Steinunn Ólína snýr aftur í sjónvarp eftir tuttugu ára fjarveru Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Elma Rut Valtýsdóttir skrifa 14. september 2021 17:53 Steinunn Ólína snýr aftur í sjónvarp Vísir/Vilhelm Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er væntanleg aftur á skjá landsmanna en hún er ein þáttastjórnanda fjölskylduþáttarins Stóra sviðið sem sýndur verður á Stöð 2 í vetur. Stóra sviðið er nýr fjölskylduþáttur þar sem skemmtun og afþreying eru í aðalhlutverki. Steinunn Ólína leggur fyrir þá Auðunn Blöndal og Steinda Jr., fyndnar og fjölbreyttar áskoranir. Tökur hefjast í kvöld og hvílir mikil leynd yfir umgjörðinni allri. Auðunn í undirbúningi fyrir tökur í dag.Vísir/Vilhelm „Þetta er náttúrlega bara alveg ferlega gaman og mikill heiður fyrir mig að fá að vinna með þeim strákum, Auðunni Blöndal og Steinda. Ég bara held að þetta geti orðið alveg rosalega skemmtilegt hjá okkur,“ segir Steinunn Ólína í samtali við Vísi. Hún segir að ástæðan fyrir því að hún ákvað að snúa aftur í sjónvarpið eftir tveggja áratuga fjarveru, sé að hún vildi vinna með Auðunni og Steinda. „Ég kynntist Auðunni svolítið þegar við vorum að leika í saman í Leynilöggunni sem hann Hannes var að leikstýra og ég hef auðvitað fylgst með þeim og þeir eru frábærir grínarar báðir tveir og þetta var bara félagsskapur sem ég var viss um að ég var viss um að ég hefði gaman af því að vera í,“ útskýrir Steinunn Ólína. „Ég ber mikla virðingu fyrir þeim og mér sýnist þeir umbera mig þótt ég sé svona einhver miðaldra kona.“ Hún segir að Auðunn sé frábær leikari og Steindi reyndur grínari og svo fínasti leikari líka. Leynilöggan heppnaðist vel og Steinunn Ólína segir að þetta samstarf fari vel af stað. „Við erum náttúrlega bara að fara í gang með þessa þætti og ennþá eru engir árekstrar og bara samstarfið gengur vel.“ Steinunn Ólína í förðun og greiðslu fyrir upptökurnar í dag.Vísir/Vilhelm Í hverjum þætti fá þeir til sín þjóðþekkta einstaklinga sem aðstoða þá við að leysa þessar þrautir eftir sinni bestu getu. Áskoranirnar eru allt frá kvikmyndagerð yfir í rómantík og þurfa þeir að leggja allt sitt í sölurnar til að vinna hylli áhorfenda sem síðan kjósa sigurvegara hvers þáttar fyrir sig. „Ég held að þetta verði bara alveg frábær þáttur fyrir alla fjölskylduna og þarna eru þeir að þreyta alls konar þrautir og leysa alls konar verkefni og þeim er mikið í mun að vera teknir alvarlega sem listamenn þannig þeir fá alls konar listræn verkefni til þess að leysa. Ég get lofað þér því að útkoman verður skemmtileg. Við fáum náttúrlega til okkar fullt af landsþekktu fólki til þess að taka þátt í þessum listrænu verkefnum með Auðunni og Steinda, bæði landsþekktir söngvarar og leikarar og grínarar. Ég er bara mjög vongóð,“ segir Steinunn Ólína að lokum. Allt að verða klárt fyrir Stóra sviðið. Steindi og Steinunn Ólína fara yfir málin.Vísir/Vilhelm Bíó og sjónvarp Stóra sviðið Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið „Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Stóra sviðið er nýr fjölskylduþáttur þar sem skemmtun og afþreying eru í aðalhlutverki. Steinunn Ólína leggur fyrir þá Auðunn Blöndal og Steinda Jr., fyndnar og fjölbreyttar áskoranir. Tökur hefjast í kvöld og hvílir mikil leynd yfir umgjörðinni allri. Auðunn í undirbúningi fyrir tökur í dag.Vísir/Vilhelm „Þetta er náttúrlega bara alveg ferlega gaman og mikill heiður fyrir mig að fá að vinna með þeim strákum, Auðunni Blöndal og Steinda. Ég bara held að þetta geti orðið alveg rosalega skemmtilegt hjá okkur,“ segir Steinunn Ólína í samtali við Vísi. Hún segir að ástæðan fyrir því að hún ákvað að snúa aftur í sjónvarpið eftir tveggja áratuga fjarveru, sé að hún vildi vinna með Auðunni og Steinda. „Ég kynntist Auðunni svolítið þegar við vorum að leika í saman í Leynilöggunni sem hann Hannes var að leikstýra og ég hef auðvitað fylgst með þeim og þeir eru frábærir grínarar báðir tveir og þetta var bara félagsskapur sem ég var viss um að ég var viss um að ég hefði gaman af því að vera í,“ útskýrir Steinunn Ólína. „Ég ber mikla virðingu fyrir þeim og mér sýnist þeir umbera mig þótt ég sé svona einhver miðaldra kona.“ Hún segir að Auðunn sé frábær leikari og Steindi reyndur grínari og svo fínasti leikari líka. Leynilöggan heppnaðist vel og Steinunn Ólína segir að þetta samstarf fari vel af stað. „Við erum náttúrlega bara að fara í gang með þessa þætti og ennþá eru engir árekstrar og bara samstarfið gengur vel.“ Steinunn Ólína í förðun og greiðslu fyrir upptökurnar í dag.Vísir/Vilhelm Í hverjum þætti fá þeir til sín þjóðþekkta einstaklinga sem aðstoða þá við að leysa þessar þrautir eftir sinni bestu getu. Áskoranirnar eru allt frá kvikmyndagerð yfir í rómantík og þurfa þeir að leggja allt sitt í sölurnar til að vinna hylli áhorfenda sem síðan kjósa sigurvegara hvers þáttar fyrir sig. „Ég held að þetta verði bara alveg frábær þáttur fyrir alla fjölskylduna og þarna eru þeir að þreyta alls konar þrautir og leysa alls konar verkefni og þeim er mikið í mun að vera teknir alvarlega sem listamenn þannig þeir fá alls konar listræn verkefni til þess að leysa. Ég get lofað þér því að útkoman verður skemmtileg. Við fáum náttúrlega til okkar fullt af landsþekktu fólki til þess að taka þátt í þessum listrænu verkefnum með Auðunni og Steinda, bæði landsþekktir söngvarar og leikarar og grínarar. Ég er bara mjög vongóð,“ segir Steinunn Ólína að lokum. Allt að verða klárt fyrir Stóra sviðið. Steindi og Steinunn Ólína fara yfir málin.Vísir/Vilhelm
Bíó og sjónvarp Stóra sviðið Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið „Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein