Fylgjast náið með Öskju og biðja ferðamenn að upplýsa um allt óvenjulegt Snorri Másson skrifar 4. september 2021 19:00 Askja er megineldstöð norðan Vatnajökuls á hálendi Íslands. Mikel Bilbao/VW PICS/Universal Images Group via Getty Images Almannavarnir fylgjast náið með landrisi og jarðskjálftavirkni í Öskju og biðja ferðamenn að láta vita, taki þeir eftir einhverju óvenjulegu á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir þetta geta markað upphafið að langtímaferli sem endar með gosi, og telur ástæðu til að taka ástandið alvarlega. Askja gaus síðast árið 1961. Eldstöðin hefur lítið látið finna fyrir sér síðan þá og landið hefur sigið jafnt og þétt frá 1983. Núna hefur orðið viðsnúningur og landið er tekið að rísa á ný. Ef gos hefst í Öskju verður það aðeins um 20 kílómetrum frá Holuhrauni, þar sem gos hófst í ágúst árið 2014, síðasta eldgos á landinu á undan því sem nú stendur yfir í Fagradalsfjalli. Þökk sé gosinu í Holuhrauninu búa almannavarnir yfir góðri reynslu þegar kemur að því að tryggja öryggi á hálendinu. Þar er nokkuð um ferðamenn á sumrin en enn þykir ekki ástæða til að ráða fólki frá ferðalögum vegna landrissins. „Það þarf þá að vera í rauninni skýrari merki um breytingar, meiri þenslu, aukna jarðskjálftavirkni. Þegar við höfðum samband við Lögregluna á Austurlandi minntumst við á að ef einhver er þarna á ferðinni taki eftir auknum jarðhita eða öðrum breytingum, að tilkynna það. En þetta er á því stigi að við erum bara frekar róleg yfir þessu og fylgjumst bara með þróuninni,“ segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavörnum. Öskugos árið 1875 Það hefur orðið þrýstiaukning í rótum eldstöðvarinnar og merki eru um lítillega breytta jarðskjálftavirkni í kringum eldstöðina. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Háskóla Íslands segir að það þurfi ekki endilega að þýða að það sé að koma gos. „Það þarf bara að fylgjast vel með eldstöðinni. Ein möguleg skýring á þessu er að kvika streymi þarna inn í rætur eldstöðvarinnar núna. En núna er tímabil aðgæslu og aukinnar vöktunar.“ Sprengigos eða öskugos eru ólíkleg, þótt meiriháttar öskugos hafi orðið í Öskju árið 1875. „Líklegasta atburðarásin er bara staðbundið hraungos inni á hálendi þar sem engir eru. En það eru þessar litlu líkur á að það gerist eitthvað annað.“ Eldgos og jarðhræringar Hálendisþjóðgarður Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Ástæða til að taka atburðarás við Öskju alvarlega Ástæða er til að taka landris í kringum Öskju alvarlega að mati jarðeðlisfræðings. Landið hefur risið um nokkra sentímetra eftir að hafa sigið stanslaust í 40 ár og vísbendingar eru um aukna jarðskjálftavirkni á svæðinu. 4. september 2021 12:22 Land rís við Öskju Mælingar Veðurstofu Íslands sýna að þensla hafi hafist í Öskju í byrjun ágúst 2021. 3. september 2021 23:58 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Askja gaus síðast árið 1961. Eldstöðin hefur lítið látið finna fyrir sér síðan þá og landið hefur sigið jafnt og þétt frá 1983. Núna hefur orðið viðsnúningur og landið er tekið að rísa á ný. Ef gos hefst í Öskju verður það aðeins um 20 kílómetrum frá Holuhrauni, þar sem gos hófst í ágúst árið 2014, síðasta eldgos á landinu á undan því sem nú stendur yfir í Fagradalsfjalli. Þökk sé gosinu í Holuhrauninu búa almannavarnir yfir góðri reynslu þegar kemur að því að tryggja öryggi á hálendinu. Þar er nokkuð um ferðamenn á sumrin en enn þykir ekki ástæða til að ráða fólki frá ferðalögum vegna landrissins. „Það þarf þá að vera í rauninni skýrari merki um breytingar, meiri þenslu, aukna jarðskjálftavirkni. Þegar við höfðum samband við Lögregluna á Austurlandi minntumst við á að ef einhver er þarna á ferðinni taki eftir auknum jarðhita eða öðrum breytingum, að tilkynna það. En þetta er á því stigi að við erum bara frekar róleg yfir þessu og fylgjumst bara með þróuninni,“ segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavörnum. Öskugos árið 1875 Það hefur orðið þrýstiaukning í rótum eldstöðvarinnar og merki eru um lítillega breytta jarðskjálftavirkni í kringum eldstöðina. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Háskóla Íslands segir að það þurfi ekki endilega að þýða að það sé að koma gos. „Það þarf bara að fylgjast vel með eldstöðinni. Ein möguleg skýring á þessu er að kvika streymi þarna inn í rætur eldstöðvarinnar núna. En núna er tímabil aðgæslu og aukinnar vöktunar.“ Sprengigos eða öskugos eru ólíkleg, þótt meiriháttar öskugos hafi orðið í Öskju árið 1875. „Líklegasta atburðarásin er bara staðbundið hraungos inni á hálendi þar sem engir eru. En það eru þessar litlu líkur á að það gerist eitthvað annað.“
Eldgos og jarðhræringar Hálendisþjóðgarður Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Ástæða til að taka atburðarás við Öskju alvarlega Ástæða er til að taka landris í kringum Öskju alvarlega að mati jarðeðlisfræðings. Landið hefur risið um nokkra sentímetra eftir að hafa sigið stanslaust í 40 ár og vísbendingar eru um aukna jarðskjálftavirkni á svæðinu. 4. september 2021 12:22 Land rís við Öskju Mælingar Veðurstofu Íslands sýna að þensla hafi hafist í Öskju í byrjun ágúst 2021. 3. september 2021 23:58 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Ástæða til að taka atburðarás við Öskju alvarlega Ástæða er til að taka landris í kringum Öskju alvarlega að mati jarðeðlisfræðings. Landið hefur risið um nokkra sentímetra eftir að hafa sigið stanslaust í 40 ár og vísbendingar eru um aukna jarðskjálftavirkni á svæðinu. 4. september 2021 12:22
Land rís við Öskju Mælingar Veðurstofu Íslands sýna að þensla hafi hafist í Öskju í byrjun ágúst 2021. 3. september 2021 23:58