Bæta við fjórum hólfum og selja 800 miða á leikinn við Þýskaland Sindri Sverrisson skrifar 6. september 2021 10:01 Tæplega 2.000 áhorfendur sáu Ísland tapa 2-0 gegn Rúmeníu og gera 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu. vísir/vilhelm Nú í hádeginu fara í sölu 800 miðar á leik Íslands gegn stórliði Þýskalands í undankeppni HM karla í fótbolta. Leikurinn er á Laugardalsvelli á miðvikudagskvöld. Íslenska liðið hefur leikið gegn Rúmeníu og Norður-Makedóníu fyrir framan tæplega 2.000 manns í síðustu leikjum. Í boði voru 2.200 sæti sem skiptust á milli ellefu sóttvarnahólfa, í samræmi við lög um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins. Miðarnir 2.200 á leikinn við Þýskaland seldust fljótt en nú hefur verið ákveðið að bæta við fjórum hólfum í austurstúkunni á Laugardalsvelli. Óskar Örn Guðbrandsson, starfsmaður samskiptadeildar KSÍ, segir að fyrir leikina þrjá hafi verið búið að teikna upp talsvert fleiri sóttvarnahólf á Laugardalsvelli en hafi verið nýtt í leikjunum við Rúmeníu og Norður-Makedóníu. Hins vegar hafi óvissa um hugsanlegar hópamyndanir í biðröðum við innganga, salerni og veitingasölu valdið því að ekki voru fleiri hólf en ellefu. Áhuginn á leikjunum reyndist svo ekki slíkur að það kæmi að sök. Áhuginn á leiknum við Þýskaland er hins vegar meiri og í ljósi góðrar reynslu af því hvernig til tókst í gær og á fimmtudaginn gegn Rúmeníu ákvað KSÍ að fjölga áhorfendahólfum. Því verða miðar seldir í fjögur 200 manna hólf í dag og hugsanlegt er að fleiri miðum verði bætt við til sölu í vesturstúkunni ef áhugi reynist fyrir því. Þjóðverjar mæta til Íslands með höfuðið hátt eftir 6-0 sigur gegn Armeníu í Stuttgart í gær. Þeir eru nú efstir í J-riðli með 12 stig en Ísland er í 5. sæti með 4 stig, nú þegar undankeppnin er hálfnuð. HM 2022 í Katar Laugardalsvöllur Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Íslenska liðið hefur leikið gegn Rúmeníu og Norður-Makedóníu fyrir framan tæplega 2.000 manns í síðustu leikjum. Í boði voru 2.200 sæti sem skiptust á milli ellefu sóttvarnahólfa, í samræmi við lög um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins. Miðarnir 2.200 á leikinn við Þýskaland seldust fljótt en nú hefur verið ákveðið að bæta við fjórum hólfum í austurstúkunni á Laugardalsvelli. Óskar Örn Guðbrandsson, starfsmaður samskiptadeildar KSÍ, segir að fyrir leikina þrjá hafi verið búið að teikna upp talsvert fleiri sóttvarnahólf á Laugardalsvelli en hafi verið nýtt í leikjunum við Rúmeníu og Norður-Makedóníu. Hins vegar hafi óvissa um hugsanlegar hópamyndanir í biðröðum við innganga, salerni og veitingasölu valdið því að ekki voru fleiri hólf en ellefu. Áhuginn á leikjunum reyndist svo ekki slíkur að það kæmi að sök. Áhuginn á leiknum við Þýskaland er hins vegar meiri og í ljósi góðrar reynslu af því hvernig til tókst í gær og á fimmtudaginn gegn Rúmeníu ákvað KSÍ að fjölga áhorfendahólfum. Því verða miðar seldir í fjögur 200 manna hólf í dag og hugsanlegt er að fleiri miðum verði bætt við til sölu í vesturstúkunni ef áhugi reynist fyrir því. Þjóðverjar mæta til Íslands með höfuðið hátt eftir 6-0 sigur gegn Armeníu í Stuttgart í gær. Þeir eru nú efstir í J-riðli með 12 stig en Ísland er í 5. sæti með 4 stig, nú þegar undankeppnin er hálfnuð.
HM 2022 í Katar Laugardalsvöllur Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira