Fyrsta almenna farþegaflugið frá Kabul í langan tíma Heimir Már Pétursson skrifar 9. september 2021 19:41 Fyrsta flugvélin í almennu farþegaflugi í langan tíma tekur á loft frá flugvellinum í Kabul í dag. Sayed Khodaiberdi Sadat/Getty Images Fyrsta flugvélin í almennu farþegaflugi kom til Kabul höfuðborgar Afganistans í dag. Talsmaður Talibana vonar að flugvöllurinn verði tilbúinn fyrir venjubundið farþgaflug innan tíðar. Allt almennt farþegaflug hefur legið niðri frá því bandarískar hersveitir og hersveitir annarra NATO ríkja yfirgáfu Kabul hinn 31. ágúst. Deilur hafa staðið á milli bandaríkjastjórnar og leiðtoga Talibana um brottflutning erlendra ríkisborgara og Afgana sem hafa löggilda pappíra til að yfirgefa landið. Í dag lenti hins vegar farþegaflugvél frá Qatar Airways á flugvellinum í Kabul. Mutlaq bin Majed al-Qahtani sérlegur sendiboði Qatar í Afganistan var að vonum sáttur í dag. „Í fyrstu verður boðið upp á flug á flugleiðinni frá Doha til Kabúl. Þetta verður flutningaflug, leiguflug eða hvað sem þið viljið kalla það. Aðalatriðið er að um borð verða farþegar, útlendingar og heimamenn sem ferðast frá Kabúl til Doha og þaðan til annarra áfangastaða," sagði al-Qahtani. Flugvélin var þó langt í frá fullsetinn því einungis nokkrir tugir farþega flugu með henni frá Kabul til Doha. Talibanar og Bandaríkjamenn hafa tekist á um hvaða flugfélög og ríki fái leyfi til að fljúga til Afganistan. Zabiullah Mujahid talsmaður Talibana gaf í skyn að almennt farþegaflug gæti hafist fyrir alvöru innan tíðar. „Þetta er hluti flugvallarins sem tæknimenn frá Katar vinna við og hann er næstum því tilbúinn. Við verðum mjög ánægð þegar verkinu lýkur. Ef guð lofar verður flugvöllurinn brátt tilbúinn fyrir hefðbundið flug," sagði Mujahid þar sem hann stóð á flughlaðinu og fylgdist með farþegum fara um borð í flugvél Qatar Airlines. Farþegarnir sem flugu frá Kabul í dag voru ýmist Bandaríkjamenn, fólk með landvistarleyfi í Bandaríkjunum og fólk af ýmsu þjóðerni eins og Kanadamenn, Þjóðverjar og Ungverjar. Afganistan Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Loka lauginni vegna veðurs Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Allt almennt farþegaflug hefur legið niðri frá því bandarískar hersveitir og hersveitir annarra NATO ríkja yfirgáfu Kabul hinn 31. ágúst. Deilur hafa staðið á milli bandaríkjastjórnar og leiðtoga Talibana um brottflutning erlendra ríkisborgara og Afgana sem hafa löggilda pappíra til að yfirgefa landið. Í dag lenti hins vegar farþegaflugvél frá Qatar Airways á flugvellinum í Kabul. Mutlaq bin Majed al-Qahtani sérlegur sendiboði Qatar í Afganistan var að vonum sáttur í dag. „Í fyrstu verður boðið upp á flug á flugleiðinni frá Doha til Kabúl. Þetta verður flutningaflug, leiguflug eða hvað sem þið viljið kalla það. Aðalatriðið er að um borð verða farþegar, útlendingar og heimamenn sem ferðast frá Kabúl til Doha og þaðan til annarra áfangastaða," sagði al-Qahtani. Flugvélin var þó langt í frá fullsetinn því einungis nokkrir tugir farþega flugu með henni frá Kabul til Doha. Talibanar og Bandaríkjamenn hafa tekist á um hvaða flugfélög og ríki fái leyfi til að fljúga til Afganistan. Zabiullah Mujahid talsmaður Talibana gaf í skyn að almennt farþegaflug gæti hafist fyrir alvöru innan tíðar. „Þetta er hluti flugvallarins sem tæknimenn frá Katar vinna við og hann er næstum því tilbúinn. Við verðum mjög ánægð þegar verkinu lýkur. Ef guð lofar verður flugvöllurinn brátt tilbúinn fyrir hefðbundið flug," sagði Mujahid þar sem hann stóð á flughlaðinu og fylgdist með farþegum fara um borð í flugvél Qatar Airlines. Farþegarnir sem flugu frá Kabul í dag voru ýmist Bandaríkjamenn, fólk með landvistarleyfi í Bandaríkjunum og fólk af ýmsu þjóðerni eins og Kanadamenn, Þjóðverjar og Ungverjar.
Afganistan Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Loka lauginni vegna veðurs Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira