Fimm nýir kjörstaðir í Reykjavík og breytt kjördæmamörkun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. september 2021 10:29 Höfðatorg er einn af fimm nýjum kjörstöðum í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Alþingiskosningar fara fram laugardaginn 25. september næstkomandi. Kosið verður á 23 stöðum í Reykjavík og bætast fimm nýir kjörstaðir við í þessum kosningum. Þeir eru Frostaskjól (KR-heimilið), Höfðatorg, Álftamýrarskóli, Foldaskóli og Rimaskóli. Kjósendur í Grafarholti sem búsettir eru fyrir norðan Kristnibraut en vestan Jónsgeisla kjósa nú í Reykjavíkurkjördæmi suður, en voru áður í Reykjavíkurkjördæmi norður. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að það sé stefna borgarinnar að bæta aðgengi kjósenda að kjörstöðum og hvetja til vistvænna samgangna. Liður í því sé að fjölga kjörstöðum og færa þjónustuna þannig sem næst íbúum. Opið frá 9-22 á kjördag Í mörgum tilfellum hefur kjörstaður færst nær heimili fólks og eru kjósendur því eindregið hvattir til að fletta upp hvar þeir eiga að kjósa. Þær upplýsingar ásamt ýmsum öðrum má finna hér á vef Reykjavíkurborgar. Þarna er til dæmis búið að merkja inn á kortið gönguleið á kjörstað, vegalengd hennar og staðsetningu næstu strætóbiðstöðvar. Einnig má fletta upp sínum kjörstað út frá kennitölu á vef Þjóðskrár hér. Kjörstaðir í borginni verða opnir frá klukkan 9 til 22 á kjördag og að kjörfundi loknum fer talning fram í Laugardalshöll. Hún er öllum opin og verður myndstreymi frá talningunni á vef borgarinnar, reykjavik.is. Allir kjörstaðir í Reykjavík eru aðgengilegir fyrir fatlað fólk en aðgengis- og samráðsnefnd fatlaðs fólks í Reykjavík safnar ábendingum um aðgengismál kjörstaða borgarinnar hér. Leita má upplýsinga um allt sem varðar kosningar í síma 411-4915 eða með pósti á netfangið kosningar@reykjavik.is. Áhrif breyttrar kjördæmamörkunar Vakin er athygli á því að Landskjörsstjórn hefur ákveðið að breyta kjördæmamörkum Reykjavíkurkjördæmanna. Áhrifin eru þau að kjósendur í Grafarholti sem búsettir eru fyrir norðan Kristnibraut en vestan Jónsgeisla kjósa nú í Reykjavíkurkjördæmi suður, en voru áður í Reykjavíkurkjördæmi norður. Kjörstaður þeirra breytist ekki og er sem fyrr í Ingunnarskóla. Nánar má lesa um breytingu kjördæmamarkanna hér. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram í Kringlunni í Reykjavík og í Smáralind í Kópavogi og er opið milli 10 og 22 alla daga. Reykjavík Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Kjósendur í Grafarholti sem búsettir eru fyrir norðan Kristnibraut en vestan Jónsgeisla kjósa nú í Reykjavíkurkjördæmi suður, en voru áður í Reykjavíkurkjördæmi norður. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að það sé stefna borgarinnar að bæta aðgengi kjósenda að kjörstöðum og hvetja til vistvænna samgangna. Liður í því sé að fjölga kjörstöðum og færa þjónustuna þannig sem næst íbúum. Opið frá 9-22 á kjördag Í mörgum tilfellum hefur kjörstaður færst nær heimili fólks og eru kjósendur því eindregið hvattir til að fletta upp hvar þeir eiga að kjósa. Þær upplýsingar ásamt ýmsum öðrum má finna hér á vef Reykjavíkurborgar. Þarna er til dæmis búið að merkja inn á kortið gönguleið á kjörstað, vegalengd hennar og staðsetningu næstu strætóbiðstöðvar. Einnig má fletta upp sínum kjörstað út frá kennitölu á vef Þjóðskrár hér. Kjörstaðir í borginni verða opnir frá klukkan 9 til 22 á kjördag og að kjörfundi loknum fer talning fram í Laugardalshöll. Hún er öllum opin og verður myndstreymi frá talningunni á vef borgarinnar, reykjavik.is. Allir kjörstaðir í Reykjavík eru aðgengilegir fyrir fatlað fólk en aðgengis- og samráðsnefnd fatlaðs fólks í Reykjavík safnar ábendingum um aðgengismál kjörstaða borgarinnar hér. Leita má upplýsinga um allt sem varðar kosningar í síma 411-4915 eða með pósti á netfangið kosningar@reykjavik.is. Áhrif breyttrar kjördæmamörkunar Vakin er athygli á því að Landskjörsstjórn hefur ákveðið að breyta kjördæmamörkum Reykjavíkurkjördæmanna. Áhrifin eru þau að kjósendur í Grafarholti sem búsettir eru fyrir norðan Kristnibraut en vestan Jónsgeisla kjósa nú í Reykjavíkurkjördæmi suður, en voru áður í Reykjavíkurkjördæmi norður. Kjörstaður þeirra breytist ekki og er sem fyrr í Ingunnarskóla. Nánar má lesa um breytingu kjördæmamarkanna hér. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram í Kringlunni í Reykjavík og í Smáralind í Kópavogi og er opið milli 10 og 22 alla daga.
Reykjavík Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira