Gamla brúin hangir enn uppi og stóðst þriðja stórhlaupið Kristján Már Unnarsson skrifar 9. september 2021 22:44 Fljótið gróf undan eystri brúarstöplinum í Skaftárhlaupinu árið 2015. Arnar Halldórsson Verulega hefur dregið úr hlaupinu í Skaftá í dag og er minni hætta talin á því að vatn flæði yfir hringveginn. Mesta furðu vekur að gamla brúin yfir Eldvatn skuli enn hanga uppi. Mestu ummerki Skaftárhlaupanna, úr eystri katlinum í þessari viku og þeim vestri í síðustu viku, sjást uppi á Vatnajökli. Þar hefur íshellan yfir báðum Skaftárkötlunum núna sigið um eitthundrað metra við það að hlaupvatnið braut sér leið úr hundrað metra djúpum stöðuvötnum, sem jarðhitasvæði undir jöklinum mynda. Neðst í kötlunum báðum sjást núna lón með fljótandi ís. Lón sést núna í botni beggja sigkatlanna í Skaftárjökli.Ingólfur Arnarson Rennsli Skaftár var síðdegis í dag aðeins um þriðjungur af því sem mest var í fyrradag. Samt er áin enn bólgin og þrefalt meiri en venjulega. Þótt hlaupinu sé að slota sjá bændur fram á óþægindi en Gísli Halldór Magnússon á Ytri-Ásum var í fréttum Stöðvar 2 spurður um hver yrðu eftirköstin: „Bara eins og vant er. Leir og drulla og drasl og eitthvað svoleiðis,“ svarar Gísli. Ferðamenn fylgdust með hlaupinu í forundran. „Þetta virðist vera upplifun fyrir suma. Ég hef hitt hérna ferðamenn sem voru meðvitaðir um þetta ástand og voru bara að skoða þessi ósköp,“ segir Svanur Kristinsson lögregluvarðstjóri. Í Eldhrauni segir vegaverkstjórinn Ágúst Bjartmarsson að það sé orðið ólíklegra að vatn flæði yfir hringveginn en vill þó ekki útiloka að það gæti gerst í svokölluðum Dyngjum á næstu dögum. Brýrnar yfir Eldvatn hjá Ásum í hlaupinu í gær. Nýja bogabrúin er vinstra megin en gamla brúin hægra megin.Arnar Halldórsson Í hlaupinu árið 2015 grófst undan eystri stöpli brúarinnar yfir Eldvatn hjá Ásum og var hún í framhaldinu dæmd ónýt. Talað var um það fyrir sex árum að brúin hefði hangið uppi á lyginni. En hún er enn á sínum stað, þrátt fyrir þrjú stórhlaup; árin 2015 og 2018 og svo núna: „Hún hangir og er á þokkalega góðu bergi, held ég. Nema bara ef það fer vatn bak við hana. En bergið sem hún stendur á, eða stöpullinn, hann er nokkuð góður,“ segir Gísli á Ásum. Og nýja brúin sem reist var í staðinn er núna búin að fá eldskírnina; fyrsta stórhlaupið. Gísli sá brotna úr árbakkanum ofan hennar og því vaknar sú spurning hvort hlaupin ógni henni einnig í framtíðinni. Sorfist hefur úr árbakkanum ofan við nýju brúna. Á miðri mynd sést sprunga og má ætla að stutt geti verið í að það stykki falli niður.Arnar Halldórsson „Ef það koma svona stór hlaup áfram þá endar það með því að vatnið kemst hérna suður í hraunið. Og þá er það komið í raun á bak við brúna og ekki gott að fást við það þá,“ segir Gísli. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Vegagerð Samgöngur Almannavarnir Tengdar fréttir Hlaupið sópaði veginum frá eystri brúnni til Skaftárdals Hlaupið í Skaftá hefur náð hámarki og er byrjað að sjatna í árfarveginum. Þótt hlaupið sé minna en menn spáðu, telst það engu að síður mjög stórt. 8. september 2021 23:00 Fyrsta Skaftárhlaup sem nýja brúin yfir Eldvatn fær á sig Hlaupið sem hófst í Skaftá í gær er það fyrsta sem dynur á nýju brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, eftir að hún var opnuð umferð fyrir tæpum tveimur árum. Hún var reist í stað gömlu brúarinnar sem eyðilagðist í Skaftárhlaupi haustið 2015. Hlaupið núna er þó vart talið verða nema um fjórðungur af stærð hamfarahlaupsins fyrir sex árum. 2. september 2021 11:49 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Mestu ummerki Skaftárhlaupanna, úr eystri katlinum í þessari viku og þeim vestri í síðustu viku, sjást uppi á Vatnajökli. Þar hefur íshellan yfir báðum Skaftárkötlunum núna sigið um eitthundrað metra við það að hlaupvatnið braut sér leið úr hundrað metra djúpum stöðuvötnum, sem jarðhitasvæði undir jöklinum mynda. Neðst í kötlunum báðum sjást núna lón með fljótandi ís. Lón sést núna í botni beggja sigkatlanna í Skaftárjökli.Ingólfur Arnarson Rennsli Skaftár var síðdegis í dag aðeins um þriðjungur af því sem mest var í fyrradag. Samt er áin enn bólgin og þrefalt meiri en venjulega. Þótt hlaupinu sé að slota sjá bændur fram á óþægindi en Gísli Halldór Magnússon á Ytri-Ásum var í fréttum Stöðvar 2 spurður um hver yrðu eftirköstin: „Bara eins og vant er. Leir og drulla og drasl og eitthvað svoleiðis,“ svarar Gísli. Ferðamenn fylgdust með hlaupinu í forundran. „Þetta virðist vera upplifun fyrir suma. Ég hef hitt hérna ferðamenn sem voru meðvitaðir um þetta ástand og voru bara að skoða þessi ósköp,“ segir Svanur Kristinsson lögregluvarðstjóri. Í Eldhrauni segir vegaverkstjórinn Ágúst Bjartmarsson að það sé orðið ólíklegra að vatn flæði yfir hringveginn en vill þó ekki útiloka að það gæti gerst í svokölluðum Dyngjum á næstu dögum. Brýrnar yfir Eldvatn hjá Ásum í hlaupinu í gær. Nýja bogabrúin er vinstra megin en gamla brúin hægra megin.Arnar Halldórsson Í hlaupinu árið 2015 grófst undan eystri stöpli brúarinnar yfir Eldvatn hjá Ásum og var hún í framhaldinu dæmd ónýt. Talað var um það fyrir sex árum að brúin hefði hangið uppi á lyginni. En hún er enn á sínum stað, þrátt fyrir þrjú stórhlaup; árin 2015 og 2018 og svo núna: „Hún hangir og er á þokkalega góðu bergi, held ég. Nema bara ef það fer vatn bak við hana. En bergið sem hún stendur á, eða stöpullinn, hann er nokkuð góður,“ segir Gísli á Ásum. Og nýja brúin sem reist var í staðinn er núna búin að fá eldskírnina; fyrsta stórhlaupið. Gísli sá brotna úr árbakkanum ofan hennar og því vaknar sú spurning hvort hlaupin ógni henni einnig í framtíðinni. Sorfist hefur úr árbakkanum ofan við nýju brúna. Á miðri mynd sést sprunga og má ætla að stutt geti verið í að það stykki falli niður.Arnar Halldórsson „Ef það koma svona stór hlaup áfram þá endar það með því að vatnið kemst hérna suður í hraunið. Og þá er það komið í raun á bak við brúna og ekki gott að fást við það þá,“ segir Gísli. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Vegagerð Samgöngur Almannavarnir Tengdar fréttir Hlaupið sópaði veginum frá eystri brúnni til Skaftárdals Hlaupið í Skaftá hefur náð hámarki og er byrjað að sjatna í árfarveginum. Þótt hlaupið sé minna en menn spáðu, telst það engu að síður mjög stórt. 8. september 2021 23:00 Fyrsta Skaftárhlaup sem nýja brúin yfir Eldvatn fær á sig Hlaupið sem hófst í Skaftá í gær er það fyrsta sem dynur á nýju brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, eftir að hún var opnuð umferð fyrir tæpum tveimur árum. Hún var reist í stað gömlu brúarinnar sem eyðilagðist í Skaftárhlaupi haustið 2015. Hlaupið núna er þó vart talið verða nema um fjórðungur af stærð hamfarahlaupsins fyrir sex árum. 2. september 2021 11:49 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Hlaupið sópaði veginum frá eystri brúnni til Skaftárdals Hlaupið í Skaftá hefur náð hámarki og er byrjað að sjatna í árfarveginum. Þótt hlaupið sé minna en menn spáðu, telst það engu að síður mjög stórt. 8. september 2021 23:00
Fyrsta Skaftárhlaup sem nýja brúin yfir Eldvatn fær á sig Hlaupið sem hófst í Skaftá í gær er það fyrsta sem dynur á nýju brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, eftir að hún var opnuð umferð fyrir tæpum tveimur árum. Hún var reist í stað gömlu brúarinnar sem eyðilagðist í Skaftárhlaupi haustið 2015. Hlaupið núna er þó vart talið verða nema um fjórðungur af stærð hamfarahlaupsins fyrir sex árum. 2. september 2021 11:49