Umhverfisstofnun varar við áhrifum innkirtlatruflandi efna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. september 2021 09:44 Munu sáðfrumur deyja út með notkun innkirtlatruflandi efna? Verða sáðfrumur í karlmönnum horfnar eftir 20 ár? spyr Umhverfisstofnun í tilkynningu á vefsíðu sinni þar sem fjallað er um innkirtlatruflandi efni í umhverfinu. „Vandamál tengd ófrjósemi hafa aukist síðastliðna áratugi og áætlað er að tíðni ófrjósemi meðal para sé að meðaltali 10-15% á heimsvísu. Rannsóknir sýna að meðalfjöldi sæðisfruma hjá karlmönnum hefur lækkað um 50-60% frá árinu 1973 til 2011 í Evrópu, Norður Ameríku og Ástralíu. Vísindamenn telja að fjöldi sæðisfruma hjá karlmönnum muni nálgast núll um 2045 haldi þessi þróun áfram,“ segir Umhverfisstofnun. Ein af ástæðum aukinnar ófrjósemi séu innkirtlatruflandi efni, sem finnast víða í daglegu umhverfi. Þau séu meðal annars notuð í þvottaefni, snyrtivörur, textíl, plast og raftæki. „Þekktustu innkirtlatruflandi efnin eru perflúoruð alkýlsúlfónöt (PFAS), bisfenól efnasambönd (t.d. BPA, BPS, BPF, o.fl.), þalöt, eldtefjandi efni sem innihalda halógena, díoxín, fjölklóruð bífenýl (PCB) og paraben,“ segir í tilkynningunni en mörg efnana séu þegar ýmist bönnuð hér á landi eða notkun þeirra háð takmörkunum. Innkirtlatruflandi efni geta verið afar skaðleg og meðal annars valdið óeðlilegum kynþroska, óreglulegum tíðahring, fjölblöðrueggjastokkaheilkenni, legslímuflakki og fósturmissi. Þau brotni hægt niður eða alls ekki og safnist því upp í náttúrunni. „Rannsóknir á eiginleikum og váhrifum nýrra efna taka nokkurn tíma að gefa áreiðanlegar niðurstöður, sem leiðir til þess að stjórnvöld ná ekki að setja reglur til að takmarka eða banna framleiðslu og notkun þeirra nógu tímalega,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að um 10 milljónir nýrra efna bætist við flóruna á ári hverju. Ein leið til að forðast innkirtlatruflandi efni sé að velja vörur merktar Svansmerkinu eða Evrópublóminu og helst án ilmefna. Nánari upplýsingar má finna hér. Umhverfismál Frjósemi Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
„Vandamál tengd ófrjósemi hafa aukist síðastliðna áratugi og áætlað er að tíðni ófrjósemi meðal para sé að meðaltali 10-15% á heimsvísu. Rannsóknir sýna að meðalfjöldi sæðisfruma hjá karlmönnum hefur lækkað um 50-60% frá árinu 1973 til 2011 í Evrópu, Norður Ameríku og Ástralíu. Vísindamenn telja að fjöldi sæðisfruma hjá karlmönnum muni nálgast núll um 2045 haldi þessi þróun áfram,“ segir Umhverfisstofnun. Ein af ástæðum aukinnar ófrjósemi séu innkirtlatruflandi efni, sem finnast víða í daglegu umhverfi. Þau séu meðal annars notuð í þvottaefni, snyrtivörur, textíl, plast og raftæki. „Þekktustu innkirtlatruflandi efnin eru perflúoruð alkýlsúlfónöt (PFAS), bisfenól efnasambönd (t.d. BPA, BPS, BPF, o.fl.), þalöt, eldtefjandi efni sem innihalda halógena, díoxín, fjölklóruð bífenýl (PCB) og paraben,“ segir í tilkynningunni en mörg efnana séu þegar ýmist bönnuð hér á landi eða notkun þeirra háð takmörkunum. Innkirtlatruflandi efni geta verið afar skaðleg og meðal annars valdið óeðlilegum kynþroska, óreglulegum tíðahring, fjölblöðrueggjastokkaheilkenni, legslímuflakki og fósturmissi. Þau brotni hægt niður eða alls ekki og safnist því upp í náttúrunni. „Rannsóknir á eiginleikum og váhrifum nýrra efna taka nokkurn tíma að gefa áreiðanlegar niðurstöður, sem leiðir til þess að stjórnvöld ná ekki að setja reglur til að takmarka eða banna framleiðslu og notkun þeirra nógu tímalega,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að um 10 milljónir nýrra efna bætist við flóruna á ári hverju. Ein leið til að forðast innkirtlatruflandi efni sé að velja vörur merktar Svansmerkinu eða Evrópublóminu og helst án ilmefna. Nánari upplýsingar má finna hér.
Umhverfismál Frjósemi Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent