Sjómaður lagði Sjóvá vegna spriklandi stórþorsks sem skar hann á þumal Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. september 2021 18:25 Sjómaðurinn starfaði fyrir Brim er slysið varð. Vísir/Vilhelm. Tryggingafélagið Sjóvá hefur verið dæmt til að greiða sjómanni 5,1 milljón vegna slyss sem varð um borð í togara útgerðarfélagsins Brims árið 2018, þegar sjómaðurinn skarst illa á hendi þegar stórþorskur sem hann var að gera að, spriklaði í höndum hans með þeim afleiðingum að sjómaðurinn skarst illa á hendi. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Í dómi héraðsdóms kemur fram að sjómaðurinn hafi slasast um borð í togaranum þann 16. október 2018 er hann var við störf sem háseti. Þorskurinn spriklaði í höndunum á sjómanninum með þeim afleiðingum að hann skarst á hendi. Sinar við þumalfingur mannsins skárust í sundur. Var maðurinn fluttur í land og á sjúkrahús þar sem hann undirgekkst skurðaðgerð. Deiluna sem fór fyrir dóm má rekja til þess að Sjóvá greiddi bætur sem nam sjö stiga miska en sjómaðurinn hafði krafist þess að horft yrði til tíu stiga miska. Þá vildi sjómaðurinn einnig rétt á bótum fyrir tímabundið atvinnutjón, sem Sjóvá hafði hafnað á þeim grundvelli að ráðning sjómannsins hjá Brim hafi verið tímabundin. Alls krafðist sjómaðurinn þess að fá 8,7 milljónir í bætur vegna málsins. Sjóvá þarf að greiða manninum 5,1 milljónir í bætur.Vísir/Hanna Í niðurstöðu héraðsdóms segir að þrátt fyrir að umræddur sjómaður hafi ekki verið fastráðinn sem sjómaður hjá Brimi standi rök til þess að álykta sem svo að hugur hans hafi staðið til að hasla sér völl í sjómennsku eftir langt hlé. Hann hafi verið búinn að fara í nám í Slysvarnaskólanum, sinnt störfum við veiðieftirlit og farið í þrjá túra á vegum Brims. Féllst dómurinn því á kröfu sjómannins um að hann ætti rétt á bótum vegna tímabundins atvinnutjóns. Alls mat dómurinn svo að óbætt tjón sjómannsins næmi 5,1 milljón. Þarf Sjóva að greiða manninum þá upphæð vegna málsins, auk þess sem að tryggingafélagið greiðir 1,2 milljónir króna í málskostnað Dómsmál Sjávarútvegur Tryggingar Vinnuslys Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Í dómi héraðsdóms kemur fram að sjómaðurinn hafi slasast um borð í togaranum þann 16. október 2018 er hann var við störf sem háseti. Þorskurinn spriklaði í höndunum á sjómanninum með þeim afleiðingum að hann skarst á hendi. Sinar við þumalfingur mannsins skárust í sundur. Var maðurinn fluttur í land og á sjúkrahús þar sem hann undirgekkst skurðaðgerð. Deiluna sem fór fyrir dóm má rekja til þess að Sjóvá greiddi bætur sem nam sjö stiga miska en sjómaðurinn hafði krafist þess að horft yrði til tíu stiga miska. Þá vildi sjómaðurinn einnig rétt á bótum fyrir tímabundið atvinnutjón, sem Sjóvá hafði hafnað á þeim grundvelli að ráðning sjómannsins hjá Brim hafi verið tímabundin. Alls krafðist sjómaðurinn þess að fá 8,7 milljónir í bætur vegna málsins. Sjóvá þarf að greiða manninum 5,1 milljónir í bætur.Vísir/Hanna Í niðurstöðu héraðsdóms segir að þrátt fyrir að umræddur sjómaður hafi ekki verið fastráðinn sem sjómaður hjá Brimi standi rök til þess að álykta sem svo að hugur hans hafi staðið til að hasla sér völl í sjómennsku eftir langt hlé. Hann hafi verið búinn að fara í nám í Slysvarnaskólanum, sinnt störfum við veiðieftirlit og farið í þrjá túra á vegum Brims. Féllst dómurinn því á kröfu sjómannins um að hann ætti rétt á bótum vegna tímabundins atvinnutjóns. Alls mat dómurinn svo að óbætt tjón sjómannsins næmi 5,1 milljón. Þarf Sjóva að greiða manninum þá upphæð vegna málsins, auk þess sem að tryggingafélagið greiðir 1,2 milljónir króna í málskostnað
Dómsmál Sjávarútvegur Tryggingar Vinnuslys Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent