Þorsteinn um Amöndu: „Markmiðið með að velja hana er að hún spili fyrir Ísland“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. september 2021 19:01 Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir markmið liðsins vera að komast á HM. Mynd/skjáskot Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, kynnti í dag hópinn sem mætir Hollendingum þann 21. september. Leikurinn er fyrsti leikur liðsins í undankeppni HM 2023 og Þorsteinn segir að búast megi við krefjandi leik. „Þetta er náttúrulega bara fyrsti leikur í undankeppni HM og það skiptir máli að byrja vel,“ sagði Þorsteinn í samtali við Stöð 2. „Við byrjum á sterkasta andstæðingnum í riðlinum þannig að þetta verður krefjandi og erfiður leikur, en vonandi bara virkilega skemmtilegur.“ Sif Atladóttir snýr aftur í hópinn eftir tveggja ára fjarveru og Þorsteinn vonar að hún geti sýnt allar sínar bestu hliðar með landsliðinu. „Ég bara vona að Sif komi með góða hluti inn í liðið. Hún er búin að vera á góðri leið og er búin að standa sig vel núna undanfarið með Kristianstad og er að nálgast sitt besta. Vonandi kemur hún bara með sitt besta inn í hópinn hjá okkur.“ Hin unga og efnilega Amanda Andradóttir var einnig valin í hópinn, en þetta er í fyrsta skipti sem hún er valin. Hún var á dögunum valin í U-19 ára landslið Noregs, en Þorsteinn vonar að Amanda muni spila með íslenska liðinu um ókomna tíð. „Hún er allavega í hópnum núna og vonandi kemur hún bara til með að spila fyrir okkur. Það er náttúrulega markmiðið með að velja hana, að hún spili fyrir Ísland. Hún er vonandi klár í það að vera landsliðsmaður Íslands. Ég á ekki von á öðru en að þetta sé bara byrjunin á einhverju góðu.“ „Ég ræddi við hana í gær síðast og hennar hugur er bara að koma til okkar og spila fyrir okkur. Það er hennar hugur og það er ekkert annað í stöðunni í dag allavega.“ Aðspurður að því hvort að hann sjái fyrir sér að Amanda muni byrja sinn fyrsta landsleik gegn Hollendingum segir Þorsteinn að hann sé ekki farinn að leiða hugann að því. „Ég er ekkert farinn að spá í byrjunarliðið þannig að ég hef ekki hugmynd um það. En okkar samræður voru þannig að það voru engin loforð um eitt né neitt. Það er eitthvað sem að knattspyrnuþjálfari gerir aldrei, það er að lofa einhverju sem að hann þarf svo að svíkja, þá ertu ekki í góðum málum. Ég nota aldrei orðið loforð um svona hluti.“ Markiðið að komast á HM Þorsteinn segir að þó að leikurinn gegn Hollendingum sé enginn úrslitaleikur sé hann gríðarlega mikilvægur fyrir íslenska liðið. Hann segir einnig að markmiðið í undankeppninni sé að vinna sér inn sæti á HM. „Auðvitað þarftu alltaf að spila bara einn leik í einu og ná árangri úr honum en markmiðið er náttúrulega alltaf að fara á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Það er svona grunnmarkmiðið okkar.“ „Við gerum bara allt sem við getum til þess að ná því og um það mun þessi riðlakeppni bara snúast. Þetta er ekki úrslitaleikur á móti Hollandi því þetta er bara fyrsti leikur. En allir leikir eru mikilvægir og það skiptir máli fyrir okkur að ná góðum úrslitum þar, bara upp á framhaldið. En að sjálfsögðu förum við í þennan leik til þess að vinna hann.“ Viðtalið við Þorstein má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Amanda valin í landsliðið og Sif snýr aftur Amanda Jacobsen Andradóttir er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Evrópumeisturum Hollands í undankeppni HM 2023. 6. september 2021 13:30 Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira
„Þetta er náttúrulega bara fyrsti leikur í undankeppni HM og það skiptir máli að byrja vel,“ sagði Þorsteinn í samtali við Stöð 2. „Við byrjum á sterkasta andstæðingnum í riðlinum þannig að þetta verður krefjandi og erfiður leikur, en vonandi bara virkilega skemmtilegur.“ Sif Atladóttir snýr aftur í hópinn eftir tveggja ára fjarveru og Þorsteinn vonar að hún geti sýnt allar sínar bestu hliðar með landsliðinu. „Ég bara vona að Sif komi með góða hluti inn í liðið. Hún er búin að vera á góðri leið og er búin að standa sig vel núna undanfarið með Kristianstad og er að nálgast sitt besta. Vonandi kemur hún bara með sitt besta inn í hópinn hjá okkur.“ Hin unga og efnilega Amanda Andradóttir var einnig valin í hópinn, en þetta er í fyrsta skipti sem hún er valin. Hún var á dögunum valin í U-19 ára landslið Noregs, en Þorsteinn vonar að Amanda muni spila með íslenska liðinu um ókomna tíð. „Hún er allavega í hópnum núna og vonandi kemur hún bara til með að spila fyrir okkur. Það er náttúrulega markmiðið með að velja hana, að hún spili fyrir Ísland. Hún er vonandi klár í það að vera landsliðsmaður Íslands. Ég á ekki von á öðru en að þetta sé bara byrjunin á einhverju góðu.“ „Ég ræddi við hana í gær síðast og hennar hugur er bara að koma til okkar og spila fyrir okkur. Það er hennar hugur og það er ekkert annað í stöðunni í dag allavega.“ Aðspurður að því hvort að hann sjái fyrir sér að Amanda muni byrja sinn fyrsta landsleik gegn Hollendingum segir Þorsteinn að hann sé ekki farinn að leiða hugann að því. „Ég er ekkert farinn að spá í byrjunarliðið þannig að ég hef ekki hugmynd um það. En okkar samræður voru þannig að það voru engin loforð um eitt né neitt. Það er eitthvað sem að knattspyrnuþjálfari gerir aldrei, það er að lofa einhverju sem að hann þarf svo að svíkja, þá ertu ekki í góðum málum. Ég nota aldrei orðið loforð um svona hluti.“ Markiðið að komast á HM Þorsteinn segir að þó að leikurinn gegn Hollendingum sé enginn úrslitaleikur sé hann gríðarlega mikilvægur fyrir íslenska liðið. Hann segir einnig að markmiðið í undankeppninni sé að vinna sér inn sæti á HM. „Auðvitað þarftu alltaf að spila bara einn leik í einu og ná árangri úr honum en markmiðið er náttúrulega alltaf að fara á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Það er svona grunnmarkmiðið okkar.“ „Við gerum bara allt sem við getum til þess að ná því og um það mun þessi riðlakeppni bara snúast. Þetta er ekki úrslitaleikur á móti Hollandi því þetta er bara fyrsti leikur. En allir leikir eru mikilvægir og það skiptir máli fyrir okkur að ná góðum úrslitum þar, bara upp á framhaldið. En að sjálfsögðu förum við í þennan leik til þess að vinna hann.“ Viðtalið við Þorstein má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Amanda valin í landsliðið og Sif snýr aftur Amanda Jacobsen Andradóttir er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Evrópumeisturum Hollands í undankeppni HM 2023. 6. september 2021 13:30 Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira
Amanda valin í landsliðið og Sif snýr aftur Amanda Jacobsen Andradóttir er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Evrópumeisturum Hollands í undankeppni HM 2023. 6. september 2021 13:30