Sjálfstæðismenn séu að reyna að forðast umræðu um skatta Snorri Másson skrifar 6. september 2021 13:31 Kristrún Frostadóttir er hagfræðingur og leiðir lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður í Alþingiskosningunum. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar, segir sjálfstæðismenn vera að forðast efnislega umræðu um aukið framlag ríkasta fólksins til samfélagsins með málflutningi sínum um meint ólögmæti stóreignaskatts. Hún telur að legið hafi fyrir frá upphafi að áformin standist stjórnarskrá. Stóreignaskattur er eitt af kosningaloforðum Samfylkingarinnar og felur í sér 1,5% skatt á hverja milljón umfram 200ustu milljónina í hreina eign. Maður sem ætti milljarð í hreina eign myndi því borga 1,5% af 800 milljónum í skatt árlega, sem sé 12 milljónir. Teitur Björn Einarsson í Morgunblaðinu: „Skattar á Íslandi eru mjög háir og markmið okkar á að vera að lækka skatta. Þessi áform fara bæði gegn jafnræðisreglunni og eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar, og það á mjög óljósum og veikum grunni.“Aðsend Teitur Björn Einarsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, lýsti í viðtali í vikunni sem leið miklum efasemdum um lögmæti svona skatts gagnvart stjórnarskrá, enda kalli aðstæður í samfélaginu ekki á hann. Sindri Stephensen lektor við lagadeild HR og Víðir Smári Petersen dósent við HÍ birtu grein á Vísi í dag þar sem þeir draga ályktanir af dómum Hæstaréttar í stóreignaskattsmálum og komast þar að þeirri niðurstöðu að stóreignaskattur sé að meginreglu stjórnskipulega gildur. Útfærslan skipti þar þó sannarlega máli og að gætt sé jafnræðis og meðalhófs. „Þarna kemur fram í þessari grein í dag það sem við í Samfylkingunni höfum margbent á, að löggjafanum hefur verið játað mjög ríkt svigrúm til að ákvarða hvernig skattheimtu er háttað. Þetta er einfaldlega margstaðfest í dómafordæmum og ekkert ber að óttast,“ sagði Kristrún Frostadóttir, sem er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Vilji ekki að efnaðasta fólkið styðji við samfélagið Kristrún telur að sjálfstæðismenn séu að reyna að færa umræðuna frá málefninu og yfir í lagatæknileg atriði. „Ég held að sjálfstæðismenn séu einfaldlega að reyna að koma sér undan efnislegri umræðu um þá staðreynd að þeir vilji ekki að ríkasta og efnaðasta fólkið í landinu styðji í auknum mæli við samfélagið og geri okkur kleift að dreifa hér aðeins byrðunum, sem er í rauninni til hagsældar fyrir okkur öll." Kristrún hefur áhyggjur af auknum eignaójöfnuði og segir skattatillögur Samfylkingarinnar ábyrga leið til að stemma stigu við honum. „Þessir þrír liðir, eignaskatturinn, hækkun veiðigjalda á stærstu útgerðirnar og aukið skattaeftirlit teljum við að muni skila okkur þeim tekjum sem við ætlum einfaldlega að eyrnamerkja beint barnafjölskyldum, eldri borgurum og öryrkjum.“ Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Skattar og tollar Tengdar fréttir Ólögmætur stóreignaskattur Jóhann Páll Jóhannsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, ritar pistil hér á Vísi.is í dag og bregst ókvæða við gagnrýni minni á áform Samfylkingarinnar um að leggja á stóreignaskatt. Í pistli Jóhanns fer lítið fyrir svörum og rökstuðningi hvernig stóreignaskattur brjóti ekki gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og eignarréttarákvæði. 3. september 2021 16:01 Stóreignaskattar og stjórnarskráin Á síðustu dögum hefur farið fram nokkur umræða um þá stefnu Samfylkingarinnar fyrir komandi kosningar að boða svokallaðan stóreignaskatt á þá sem eiga hreinar eignir umfram 200 milljón krónur. Í umræðunni hefur því verið haldið fram að stóreignaskattar sem þessir geti verið hæpnir út frá jafnræðisreglu og eignarréttarákvæði stjórnarskrár. 6. september 2021 08:01 Sanngjarn og lögmætur stóreignaskattur Það er kostulegt að fylgjast með taugaveiklun Sjálfstæðismanna yfir því að Samfylkingin ætli að taka upp hóflegan stóreignaskatt – sem leggst einvörðungu á ríkasta 1 prósent landsmanna – til að standa undir kjarabótum fyrir lágtekju- og millitekjuhópa. 3. september 2021 12:30 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Stóreignaskattur er eitt af kosningaloforðum Samfylkingarinnar og felur í sér 1,5% skatt á hverja milljón umfram 200ustu milljónina í hreina eign. Maður sem ætti milljarð í hreina eign myndi því borga 1,5% af 800 milljónum í skatt árlega, sem sé 12 milljónir. Teitur Björn Einarsson í Morgunblaðinu: „Skattar á Íslandi eru mjög háir og markmið okkar á að vera að lækka skatta. Þessi áform fara bæði gegn jafnræðisreglunni og eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar, og það á mjög óljósum og veikum grunni.“Aðsend Teitur Björn Einarsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, lýsti í viðtali í vikunni sem leið miklum efasemdum um lögmæti svona skatts gagnvart stjórnarskrá, enda kalli aðstæður í samfélaginu ekki á hann. Sindri Stephensen lektor við lagadeild HR og Víðir Smári Petersen dósent við HÍ birtu grein á Vísi í dag þar sem þeir draga ályktanir af dómum Hæstaréttar í stóreignaskattsmálum og komast þar að þeirri niðurstöðu að stóreignaskattur sé að meginreglu stjórnskipulega gildur. Útfærslan skipti þar þó sannarlega máli og að gætt sé jafnræðis og meðalhófs. „Þarna kemur fram í þessari grein í dag það sem við í Samfylkingunni höfum margbent á, að löggjafanum hefur verið játað mjög ríkt svigrúm til að ákvarða hvernig skattheimtu er háttað. Þetta er einfaldlega margstaðfest í dómafordæmum og ekkert ber að óttast,“ sagði Kristrún Frostadóttir, sem er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Vilji ekki að efnaðasta fólkið styðji við samfélagið Kristrún telur að sjálfstæðismenn séu að reyna að færa umræðuna frá málefninu og yfir í lagatæknileg atriði. „Ég held að sjálfstæðismenn séu einfaldlega að reyna að koma sér undan efnislegri umræðu um þá staðreynd að þeir vilji ekki að ríkasta og efnaðasta fólkið í landinu styðji í auknum mæli við samfélagið og geri okkur kleift að dreifa hér aðeins byrðunum, sem er í rauninni til hagsældar fyrir okkur öll." Kristrún hefur áhyggjur af auknum eignaójöfnuði og segir skattatillögur Samfylkingarinnar ábyrga leið til að stemma stigu við honum. „Þessir þrír liðir, eignaskatturinn, hækkun veiðigjalda á stærstu útgerðirnar og aukið skattaeftirlit teljum við að muni skila okkur þeim tekjum sem við ætlum einfaldlega að eyrnamerkja beint barnafjölskyldum, eldri borgurum og öryrkjum.“
Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Skattar og tollar Tengdar fréttir Ólögmætur stóreignaskattur Jóhann Páll Jóhannsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, ritar pistil hér á Vísi.is í dag og bregst ókvæða við gagnrýni minni á áform Samfylkingarinnar um að leggja á stóreignaskatt. Í pistli Jóhanns fer lítið fyrir svörum og rökstuðningi hvernig stóreignaskattur brjóti ekki gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og eignarréttarákvæði. 3. september 2021 16:01 Stóreignaskattar og stjórnarskráin Á síðustu dögum hefur farið fram nokkur umræða um þá stefnu Samfylkingarinnar fyrir komandi kosningar að boða svokallaðan stóreignaskatt á þá sem eiga hreinar eignir umfram 200 milljón krónur. Í umræðunni hefur því verið haldið fram að stóreignaskattar sem þessir geti verið hæpnir út frá jafnræðisreglu og eignarréttarákvæði stjórnarskrár. 6. september 2021 08:01 Sanngjarn og lögmætur stóreignaskattur Það er kostulegt að fylgjast með taugaveiklun Sjálfstæðismanna yfir því að Samfylkingin ætli að taka upp hóflegan stóreignaskatt – sem leggst einvörðungu á ríkasta 1 prósent landsmanna – til að standa undir kjarabótum fyrir lágtekju- og millitekjuhópa. 3. september 2021 12:30 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Ólögmætur stóreignaskattur Jóhann Páll Jóhannsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, ritar pistil hér á Vísi.is í dag og bregst ókvæða við gagnrýni minni á áform Samfylkingarinnar um að leggja á stóreignaskatt. Í pistli Jóhanns fer lítið fyrir svörum og rökstuðningi hvernig stóreignaskattur brjóti ekki gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og eignarréttarákvæði. 3. september 2021 16:01
Stóreignaskattar og stjórnarskráin Á síðustu dögum hefur farið fram nokkur umræða um þá stefnu Samfylkingarinnar fyrir komandi kosningar að boða svokallaðan stóreignaskatt á þá sem eiga hreinar eignir umfram 200 milljón krónur. Í umræðunni hefur því verið haldið fram að stóreignaskattar sem þessir geti verið hæpnir út frá jafnræðisreglu og eignarréttarákvæði stjórnarskrár. 6. september 2021 08:01
Sanngjarn og lögmætur stóreignaskattur Það er kostulegt að fylgjast með taugaveiklun Sjálfstæðismanna yfir því að Samfylkingin ætli að taka upp hóflegan stóreignaskatt – sem leggst einvörðungu á ríkasta 1 prósent landsmanna – til að standa undir kjarabótum fyrir lágtekju- og millitekjuhópa. 3. september 2021 12:30