Svanfríður Ingjaldsdóttir tók meðfylgandi mynd á laugardagskvöld. Hún setti myndina á Facebooksíðu sína og spurði hvort fólk sæi þar dreka eða haförn.
Í samtali við fréttastofu segist Svanfríður hafa séð farið var að gjósa aftur af krafti og því hafi hún gert sér ferð niður að Perlu þar sem hún tók myndina út um gluggann á bíl sínum.
Eldgosið hafði verið í ákveðnum dvala í rúma viku þegar það virtist ná sér á fyrra strik á laugardaginn. Í kjölfarið lögðu margir leið sína að að gosstöðvunum en veður hefur þó reynst óhagstætt. Því var leiðinni að gosstöðvunum lokað í gær.