Steinunn Ólína snýr aftur í sjónvarp eftir tuttugu ára fjarveru Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Elma Rut Valtýsdóttir skrifa 14. september 2021 17:53 Steinunn Ólína snýr aftur í sjónvarp Vísir/Vilhelm Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er væntanleg aftur á skjá landsmanna en hún er ein þáttastjórnanda fjölskylduþáttarins Stóra sviðið sem sýndur verður á Stöð 2 í vetur. Stóra sviðið er nýr fjölskylduþáttur þar sem skemmtun og afþreying eru í aðalhlutverki. Steinunn Ólína leggur fyrir þá Auðunn Blöndal og Steinda Jr., fyndnar og fjölbreyttar áskoranir. Tökur hefjast í kvöld og hvílir mikil leynd yfir umgjörðinni allri. Auðunn í undirbúningi fyrir tökur í dag.Vísir/Vilhelm „Þetta er náttúrlega bara alveg ferlega gaman og mikill heiður fyrir mig að fá að vinna með þeim strákum, Auðunni Blöndal og Steinda. Ég bara held að þetta geti orðið alveg rosalega skemmtilegt hjá okkur,“ segir Steinunn Ólína í samtali við Vísi. Hún segir að ástæðan fyrir því að hún ákvað að snúa aftur í sjónvarpið eftir tveggja áratuga fjarveru, sé að hún vildi vinna með Auðunni og Steinda. „Ég kynntist Auðunni svolítið þegar við vorum að leika í saman í Leynilöggunni sem hann Hannes var að leikstýra og ég hef auðvitað fylgst með þeim og þeir eru frábærir grínarar báðir tveir og þetta var bara félagsskapur sem ég var viss um að ég var viss um að ég hefði gaman af því að vera í,“ útskýrir Steinunn Ólína. „Ég ber mikla virðingu fyrir þeim og mér sýnist þeir umbera mig þótt ég sé svona einhver miðaldra kona.“ Hún segir að Auðunn sé frábær leikari og Steindi reyndur grínari og svo fínasti leikari líka. Leynilöggan heppnaðist vel og Steinunn Ólína segir að þetta samstarf fari vel af stað. „Við erum náttúrlega bara að fara í gang með þessa þætti og ennþá eru engir árekstrar og bara samstarfið gengur vel.“ Steinunn Ólína í förðun og greiðslu fyrir upptökurnar í dag.Vísir/Vilhelm Í hverjum þætti fá þeir til sín þjóðþekkta einstaklinga sem aðstoða þá við að leysa þessar þrautir eftir sinni bestu getu. Áskoranirnar eru allt frá kvikmyndagerð yfir í rómantík og þurfa þeir að leggja allt sitt í sölurnar til að vinna hylli áhorfenda sem síðan kjósa sigurvegara hvers þáttar fyrir sig. „Ég held að þetta verði bara alveg frábær þáttur fyrir alla fjölskylduna og þarna eru þeir að þreyta alls konar þrautir og leysa alls konar verkefni og þeim er mikið í mun að vera teknir alvarlega sem listamenn þannig þeir fá alls konar listræn verkefni til þess að leysa. Ég get lofað þér því að útkoman verður skemmtileg. Við fáum náttúrlega til okkar fullt af landsþekktu fólki til þess að taka þátt í þessum listrænu verkefnum með Auðunni og Steinda, bæði landsþekktir söngvarar og leikarar og grínarar. Ég er bara mjög vongóð,“ segir Steinunn Ólína að lokum. Allt að verða klárt fyrir Stóra sviðið. Steindi og Steinunn Ólína fara yfir málin.Vísir/Vilhelm Bíó og sjónvarp Stóra sviðið Mest lesið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira
Stóra sviðið er nýr fjölskylduþáttur þar sem skemmtun og afþreying eru í aðalhlutverki. Steinunn Ólína leggur fyrir þá Auðunn Blöndal og Steinda Jr., fyndnar og fjölbreyttar áskoranir. Tökur hefjast í kvöld og hvílir mikil leynd yfir umgjörðinni allri. Auðunn í undirbúningi fyrir tökur í dag.Vísir/Vilhelm „Þetta er náttúrlega bara alveg ferlega gaman og mikill heiður fyrir mig að fá að vinna með þeim strákum, Auðunni Blöndal og Steinda. Ég bara held að þetta geti orðið alveg rosalega skemmtilegt hjá okkur,“ segir Steinunn Ólína í samtali við Vísi. Hún segir að ástæðan fyrir því að hún ákvað að snúa aftur í sjónvarpið eftir tveggja áratuga fjarveru, sé að hún vildi vinna með Auðunni og Steinda. „Ég kynntist Auðunni svolítið þegar við vorum að leika í saman í Leynilöggunni sem hann Hannes var að leikstýra og ég hef auðvitað fylgst með þeim og þeir eru frábærir grínarar báðir tveir og þetta var bara félagsskapur sem ég var viss um að ég var viss um að ég hefði gaman af því að vera í,“ útskýrir Steinunn Ólína. „Ég ber mikla virðingu fyrir þeim og mér sýnist þeir umbera mig þótt ég sé svona einhver miðaldra kona.“ Hún segir að Auðunn sé frábær leikari og Steindi reyndur grínari og svo fínasti leikari líka. Leynilöggan heppnaðist vel og Steinunn Ólína segir að þetta samstarf fari vel af stað. „Við erum náttúrlega bara að fara í gang með þessa þætti og ennþá eru engir árekstrar og bara samstarfið gengur vel.“ Steinunn Ólína í förðun og greiðslu fyrir upptökurnar í dag.Vísir/Vilhelm Í hverjum þætti fá þeir til sín þjóðþekkta einstaklinga sem aðstoða þá við að leysa þessar þrautir eftir sinni bestu getu. Áskoranirnar eru allt frá kvikmyndagerð yfir í rómantík og þurfa þeir að leggja allt sitt í sölurnar til að vinna hylli áhorfenda sem síðan kjósa sigurvegara hvers þáttar fyrir sig. „Ég held að þetta verði bara alveg frábær þáttur fyrir alla fjölskylduna og þarna eru þeir að þreyta alls konar þrautir og leysa alls konar verkefni og þeim er mikið í mun að vera teknir alvarlega sem listamenn þannig þeir fá alls konar listræn verkefni til þess að leysa. Ég get lofað þér því að útkoman verður skemmtileg. Við fáum náttúrlega til okkar fullt af landsþekktu fólki til þess að taka þátt í þessum listrænu verkefnum með Auðunni og Steinda, bæði landsþekktir söngvarar og leikarar og grínarar. Ég er bara mjög vongóð,“ segir Steinunn Ólína að lokum. Allt að verða klárt fyrir Stóra sviðið. Steindi og Steinunn Ólína fara yfir málin.Vísir/Vilhelm
Bíó og sjónvarp Stóra sviðið Mest lesið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira