina, það tekur því nú ekki úr því sem komið er, í sjálfu sér reynir ekkert á þetta ríkisstjórnarsamstarf núna. Þetta var sett fram á þeim tíma þegar [umhverfisráðherra] fékk fram friðlýsingu sem ég rek í greininni að ég tel ekki að lagastoð sé fyrir,“ segir Jón í samtali við Vísi. „Hann er síðan að nýta tækifærið núna á síðustu dögum þessa kjörtímabils til að leika svolítið sama leikinn og að sama skapi finnst mér það ekki standast lög.“ Gerir athugasemd við tímasetningu ráðherra Jón segir það mikið álitamál að ráðherrar séu að beita slíkum ákvæðum við þessar aðstæður. Jón telur fráleitt að þingið hafi afsalað valdi til umhverfisráðherra svo hann geti kveðið á um friðlýsingarmörk í stórum og veigamiklum málum „samkvæmt sínum geðþóttaákvörðunum.“ „Það er hreinlega kveðið á um það í lögunum í dag að þingið þurfi að fjalla um þessi friðlýsingarmörk þegar það fjallar um rammaáætlun og þetta er eitt af þeim atriðum sem hefur orðið til þess að við höfum ekki komist áfram með áætlunina,“ segir Jón. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur verið iðinn við kolann og undirritaði í lok ágúst friðlýsingu efsta hluta vatnasviðs Hólmsár gegn orkuvinnslu.Stjórnarráðið „Það kemur mér ekkert á óvart að hann sé að grípa inn í þetta núna þegar það skiptir engu máli hvort að það sé í sjálfu sér þingmeirihluti á bakvið þessa ríkisstjórn eða ekki,“ bætir Jón við. En ef við værum á öðrum stað á kjörtímabilinu og þing væri starfrækt, myndir þú þá hugsa þér hætta stuðningi við? — „Jájá, þá hefði ég ekki haldið því áfram. Það er alveg ljóst og ég hefði ekki verið einn í þingliði Sjálfstæðisflokkinn tel ég sem hefðu ekki getað stutt umhverfisráðherra áfram í þeirri vegferð sem um ræðir, það er alveg morgunljóst,“ segir Jón. Semsagt ef þetta væri fyrr á kjörtímabilinu, værir þú þá að tala fyrir því að ríkisstjórnarsamstarfinu yrði slitið? „Ja, ég meina þessi grein mín bara stendur og í henni stendur það sem ég sagði og ég hef ekki breytt skoðun minni í því.“ Jón telur fleiri í þingflokki Sjálfstæðisflokksins vera þessarar sömu skoðunar. „Ég tel það já, því við vorum mörg sammála um það sem skoðuðum þetta að ráðherra væri þarna á einhverri vegferð sem stæðist ekki lagagrundvöll,“ bætir Jón við. Áframhaldandi stjórnarsamstarf kalli á áherslubreytingar Aðspurður um það hvort hann myndi styðja áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar eftir komandi kosningar vísar Jón í orð Bjarna Benediktssonar. „Þar stendur bara það sem formaðurinn hefur sagt, við förum alveg opin inn í þessar kosningar gagnvart því með hvaða flokkum við störfum.“ „Þetta hefur svosem ekkert með það að gera en það er alveg ljóst að ef þetta ríkisstjórnarsamstarf á að vera áfram þá þarf að taka sérstaklega á þessum þætti í stjórnarsáttmálanum.“ Alþingi Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Þingmaðurinn gerði friðlýsingar Guðmundar Inga Guðbrandssonar að umfjöllunarefni í Facebook-hópnum Örlítill grenjandi minnihluti á dögunum og hafnaði því með öllu að þær væru framkvæmdar með samþykki sjálfstæðismanna. Þar rifjar Jón upp grein frá því í maí í fyrra sem hann skrifaði í tengslum við friðlýsingu umhverfisráðherra á vatnasviði Jökulsár á Fjöllum. „Þar lýsi ég því yfir að haldi ráðherrann áfram uppteknum hætti, sem hann ætlaði að gera, muni ég og fleiri þingmenn flokksins hætta stuðningi við ríkisstjórnina. Hann er síðan að nota tækifærið núna þegar komið er að kosningum og hótun mín hefur ekkert vægi,“ skrifar Jón í færslunni. Taki því ekki að hætta að styðja ríkisstjórnina skömmu fyrir kosningar Í umræddri grein gagnrýnir þingmaðurinn friðlýsinguna harðlega og fullyrðir að ráðherrann hafi ekki lagagrundvöll til þess að friðlýsa svæðið án aðkomu þingsins. Ljóst er að umhverfisráðherra hefur haldið uppteknum hætti þrátt fyrir hótanir þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Bara frá því í byrjun ágúst hefur Guðmundur stækkað friðlandið í Flatey og í Garðahrauni ásamt því að undirrita friðlýsingu efsta hluta vatnasviðs Hólmsár og Tungnaár. Má þá skilja þetta sem svo að þú sért hættur að styðja ríkisstjórnina í dag? „Ég meina, það tekur því nú ekki úr því sem komið er, í sjálfu sér reynir ekkert á þetta ríkisstjórnarsamstarf núna. Þetta var sett fram á þeim tíma þegar [umhverfisráðherra] fékk fram friðlýsingu sem ég rek í greininni að ég tel ekki að lagastoð sé fyrir,“ segir Jón í samtali við Vísi. „Hann er síðan að nýta tækifærið núna á síðustu dögum þessa kjörtímabils til að leika svolítið sama leikinn og að sama skapi finnst mér það ekki standast lög.“ Gerir athugasemd við tímasetningu ráðherra Jón segir það mikið álitamál að ráðherrar séu að beita slíkum ákvæðum við þessar aðstæður. Jón telur fráleitt að þingið hafi afsalað valdi til umhverfisráðherra svo hann geti kveðið á um friðlýsingarmörk í stórum og veigamiklum málum „samkvæmt sínum geðþóttaákvörðunum.“ „Það er hreinlega kveðið á um það í lögunum í dag að þingið þurfi að fjalla um þessi friðlýsingarmörk þegar það fjallar um rammaáætlun og þetta er eitt af þeim atriðum sem hefur orðið til þess að við höfum ekki komist áfram með áætlunina,“ segir Jón. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur verið iðinn við kolann og undirritaði í lok ágúst friðlýsingu efsta hluta vatnasviðs Hólmsár gegn orkuvinnslu.Stjórnarráðið „Það kemur mér ekkert á óvart að hann sé að grípa inn í þetta núna þegar það skiptir engu máli hvort að það sé í sjálfu sér þingmeirihluti á bakvið þessa ríkisstjórn eða ekki,“ bætir Jón við. En ef við værum á öðrum stað á kjörtímabilinu og þing væri starfrækt, myndir þú þá hugsa þér hætta stuðningi við? — „Jájá, þá hefði ég ekki haldið því áfram. Það er alveg ljóst og ég hefði ekki verið einn í þingliði Sjálfstæðisflokkinn tel ég sem hefðu ekki getað stutt umhverfisráðherra áfram í þeirri vegferð sem um ræðir, það er alveg morgunljóst,“ segir Jón. Semsagt ef þetta væri fyrr á kjörtímabilinu, værir þú þá að tala fyrir því að ríkisstjórnarsamstarfinu yrði slitið? „Ja, ég meina þessi grein mín bara stendur og í henni stendur það sem ég sagði og ég hef ekki breytt skoðun minni í því.“ Jón telur fleiri í þingflokki Sjálfstæðisflokksins vera þessarar sömu skoðunar. „Ég tel það já, því við vorum mörg sammála um það sem skoðuðum þetta að ráðherra væri þarna á einhverri vegferð sem stæðist ekki lagagrundvöll,“ bætir Jón við. Áframhaldandi stjórnarsamstarf kalli á áherslubreytingar Aðspurður um það hvort hann myndi styðja áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar eftir komandi kosningar vísar Jón í orð Bjarna Benediktssonar. „Þar stendur bara það sem formaðurinn hefur sagt, við förum alveg opin inn í þessar kosningar gagnvart því með hvaða flokkum við störfum.“ „Þetta hefur svosem ekkert með það að gera en það er alveg ljóst að ef þetta ríkisstjórnarsamstarf á að vera áfram þá þarf að taka sérstaklega á þessum þætti í stjórnarsáttmálanum.“
Alþingi Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira