Sport

Solskjær: Allir nýliðar þurfa að kynna sig fyrir liðinu

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Ronaldo og Solskjær
Ronaldo og Solskjær EPA-EFE/PETER POWELL

Ola Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United var mjög sáttur í leikslok eftir 4-1 sigur hans manna á Newcastle í dag. Cristiano Ronaldo byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Manchester United í tólf ár.

Þjálfarinn sagði aðspurður í viðtali eftir leik um framlag Ronaldo að það hefði ekkert komið honum á óvart.

Hann einfaldlega gerir það sem hann gerir, undirbýr sig rétt og kemur öllum öðrum í liðinu í rétt hugarástand. Hann gerir gríðarlegar kröfur en stendur sjálfur undir þeim kröfum sem hann setur á aðra. Hann er miskunarlaus markaskorari sem áttar sig alltaf á því hvenær er möguleiki á að koma boltanum í netið.

Þjálfarinn minntist á að Ronaldo væri í raun nýr leikmaður hjá liðinu og þurfi þess vegna að gera það sem aðrir nýir menn þurfa að gera.

Það er hefð hjá mér að nýir menn þurfa að standa upp og kynna sig fyrir hinum í liðinu. Það er alltaf þannig að nýir leikmenn þurfa að kynna sig fyrir liðinu. Kannski vissu ekki allir hvað hann hét. Hann var fljótur að minna á sig á vellinum samt, hann skilaði sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×