Ráðleggur fólki að færa föstudagspítsuna til sunnudags Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 7. september 2021 16:30 Einkaþjálfarinn Egill Einarsson ráðleggur fólki að færa föstudagspítsuna til sunnudags. Þannig segir hann að auðveldara sé að halda matarræðinu góðu fyrir helgina. Stöð 2 Egill Einarsson, einkaþjálfari segir að það eigi ekki að vera leiðinlegt að koma sér í form. Allt snúist þetta um magn og hlutfall þess sem þú borðar. Hann segir föstudagspítsuhefð Íslendinga þó vera ákveðið vandamál og mælir frekar með því að fólk færi pítsuátið yfir á sunnudag. „Matarræðið er hundrað prósent af árangrinum. Þú getur æft þrisvar á dag og matarræðið er í rugli og þá gerist ekki neitt,“ segir Egill, einnig þekktur sem Gillz. Hann tekur sem dæmi golfara. Hann segir golf vera fínustu hreyfingu en að golfarar skemmi síðan fyrir sér inni í golfskálanum þar sem þeir gæði sér á hamborgara, frönskum, kokteilsósu og sex bjórum. „Golfarar eru í alvöru veseni á sumrin. Ég hef aldrei fengið til mín golfara sem er í betra formi eftir sumarið. Það gerist ekki.“ Egill segist aftur á móti vera hlynntur því að fólk taki sér sína svindldaga einu sinni í viku. Það sé ekki raunhæft að ætla aldrei að leyfa sér neitt. „Þá ertu komin út í einhverja klikkun sko. Þegar þú ferð út í öfgar þá endar það alltaf með skell,“ segir hann. „Alvöru vesen að biðja fólk um þetta því þetta er hefð“ Flestir Íslendingar kannast við þá hefð að þá sér pítsu á föstudegi. Að mati Egils getur sú hefð þó verið ákveðið vandamál þar sem sukkið eigi það til að teygja sig yfir alla helgina. „Laugardagurinn verður aldrei hundrað prósent og svo er sunnudagurinn líka slakur. Þá er helmingurinn af vikunni orðinn sukk.“ Egill ráðleggur sínum kúnnum því að færa föstudagspítsuna yfir á sunnudag, þó við misjafnar undirtektir. „Þetta er oft bara krísa á heimilinu þegar ég sting upp á þessu. Fólk er bara: „Ha? Hvað með pítsuna á föstudegi? Er ekki í lagi með þig?“. Það er alvöru vesen að biðja fólk um þetta, því þetta er hefð hjá fólki.“ Með því að færa pítsuna yfir á sunnudag segir Egill að auðveldara sé að halda matarræðinu góðu yfir helgina. „Þú getur haldið föstudeginum góðum. Laugardagurinn getur verið ágætur, sérstaklega ef þú hreyfir þig, þá er auðveldara að borða hollt þann daginn. Síðan tekurðu pítsu á sunnudagskvöldinu og næsta dag ertu bara mættur í vinnu og í rútínu.“ Það er hægt að lifa lífinu og koma sér í form Egill ítrekar þó að það eigi ekki að vera leiðinlegt að koma sér í form. Hann segir að einstaklingur sem sé að reyna koma sér í form geti borðað sama kvöldmat og aðrir heimilismenn svo lengi sem hann sé meðvitaður um magn og hlutföll. „Ef það er hakk og spaghettí, þá myndi hann bara borða meira af hakki og minna af spaghettí. Þá getur fjölskyldan alveg borðað það sama. Þetta þarf ekkert að vera stórkostlega mikið vesen.“ Þá segist Egill ekki hlynntur of miklum boðum og bönnum. „Ef ég fæ til mín bjórdrykkjufólk í þjálfun, þá segi ég aldrei „Hey þú verður að slaka á í bjórnum“. Því þú verður að leyfa fólki að lifa á sama tíma og það er að koma sér í form. Þegar þetta er orðið leiðinlegt þá nennirðu þessu ekki.“ Aftur á móti ráðleggur hann fólki að skipta yfir í „light“ bjór og taka til í matarræðinu á móti. Allt snúist þetta um jafnvægi. „Það er hægt að lifa lífinu og koma sér í form.“ Heilsa Matur Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Kanónur í jólakósí Menning Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira
„Matarræðið er hundrað prósent af árangrinum. Þú getur æft þrisvar á dag og matarræðið er í rugli og þá gerist ekki neitt,“ segir Egill, einnig þekktur sem Gillz. Hann tekur sem dæmi golfara. Hann segir golf vera fínustu hreyfingu en að golfarar skemmi síðan fyrir sér inni í golfskálanum þar sem þeir gæði sér á hamborgara, frönskum, kokteilsósu og sex bjórum. „Golfarar eru í alvöru veseni á sumrin. Ég hef aldrei fengið til mín golfara sem er í betra formi eftir sumarið. Það gerist ekki.“ Egill segist aftur á móti vera hlynntur því að fólk taki sér sína svindldaga einu sinni í viku. Það sé ekki raunhæft að ætla aldrei að leyfa sér neitt. „Þá ertu komin út í einhverja klikkun sko. Þegar þú ferð út í öfgar þá endar það alltaf með skell,“ segir hann. „Alvöru vesen að biðja fólk um þetta því þetta er hefð“ Flestir Íslendingar kannast við þá hefð að þá sér pítsu á föstudegi. Að mati Egils getur sú hefð þó verið ákveðið vandamál þar sem sukkið eigi það til að teygja sig yfir alla helgina. „Laugardagurinn verður aldrei hundrað prósent og svo er sunnudagurinn líka slakur. Þá er helmingurinn af vikunni orðinn sukk.“ Egill ráðleggur sínum kúnnum því að færa föstudagspítsuna yfir á sunnudag, þó við misjafnar undirtektir. „Þetta er oft bara krísa á heimilinu þegar ég sting upp á þessu. Fólk er bara: „Ha? Hvað með pítsuna á föstudegi? Er ekki í lagi með þig?“. Það er alvöru vesen að biðja fólk um þetta, því þetta er hefð hjá fólki.“ Með því að færa pítsuna yfir á sunnudag segir Egill að auðveldara sé að halda matarræðinu góðu yfir helgina. „Þú getur haldið föstudeginum góðum. Laugardagurinn getur verið ágætur, sérstaklega ef þú hreyfir þig, þá er auðveldara að borða hollt þann daginn. Síðan tekurðu pítsu á sunnudagskvöldinu og næsta dag ertu bara mættur í vinnu og í rútínu.“ Það er hægt að lifa lífinu og koma sér í form Egill ítrekar þó að það eigi ekki að vera leiðinlegt að koma sér í form. Hann segir að einstaklingur sem sé að reyna koma sér í form geti borðað sama kvöldmat og aðrir heimilismenn svo lengi sem hann sé meðvitaður um magn og hlutföll. „Ef það er hakk og spaghettí, þá myndi hann bara borða meira af hakki og minna af spaghettí. Þá getur fjölskyldan alveg borðað það sama. Þetta þarf ekkert að vera stórkostlega mikið vesen.“ Þá segist Egill ekki hlynntur of miklum boðum og bönnum. „Ef ég fæ til mín bjórdrykkjufólk í þjálfun, þá segi ég aldrei „Hey þú verður að slaka á í bjórnum“. Því þú verður að leyfa fólki að lifa á sama tíma og það er að koma sér í form. Þegar þetta er orðið leiðinlegt þá nennirðu þessu ekki.“ Aftur á móti ráðleggur hann fólki að skipta yfir í „light“ bjór og taka til í matarræðinu á móti. Allt snúist þetta um jafnvægi. „Það er hægt að lifa lífinu og koma sér í form.“
Heilsa Matur Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Kanónur í jólakósí Menning Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira