Þurftu að skilja tveggja mánaða barn eftir þegar þau flúðu frá Kabúl til Íslands Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2021 14:40 Zeba Sultani. Gífurleg örtröð var við flugvöllinn í Kabúl eftir að Talibanar náðu völdum í Afganistan. AP Hjónin Zeba Sultani og Khairullah Yosuf, sem flúðu nýverið frá Afganistan til Íslands, þurftu að skilja tveggja mánaða son þeirra eftir í Afganistan. Ungt barn þeirra dó næstum því í öngþveitinu við flugvöllinn í Kabúl, þegar verið var að flytja Afgana sem þykja í hættu vegna yfirtöku Talibana frá landinu. Hjónin voru í viðtali við Morgunblaðið. Þar sögðu þau meðal annars frá ógninni sem að þeim steðjar í Afganistan og erfiðum degi við flugvöllinn þegar þau komust frá landi. Þá skildu þau Arsalan, son þeirra, eftir hjá ömmu sinni og frænku. Tæplega 130 þúsund manns voru flutt frá Afganistan til annarra ríkja í kjölfar falls ríkisstjórnar landsins. Hætt er að flytja fólk frá Afganistan og eru hermenn Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagins farnir þaðan. Nú stjórna Talibanar mest öllu landinu en þeir hafa heitið því að vera frjálslyndari en á árum áður og að ekki verði gripið til hefnaraðgerða. Margir Afganar eru þó verulega tortryggnir í garð Talibana og þá sérstaklega konur. Þá hafa borist fregnir af hefndaraðgerðum gegn andstæðingum Talibana. Í dag skutu vígamenn Talibana í loftið nærri hópi kvenna sem héldu mótmæli í Kabúl í dag. Þar höfðu konurnar komið saman til að krefjast jafnréttis en voru reknar á brott, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Miðvikudaginn 25. ágúst, degi áður en sprengjuárásin var gerð, fóru þau hjón fótgangandi að flugvellinum. Arsalan var þá í fangi Khairullah. Sjá einnig: Mannskæð sprengjuárás í mannþröng við flugvöllinn í Kabúl Barnið hætti að anda Þarna voru mikil læti þar sem verið var að skjóta úr byssum og gífurlegur troðningur. Khairullah tók eftir því að Arsalan var búinn að missa meðvitund. Khairullah fékk inn í hús í nágrenninu þar sem Arsalan fór að anda aftur eftir smá hnoð á brjóstkassa. Hann telur að barnið hafi hætt að anda vegna súrefnisskorts sökum alls troðningsins og vita þau hjón til þess að ungabörn hafi dáið. Bæði vegna súrefnisskorts og eftir að hafa troðist undir. Þau fóru aftur að bílnum og þar náði Zeba sambandið við starfskonur Jafnréttisskólans. Þau skildu barnið eftir í bílnum með ættingjum þeirra og fóru aftur að flugvellinum þar sem verið var að skoða hvort þau kæmust þar inn með öðrum leiðum. Frá flugvellinum í Kabúl.AP/Landgöngulið Bandaríkjanna Við treystum okkur ekki með barnið því við vissum ekki hvernig ástandið væri þarna. Ég sagðist koma aftur í bílinn ef ég sæi að þetta væri í lagi en svo reyndist þessi lausn fela í sér að fara aftur í gegnum þvöguna en með aðstoð hermanna,“ segir Zeba í viðtalinu. Hún segir þau hafa reynt að komast aftur að bílnum með aðstoð hermanna en það hafi reynst ómögulegt. Erfið ákvörðun Þau segja þessa ákvörðun hafa verið afar erfiða en hún hafi verið tekin með framtíð Arsalan í huga. Hann ætti sér enga framtíð í Afganistan og vinna þau að því að koma honum til Íslands. Þau segja Arsalan eiga möguleika á mun betra lífi hér. Bæði Zeba og Khairullah eru vel menntuð og hafa unnið fyrir fyrrverandi ríkisstjórn Afganistans. Þau segja Talibana hafa ógnað starfsmönnum ríkisstjórnarinnar. Bæði segjast þau hafa átt von á því að Talibanar myndu ná völdum í Afganistan eftir brottför Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalaginu. Þau töldu þó að þau hefðu meiri tíma til að flýja land en hraði yfirtöku Talibana kom flestum á óvart. Zeba segist hafa reynt að ná sparifé þeirra úr banka en það hafi verið ómögulegt. Bankarnir hafi verið tómir. „Ég veit ekkert hvort ég sjái peningana mína nokkurn tímann aftur,“ segir hún. Í grein Morgunblaðsins segir að framtíð þeirra hjóna sé alfarið óráðin. Þau hafi komið hingað til lands með nánast ekkert nema fötin sem þó stóðu í. Eina taskan sem þau tóku með sér hafi verið fatataska Arsalan. Þau hjón segjast þó vongóð og sjá fyrir góða framtíð fyrir sér. Fari allt að óskum. Maturinn að klárast Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að matarbirgðir þeirra í Afganistan gætu klárast í þessum mánuði og mögulega stefni í hungursneyð. Nú þegar búi um þriðjungur 38 milljóna íbúa landsins við það að vita ekki hvort þau geti fengið mat daglega. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar hafa þurrkar komið niður á uppskeru og er þörf á fjármunum til að kaupa mat í hjálparsendingar. Afganistan Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Hjónin voru í viðtali við Morgunblaðið. Þar sögðu þau meðal annars frá ógninni sem að þeim steðjar í Afganistan og erfiðum degi við flugvöllinn þegar þau komust frá landi. Þá skildu þau Arsalan, son þeirra, eftir hjá ömmu sinni og frænku. Tæplega 130 þúsund manns voru flutt frá Afganistan til annarra ríkja í kjölfar falls ríkisstjórnar landsins. Hætt er að flytja fólk frá Afganistan og eru hermenn Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagins farnir þaðan. Nú stjórna Talibanar mest öllu landinu en þeir hafa heitið því að vera frjálslyndari en á árum áður og að ekki verði gripið til hefnaraðgerða. Margir Afganar eru þó verulega tortryggnir í garð Talibana og þá sérstaklega konur. Þá hafa borist fregnir af hefndaraðgerðum gegn andstæðingum Talibana. Í dag skutu vígamenn Talibana í loftið nærri hópi kvenna sem héldu mótmæli í Kabúl í dag. Þar höfðu konurnar komið saman til að krefjast jafnréttis en voru reknar á brott, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Miðvikudaginn 25. ágúst, degi áður en sprengjuárásin var gerð, fóru þau hjón fótgangandi að flugvellinum. Arsalan var þá í fangi Khairullah. Sjá einnig: Mannskæð sprengjuárás í mannþröng við flugvöllinn í Kabúl Barnið hætti að anda Þarna voru mikil læti þar sem verið var að skjóta úr byssum og gífurlegur troðningur. Khairullah tók eftir því að Arsalan var búinn að missa meðvitund. Khairullah fékk inn í hús í nágrenninu þar sem Arsalan fór að anda aftur eftir smá hnoð á brjóstkassa. Hann telur að barnið hafi hætt að anda vegna súrefnisskorts sökum alls troðningsins og vita þau hjón til þess að ungabörn hafi dáið. Bæði vegna súrefnisskorts og eftir að hafa troðist undir. Þau fóru aftur að bílnum og þar náði Zeba sambandið við starfskonur Jafnréttisskólans. Þau skildu barnið eftir í bílnum með ættingjum þeirra og fóru aftur að flugvellinum þar sem verið var að skoða hvort þau kæmust þar inn með öðrum leiðum. Frá flugvellinum í Kabúl.AP/Landgöngulið Bandaríkjanna Við treystum okkur ekki með barnið því við vissum ekki hvernig ástandið væri þarna. Ég sagðist koma aftur í bílinn ef ég sæi að þetta væri í lagi en svo reyndist þessi lausn fela í sér að fara aftur í gegnum þvöguna en með aðstoð hermanna,“ segir Zeba í viðtalinu. Hún segir þau hafa reynt að komast aftur að bílnum með aðstoð hermanna en það hafi reynst ómögulegt. Erfið ákvörðun Þau segja þessa ákvörðun hafa verið afar erfiða en hún hafi verið tekin með framtíð Arsalan í huga. Hann ætti sér enga framtíð í Afganistan og vinna þau að því að koma honum til Íslands. Þau segja Arsalan eiga möguleika á mun betra lífi hér. Bæði Zeba og Khairullah eru vel menntuð og hafa unnið fyrir fyrrverandi ríkisstjórn Afganistans. Þau segja Talibana hafa ógnað starfsmönnum ríkisstjórnarinnar. Bæði segjast þau hafa átt von á því að Talibanar myndu ná völdum í Afganistan eftir brottför Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalaginu. Þau töldu þó að þau hefðu meiri tíma til að flýja land en hraði yfirtöku Talibana kom flestum á óvart. Zeba segist hafa reynt að ná sparifé þeirra úr banka en það hafi verið ómögulegt. Bankarnir hafi verið tómir. „Ég veit ekkert hvort ég sjái peningana mína nokkurn tímann aftur,“ segir hún. Í grein Morgunblaðsins segir að framtíð þeirra hjóna sé alfarið óráðin. Þau hafi komið hingað til lands með nánast ekkert nema fötin sem þó stóðu í. Eina taskan sem þau tóku með sér hafi verið fatataska Arsalan. Þau hjón segjast þó vongóð og sjá fyrir góða framtíð fyrir sér. Fari allt að óskum. Maturinn að klárast Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að matarbirgðir þeirra í Afganistan gætu klárast í þessum mánuði og mögulega stefni í hungursneyð. Nú þegar búi um þriðjungur 38 milljóna íbúa landsins við það að vita ekki hvort þau geti fengið mat daglega. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar hafa þurrkar komið niður á uppskeru og er þörf á fjármunum til að kaupa mat í hjálparsendingar.
Afganistan Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira