Hvenær má fjarlægja rampinn? Valborg Sturludóttir skrifar 8. september 2021 13:31 Nú hafa ný lög um fæðingarorlof tekið gildi þannig að báðir foreldrar fá 6 mánuði til að verja með barninu sínu. Lögunum átti að fylgja sú kvöð að orlofinu yrði að ljúka á fyrstu átján mánuðunum eftir fæðingu, en það var dregið til baka. Í greinagerð kom fram að fáir foreldrar nýttu sér það og því væri óþarfi að bjóða upp á það, en vegna þess að yfir hundrað athugasemdir bárust Alþingi og í mörgum þeirra kom fram ósætti við styttingu tímabilsins úr 24 mánuðum (þegar flest börn komast inn á leikskóla) í 18 mánuði (þegar sem engin trygg gæsla er fyrir barn) var hætt við styttinguna. Svo á að framkvæma greiningu á því hvernig þetta nýja fyrirkomulag reynist. Hvort að feður nýti sér rétt umfram 3 mánuði, sem var meginmarkmið frumvarpsins. Að hvetja feður til að nýta sinn rétt og auka þannig samningsmátt þeirra við vinnuveitendur þegar kemur að töku orlofs. Þegar þessi greining er tilbúin, hvert verður þá ásættanlegt hlutfall fólks sem nýtir rétt sinn umfram 18 mánuði að 24 mánuðum til þess að rétturinn verði ekki tekinn út? Aðgengismál eru nefnilega ekki bara rampar fyrir hjólastóla, þó að þá vanti víðsvegar. Aðgengismál eru einnig úrbætur sem henta fáum og veitir þeim sömu tækifæri og flestum. Því eins og ég sagði þá eru daggæslupláss ekki tryggð og við erum ekki öll svo rík að eiga ömmur, afa, frænkur, frændur og jafnvel nágranna sem geta hoppað til og sinnt barninu á meðan við förum aftur til vinnu og brúað þannig bilið áður en leikskólagangan hefst. Ég spyr því: Hversu lágt hlutfall foreldra þarf að nýta sér þjónustuna til að mega slaufa henni? Hversu fáir gestir þurfa að nýta sér rampinn til að réttlæta það að byggja hann ekki? Ég gæti reifað um mikilvægi geðtengsla sem foreldri og barn mynda, ég gæti talað um kostnaðinn við gæslupláss sem eru svo há að það næstum því borgar sig ekki að fara aftur til starfa fyrr en niðurgreiddur leikskóli tekur við, ég gæti nefnt hamingjuna sem hlýst af því að hlúa að eigin afkvæmi en öllum er sama um hamingju því hana er ekki í askana látið. Þannig að það sem ég ætla að tala um er heilsa barna. Allir foreldrar kannast við að taka dag eða tvo frá vinnu vegna veikinda barna sinna eins og eðlilegt er. Veikindaréttur er tryggður í kjarasamningum og fær starfsfólk tvo daga í mánuði fyrir sig og tvo fyrir börn sín, sama hversu mörg börn það eru. Greining sem ég bíð eftir að sjá er rannsóknin á veikindum og fjarvistum fjölskyldna (VOFFi) frá Landspítalanum þar sem reiknað er með að börn á aldrinum 1-5 ára fái um 6-8 umgangspestir á ári. Er þá ekki best fyrir barnið að foreldri þess sé heima með það? Við skulum ekki kjósa burt frá okkur réttindi því að það eru svo fáir sem nýta þau. Höfundur er kennari í fæðingarorlofi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Félagsmál Fæðingarorlof Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú hafa ný lög um fæðingarorlof tekið gildi þannig að báðir foreldrar fá 6 mánuði til að verja með barninu sínu. Lögunum átti að fylgja sú kvöð að orlofinu yrði að ljúka á fyrstu átján mánuðunum eftir fæðingu, en það var dregið til baka. Í greinagerð kom fram að fáir foreldrar nýttu sér það og því væri óþarfi að bjóða upp á það, en vegna þess að yfir hundrað athugasemdir bárust Alþingi og í mörgum þeirra kom fram ósætti við styttingu tímabilsins úr 24 mánuðum (þegar flest börn komast inn á leikskóla) í 18 mánuði (þegar sem engin trygg gæsla er fyrir barn) var hætt við styttinguna. Svo á að framkvæma greiningu á því hvernig þetta nýja fyrirkomulag reynist. Hvort að feður nýti sér rétt umfram 3 mánuði, sem var meginmarkmið frumvarpsins. Að hvetja feður til að nýta sinn rétt og auka þannig samningsmátt þeirra við vinnuveitendur þegar kemur að töku orlofs. Þegar þessi greining er tilbúin, hvert verður þá ásættanlegt hlutfall fólks sem nýtir rétt sinn umfram 18 mánuði að 24 mánuðum til þess að rétturinn verði ekki tekinn út? Aðgengismál eru nefnilega ekki bara rampar fyrir hjólastóla, þó að þá vanti víðsvegar. Aðgengismál eru einnig úrbætur sem henta fáum og veitir þeim sömu tækifæri og flestum. Því eins og ég sagði þá eru daggæslupláss ekki tryggð og við erum ekki öll svo rík að eiga ömmur, afa, frænkur, frændur og jafnvel nágranna sem geta hoppað til og sinnt barninu á meðan við förum aftur til vinnu og brúað þannig bilið áður en leikskólagangan hefst. Ég spyr því: Hversu lágt hlutfall foreldra þarf að nýta sér þjónustuna til að mega slaufa henni? Hversu fáir gestir þurfa að nýta sér rampinn til að réttlæta það að byggja hann ekki? Ég gæti reifað um mikilvægi geðtengsla sem foreldri og barn mynda, ég gæti talað um kostnaðinn við gæslupláss sem eru svo há að það næstum því borgar sig ekki að fara aftur til starfa fyrr en niðurgreiddur leikskóli tekur við, ég gæti nefnt hamingjuna sem hlýst af því að hlúa að eigin afkvæmi en öllum er sama um hamingju því hana er ekki í askana látið. Þannig að það sem ég ætla að tala um er heilsa barna. Allir foreldrar kannast við að taka dag eða tvo frá vinnu vegna veikinda barna sinna eins og eðlilegt er. Veikindaréttur er tryggður í kjarasamningum og fær starfsfólk tvo daga í mánuði fyrir sig og tvo fyrir börn sín, sama hversu mörg börn það eru. Greining sem ég bíð eftir að sjá er rannsóknin á veikindum og fjarvistum fjölskyldna (VOFFi) frá Landspítalanum þar sem reiknað er með að börn á aldrinum 1-5 ára fái um 6-8 umgangspestir á ári. Er þá ekki best fyrir barnið að foreldri þess sé heima með það? Við skulum ekki kjósa burt frá okkur réttindi því að það eru svo fáir sem nýta þau. Höfundur er kennari í fæðingarorlofi.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun