Hlutfall íbúða sem seljast á yfirverði lækkar í fyrsta sinn síðan í janúar Atli Ísleifsson skrifar 10. september 2021 08:32 Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu stendur í stað milli mánaða og þá hefur leigusamningum fækkað. Vísir/Vilhelm Nokkuð hefur dregið úr umsvifum á fasteignamarkaði á undanförnum mánuðum, en á höfuðborgarsvæðinu dróst fjöldi kaupsamninga saman um 20 prósent á milli mánaðanna júní og júlí og um 25 prósent miðað við júlí í fyrra. Verð á sérbýli hækkar áfram meira en verð íbúða í fjölbýli og þá lækkar hlutfall íbúða sem seljast á yfirverði í fyrsta sinn síðan í janúar. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar segir að í nágrenni höfuðborgarsvæðis og á landsbyggð sé fjöldi kaupsamninga enn mikill í sögulegu samhengi en fari þó minnkandi. Á landsbyggð hafi fjöldinn dregist saman um 13 prósent á milli mánaða júní og júlí, en í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hafi fjöldinn dregist saman um 4,2 prósent á milli mánaða. „Velta á fasteignamarkaði dróst einnig saman á milli mánaða eða um 13,4% á höfuðborgarsvæðinu, 1,1% í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og um 21,2% annars staðar á landsbyggðinni. Ýmsar ástæður geta legið fyrir fækkun kaupsamninga. Til að mynda hefur dregið talsvert úr framboði en mun fleiri íbúðir hafa selst en hafa komið inn á markaðinn allt frá því í maí í fyrra. Minna framboð getur gert það að verkum að erfiðara er fyrir fólk að finna íbúð sem hentar því. Þá hefur mikil hækkun fasteignaverðs, hækkun vaxta og lækkun á hámarksveðhlutfalli líklega gert heimilum erfiðara um vik að fjármagna fasteignakaup,“ segir í skýrslunni. 1.500 íbúðir á sölu Í byrjun september mánaðar voru tæplega 1.500 íbúðir til sölu á landinu öllu en í maí á síðasta ári náði fjöldinn hámarki í um fjögur þúsund. „Fjöldi auglýstra fasteigna hefur dregist saman síðan þá í öllum landshlutum að Norðurlandi vestra undanskildu en þar hefur fjöldinn staðið í stað. Mestur samdráttur í fjölda íbúða til sölu hefur verið á meðal íbúða í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu. Þær eru nú tæplega 500 talsins en voru flestar rúmlega 1.800 í maí í fyrra sem er um 72% samdráttur.“ HMS Sölutími hættur að styttast Sölutími fasteigna miðað við þriggja mánaða meðaltal hefur lengst lítillega á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess en er þó nálægt sögulegu lágmarki sem mældist í síðasta mánuði. „Ef ekki er tekið þriggja mánaða meðaltal má sjá meiri lengingu sölutíma. Annars staðar á landsbyggðinni hefur sölutíminn ekki mælst áður jafn stuttur og nú. Allt frá janúar á þessu ári hefur íbúðum sem seljast yfir ásettu verði fjölgað á höfuðborgarsvæðinu, nágrenni þess og á landsbyggð þar til nú, miðað við þriggja mánaða hlaupandi meðaltal af hlutfalli kaupverðs ásetts verðs. Í nýjustu mælingu fyrir höfuðborgarsvæðið lækkar hlutfallið í fyrsta skipti síðan í janúar. Lækkunin nemur um 1,3 prósentustigum á milli mánaða. Hlutfall íbúða sem seldust á yfirverði var 37,7% á höfuðborgarsvæði, 19,5% á landsbyggð og 15,6% í nágrenni höfuðborgarsvæðis.“ Tekjur af útleigu Airbnb aukast Í skýrslunni segir einnig frá því að leiguverð standi í stað á höfuðborgarsvæðinu og leigusamningum hafi hins vegar fækkað. Þá hafi tekjum af útleigu á Airbnb verið að aukast töluvert á síðustu mánuðum eftir mikla lægð síðastliðið ár í kjölfar heimsfaraldursins. Nánar má lesa um stöðuna á fasteignamarkaði í mánaðarskýrslu HMS. Fasteignamarkaður Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar segir að í nágrenni höfuðborgarsvæðis og á landsbyggð sé fjöldi kaupsamninga enn mikill í sögulegu samhengi en fari þó minnkandi. Á landsbyggð hafi fjöldinn dregist saman um 13 prósent á milli mánaða júní og júlí, en í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hafi fjöldinn dregist saman um 4,2 prósent á milli mánaða. „Velta á fasteignamarkaði dróst einnig saman á milli mánaða eða um 13,4% á höfuðborgarsvæðinu, 1,1% í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og um 21,2% annars staðar á landsbyggðinni. Ýmsar ástæður geta legið fyrir fækkun kaupsamninga. Til að mynda hefur dregið talsvert úr framboði en mun fleiri íbúðir hafa selst en hafa komið inn á markaðinn allt frá því í maí í fyrra. Minna framboð getur gert það að verkum að erfiðara er fyrir fólk að finna íbúð sem hentar því. Þá hefur mikil hækkun fasteignaverðs, hækkun vaxta og lækkun á hámarksveðhlutfalli líklega gert heimilum erfiðara um vik að fjármagna fasteignakaup,“ segir í skýrslunni. 1.500 íbúðir á sölu Í byrjun september mánaðar voru tæplega 1.500 íbúðir til sölu á landinu öllu en í maí á síðasta ári náði fjöldinn hámarki í um fjögur þúsund. „Fjöldi auglýstra fasteigna hefur dregist saman síðan þá í öllum landshlutum að Norðurlandi vestra undanskildu en þar hefur fjöldinn staðið í stað. Mestur samdráttur í fjölda íbúða til sölu hefur verið á meðal íbúða í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu. Þær eru nú tæplega 500 talsins en voru flestar rúmlega 1.800 í maí í fyrra sem er um 72% samdráttur.“ HMS Sölutími hættur að styttast Sölutími fasteigna miðað við þriggja mánaða meðaltal hefur lengst lítillega á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess en er þó nálægt sögulegu lágmarki sem mældist í síðasta mánuði. „Ef ekki er tekið þriggja mánaða meðaltal má sjá meiri lengingu sölutíma. Annars staðar á landsbyggðinni hefur sölutíminn ekki mælst áður jafn stuttur og nú. Allt frá janúar á þessu ári hefur íbúðum sem seljast yfir ásettu verði fjölgað á höfuðborgarsvæðinu, nágrenni þess og á landsbyggð þar til nú, miðað við þriggja mánaða hlaupandi meðaltal af hlutfalli kaupverðs ásetts verðs. Í nýjustu mælingu fyrir höfuðborgarsvæðið lækkar hlutfallið í fyrsta skipti síðan í janúar. Lækkunin nemur um 1,3 prósentustigum á milli mánaða. Hlutfall íbúða sem seldust á yfirverði var 37,7% á höfuðborgarsvæði, 19,5% á landsbyggð og 15,6% í nágrenni höfuðborgarsvæðis.“ Tekjur af útleigu Airbnb aukast Í skýrslunni segir einnig frá því að leiguverð standi í stað á höfuðborgarsvæðinu og leigusamningum hafi hins vegar fækkað. Þá hafi tekjum af útleigu á Airbnb verið að aukast töluvert á síðustu mánuðum eftir mikla lægð síðastliðið ár í kjölfar heimsfaraldursins. Nánar má lesa um stöðuna á fasteignamarkaði í mánaðarskýrslu HMS.
Fasteignamarkaður Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira