Megi vænta þess að gosið komist í sama gír eftir viku hlé Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. september 2021 15:51 Kvikutaumur hafði brotið sér leið í gegn um gígvegginn í morgun og rann niður með fjallinu. Aðsend/Matthias Vogt Eldfjallafræðingur segir líklegt að eldgosið í Geldingadölum fari að ná sér á fyrra strik eftir að hafa verið í dvala í rúma viku. Í morgun sást til glóandi kviku í gosgígnum eftir að nokkur órói mældist við eldstöðina. Greint var frá því á Vísi í morgun að nokkur órói hafi mælst við eldstöðina í Geldingadölum snemma í morgun. Rétt fyrir hádegi varð flugmaður, sem átti leið yfir eldgosið, var við það að glóandi kviku mætti sjá í gosgígnum og lítinn taum kviku renna niður eftir honum. Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði, telur ólíklegt að eldgosið sé í andaslitrunum. Líklegra sé að það sé að lifna aftur við. „Mér finnst það nú ekki, mér finnst frekar að það sé að lifna við aftur. Það er búinn að vera smá órói á þessu tímabili sem yfirborðsvirknin lá niðri og við sáum reyndar glóandi hraun líka í hraunpípu þarna þannig að eitthvað hefur verið að flæða undir hraunyfirborðinu,“ segir Þorvaldur. Það sé merki um að kvikan sé að komast aftur upp á yfirborðið eftir að eitthvað hamlaði henni leið. „Mér finnst þetta frekar merki um það kannski að það sé að hreinsa gosrásina frekar og við megum kannski vænta þess að það komist í sama gírinn,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði.Vísir/Vilhelm „Á meðan kvikan er enn að koma upp er gosið enn í gangi og það er mjög erfitt að segja til um á hvorn veginn það fer. Það er augljóst að kvikan hefur átt í einhverjum erfiðleikum með að komast upp í gíginn á undanförnum dögum, hver svo sem ástæðan er, hvað svo sem lokaði fyrir eða hálflokaði fyrir og það var náttúrulega komin kvika í gíginn í morgun.“ Kvikan sé að finna sér aftur leið upp á yfirborðið en tíma geti tekið fyrir gosið að koma sér aftur í gang. „Hún er þá greinilega að finna sér aftur leið upp á yfirborðið. En það getur tekið tíma fyrir gosið að komast aftur í gang ef það er þannig. En svo getur það farið þannig að það sem hefur verið að tefja kvikuna við að komast upp, það getur náttúrulega náð yfirráðum aftur og þá fer þetta í hina áttina. “ Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Hraunkvika rennur á ný í Geldingadölum Óróinn í Fagradalsfjalli fór að aukast skyndilega í morgun eftir lengstu lægð eldgossins frá upphafi þess. Flugmaður sem flaug yfir Geldingadali í morgun segist hafa verið gríðarlega spenntur þegar hann sá að farið sé að flæða úr gígnum að nýju. 11. september 2021 12:00 Greinilegt að kvika streymi enn úr eldstöðinni Þó hálfgert goshlé hafi staðið í tæpa viku við Geldingadali er greinilegt að enn streymi einhver kvika upp á yfirborðið við eldstöðina. Ótímabært er að velta upp möguleikanum á að gosinu sé að ljúka. 8. september 2021 09:11 Gosið hafi mannast Í gær mynduðust myndarlegur hraunfoss í hlíðinni ofan við Nátthaga, svo myndarlegur að hann sást frá Suðurstrandavegi. Eldfjallafræðingur telur að gosið hafi mannast. 27. ágúst 2021 09:00 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Sjá meira
Greint var frá því á Vísi í morgun að nokkur órói hafi mælst við eldstöðina í Geldingadölum snemma í morgun. Rétt fyrir hádegi varð flugmaður, sem átti leið yfir eldgosið, var við það að glóandi kviku mætti sjá í gosgígnum og lítinn taum kviku renna niður eftir honum. Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði, telur ólíklegt að eldgosið sé í andaslitrunum. Líklegra sé að það sé að lifna aftur við. „Mér finnst það nú ekki, mér finnst frekar að það sé að lifna við aftur. Það er búinn að vera smá órói á þessu tímabili sem yfirborðsvirknin lá niðri og við sáum reyndar glóandi hraun líka í hraunpípu þarna þannig að eitthvað hefur verið að flæða undir hraunyfirborðinu,“ segir Þorvaldur. Það sé merki um að kvikan sé að komast aftur upp á yfirborðið eftir að eitthvað hamlaði henni leið. „Mér finnst þetta frekar merki um það kannski að það sé að hreinsa gosrásina frekar og við megum kannski vænta þess að það komist í sama gírinn,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði.Vísir/Vilhelm „Á meðan kvikan er enn að koma upp er gosið enn í gangi og það er mjög erfitt að segja til um á hvorn veginn það fer. Það er augljóst að kvikan hefur átt í einhverjum erfiðleikum með að komast upp í gíginn á undanförnum dögum, hver svo sem ástæðan er, hvað svo sem lokaði fyrir eða hálflokaði fyrir og það var náttúrulega komin kvika í gíginn í morgun.“ Kvikan sé að finna sér aftur leið upp á yfirborðið en tíma geti tekið fyrir gosið að koma sér aftur í gang. „Hún er þá greinilega að finna sér aftur leið upp á yfirborðið. En það getur tekið tíma fyrir gosið að komast aftur í gang ef það er þannig. En svo getur það farið þannig að það sem hefur verið að tefja kvikuna við að komast upp, það getur náttúrulega náð yfirráðum aftur og þá fer þetta í hina áttina. “
Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Hraunkvika rennur á ný í Geldingadölum Óróinn í Fagradalsfjalli fór að aukast skyndilega í morgun eftir lengstu lægð eldgossins frá upphafi þess. Flugmaður sem flaug yfir Geldingadali í morgun segist hafa verið gríðarlega spenntur þegar hann sá að farið sé að flæða úr gígnum að nýju. 11. september 2021 12:00 Greinilegt að kvika streymi enn úr eldstöðinni Þó hálfgert goshlé hafi staðið í tæpa viku við Geldingadali er greinilegt að enn streymi einhver kvika upp á yfirborðið við eldstöðina. Ótímabært er að velta upp möguleikanum á að gosinu sé að ljúka. 8. september 2021 09:11 Gosið hafi mannast Í gær mynduðust myndarlegur hraunfoss í hlíðinni ofan við Nátthaga, svo myndarlegur að hann sást frá Suðurstrandavegi. Eldfjallafræðingur telur að gosið hafi mannast. 27. ágúst 2021 09:00 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Sjá meira
Hraunkvika rennur á ný í Geldingadölum Óróinn í Fagradalsfjalli fór að aukast skyndilega í morgun eftir lengstu lægð eldgossins frá upphafi þess. Flugmaður sem flaug yfir Geldingadali í morgun segist hafa verið gríðarlega spenntur þegar hann sá að farið sé að flæða úr gígnum að nýju. 11. september 2021 12:00
Greinilegt að kvika streymi enn úr eldstöðinni Þó hálfgert goshlé hafi staðið í tæpa viku við Geldingadali er greinilegt að enn streymi einhver kvika upp á yfirborðið við eldstöðina. Ótímabært er að velta upp möguleikanum á að gosinu sé að ljúka. 8. september 2021 09:11
Gosið hafi mannast Í gær mynduðust myndarlegur hraunfoss í hlíðinni ofan við Nátthaga, svo myndarlegur að hann sást frá Suðurstrandavegi. Eldfjallafræðingur telur að gosið hafi mannast. 27. ágúst 2021 09:00