Við erum orðin þreytt en munum ekki þagna Stefanía Hrund Guðmundsdóttir skrifar 9. september 2021 22:31 Við erum orðin þreytt! Þegar ég segi við er ég að tala um þolendur, þau sem standa þolendum næst, alla frábæru aktivistana sem berjast gegn kynferðisofbeldi, þau sem vilja í alvöru sjá breytingu á kerfinu og bara öll þau sem finnst þetta málefni skipta máli! Í raun og veru ætti ég að tala um samfélagið allt en því miður eru alltaf skemmd epli inn á milli sem halda því fram að þolendur séu að ljúga, við séum að skemma mannorð gerenda með því að tala um þetta og svo framvegis. Þessi hópur fólks hefur hátt og fær næga athygli. Þrátt fyrir að vera orðin mjög þreytt og illa buguð eftir umræðurnar seinustu mánuði þá hættum við ekki að berjast. Það sem að særir mig persónulega sem þolanda eru allar hraðahindranirnar sem eru í kerfinu okkar. Ég vissi að það væri ónýtt en ekki hversu ónýtt. Lögmenn og saksóknarar birta og deila áróðri með það markmið að þagga í þolendum. Heil stjórn knattspyrnufélags þykist ekkert vita um hvað þar hefur verið í gangi þrátt fyrir að umræðan sé búin að vera uppi um nokkurn tíma. Ótrúlegasta fólk út í bæ tekur afstöðu með gerendum. Gerendur taka ekki ábyrgð á gjörðum sínum, í staðinn koma afsökunarbeiðnir fyrir einhverju sem þeir segjast samt ekki hafa gert, afsökunarbeiðnir sem eru jafn innihaldslausar og það sem kom frá KSÍ. Landsliðsþjálfarinn talar þolendur niður og kennir þeim um skaðlega umræðu. Fjölmiðlar setja margir upp villandi fyrirsagnir gerðar til þess að grafa undan frásögnum þolanda, þrátt fyrir að þeirra reglur kveði skýrt á um að þeir eigi ekki að valda sársauka. Fyrirsagnir eins og hafa sést sumsstaðar undanfarna daga gera ekkert annað en að særa fólk og reyna að niðurlægja þá þolendur sem stigið hafa fram í ákveðnum málum. Þrátt fyrir allt þetta mótlæti er hópur fólks sem heldur áfram að berjast. Hópur sem ég er svo stolt af að sé til og sem ég mun styðja og hjálpa til á allan þann hátt sem mögulegt er. Kerfið brást mér, kerfið hefur brugðist mörg hundruð manneskjum til viðbótar. Þögnin frá stjórnmálafólki sem nú eru í kosningaham er ærandi. Þjálfarinn segir að KSÍ þurfi tíma til að vinna úr þessu, eins og málin hafi komið upp bara í gær. Hvað með þolendur? Hvers eiga þær að gjalda? Af hverju skipta þolendur svona litlu máli í myndinni? Ég hef og mun alltaf styðja þolendur, hvað sem það kostar og þó ég þurfi að berjast sömu fokking baráttuna endalaust. Við eigum samt ekki að þurfa að endurtaka okkur í sífellu - samfélagið þarf að fara að vakna og taka á málunum fyrir alvöru! Höfundur er þolandi og með B.A. gráðu í fjölmiðlafræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Sjá meira
Við erum orðin þreytt! Þegar ég segi við er ég að tala um þolendur, þau sem standa þolendum næst, alla frábæru aktivistana sem berjast gegn kynferðisofbeldi, þau sem vilja í alvöru sjá breytingu á kerfinu og bara öll þau sem finnst þetta málefni skipta máli! Í raun og veru ætti ég að tala um samfélagið allt en því miður eru alltaf skemmd epli inn á milli sem halda því fram að þolendur séu að ljúga, við séum að skemma mannorð gerenda með því að tala um þetta og svo framvegis. Þessi hópur fólks hefur hátt og fær næga athygli. Þrátt fyrir að vera orðin mjög þreytt og illa buguð eftir umræðurnar seinustu mánuði þá hættum við ekki að berjast. Það sem að særir mig persónulega sem þolanda eru allar hraðahindranirnar sem eru í kerfinu okkar. Ég vissi að það væri ónýtt en ekki hversu ónýtt. Lögmenn og saksóknarar birta og deila áróðri með það markmið að þagga í þolendum. Heil stjórn knattspyrnufélags þykist ekkert vita um hvað þar hefur verið í gangi þrátt fyrir að umræðan sé búin að vera uppi um nokkurn tíma. Ótrúlegasta fólk út í bæ tekur afstöðu með gerendum. Gerendur taka ekki ábyrgð á gjörðum sínum, í staðinn koma afsökunarbeiðnir fyrir einhverju sem þeir segjast samt ekki hafa gert, afsökunarbeiðnir sem eru jafn innihaldslausar og það sem kom frá KSÍ. Landsliðsþjálfarinn talar þolendur niður og kennir þeim um skaðlega umræðu. Fjölmiðlar setja margir upp villandi fyrirsagnir gerðar til þess að grafa undan frásögnum þolanda, þrátt fyrir að þeirra reglur kveði skýrt á um að þeir eigi ekki að valda sársauka. Fyrirsagnir eins og hafa sést sumsstaðar undanfarna daga gera ekkert annað en að særa fólk og reyna að niðurlægja þá þolendur sem stigið hafa fram í ákveðnum málum. Þrátt fyrir allt þetta mótlæti er hópur fólks sem heldur áfram að berjast. Hópur sem ég er svo stolt af að sé til og sem ég mun styðja og hjálpa til á allan þann hátt sem mögulegt er. Kerfið brást mér, kerfið hefur brugðist mörg hundruð manneskjum til viðbótar. Þögnin frá stjórnmálafólki sem nú eru í kosningaham er ærandi. Þjálfarinn segir að KSÍ þurfi tíma til að vinna úr þessu, eins og málin hafi komið upp bara í gær. Hvað með þolendur? Hvers eiga þær að gjalda? Af hverju skipta þolendur svona litlu máli í myndinni? Ég hef og mun alltaf styðja þolendur, hvað sem það kostar og þó ég þurfi að berjast sömu fokking baráttuna endalaust. Við eigum samt ekki að þurfa að endurtaka okkur í sífellu - samfélagið þarf að fara að vakna og taka á málunum fyrir alvöru! Höfundur er þolandi og með B.A. gráðu í fjölmiðlafræði.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun