Ástæða til að taka atburðarás við Öskju alvarlega Snorri Másson skrifar 4. september 2021 12:22 Freysteinn Sigmundsson er jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Hann hefur rannsakað Öskju um langt skeið, en eldstöðin kann að vera að taka við sér núna í fyrsta sinn í marga áratugi. Vísir/Egill Aðalsteinsson Ástæða er til að taka landris í kringum Öskju alvarlega að mati jarðeðlisfræðings. Landið hefur risið um nokkra sentímetra eftir að hafa sigið stanslaust í 40 ár og vísbendingar eru um aukna jarðskjálftavirkni á svæðinu. Askja gaus síðast árið 1961 en land í kringum eldstöðina hefur sigið jafnt og þétt frá árinu 1983. Núna er viðsnúningur og land tekið að rísa á ný. Ástæðan fyrir því að Veðurstofan gerði grein fyrir því í gær, er að það er orðið alveg skýrt. Það hefur orðið þrýstiaukning í rótum eldstöðvarinnar, segir Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Þýðir það að það sé að koma gos? „Nei, ekki endilega. Það þarf bara að fylgjast vel með eldstöðinni. Ein möguleg skýring á þessu er að kvika streymi þarna inn í rætur eldstöðvarinnar núna. En núna er tímabil aðgæslu og aukinnar vöktunar,“ segir Freysteinn. Öskjuvatn myndaðist í miklu eldgosi í öskju árið 1875.Stöð 2 Fyrst jarðskorpuhreyfingar, svo skjálftavirkni Mörg dæmi eru umm að kvika streymi inn í rætur eldstöðvar án þess að það leiði til goss, en hitt er einnig vel mögulegt að þetta sé upphafið að því sem síðar getur orðið aðdragandinn að eldgosi. Þannig var óróleiki um hríð við Svartsengi áður en gjósa tók annars staðar á Reykjanesskaga skömmu síðar. „Þetta gæti verið einhver þannig aðdragandi en alveg eins líklegt og kannski öllu líklegra að þetta bara fjari út. En þar sem eldstöðin hefur verið í kyrrð má segja, þá er rétt að taka þetta alvarlega,“ segir Freysteinn. Merki eru um breytta jarðskjálftavirkni í kringum eldstöðina en enn um sinn er sú breyting lítil. Hún gæti þó orðið meiri eftir því sem fram vindur. „Það er algengt að skjálftarnir komi kannski ekki fyrr en aðeins seinna. Það er ekkert óeðlilegt við það að fyrsta merkið sem við greinum séu jarðskorpuhreyfingar.“ Ólíklegt er að mögulegt gos í miðju Ódáðahrauni hafi veruleg áhrif á byggð, enda þyrftu ólíkar tegundir kviku að mætast til þess að úr yrði umfangsmikið sprengigos. Helst hefði Freysteinn áhyggjur af ferðamönnum á svæðinu. „Líklegasta atburðarásin er bara staðbundið hraungos inni á hálendi þar sem engir eru. En það eru þessar litlu líkur á að það gerist eitthvað annað. Við höfum líka Öskjuvatn og eldgos sem getur orðið í vatni á þessum stað. Það getur orðið gjóskufall. En þetta er framtíðarmúsík, það þarf bara að fylgjast vel með hvert þetta leiðir okkur áfram.“ Eldgos og jarðhræringar Skútustaðahreppur Almannavarnir Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira
Askja gaus síðast árið 1961 en land í kringum eldstöðina hefur sigið jafnt og þétt frá árinu 1983. Núna er viðsnúningur og land tekið að rísa á ný. Ástæðan fyrir því að Veðurstofan gerði grein fyrir því í gær, er að það er orðið alveg skýrt. Það hefur orðið þrýstiaukning í rótum eldstöðvarinnar, segir Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Þýðir það að það sé að koma gos? „Nei, ekki endilega. Það þarf bara að fylgjast vel með eldstöðinni. Ein möguleg skýring á þessu er að kvika streymi þarna inn í rætur eldstöðvarinnar núna. En núna er tímabil aðgæslu og aukinnar vöktunar,“ segir Freysteinn. Öskjuvatn myndaðist í miklu eldgosi í öskju árið 1875.Stöð 2 Fyrst jarðskorpuhreyfingar, svo skjálftavirkni Mörg dæmi eru umm að kvika streymi inn í rætur eldstöðvar án þess að það leiði til goss, en hitt er einnig vel mögulegt að þetta sé upphafið að því sem síðar getur orðið aðdragandinn að eldgosi. Þannig var óróleiki um hríð við Svartsengi áður en gjósa tók annars staðar á Reykjanesskaga skömmu síðar. „Þetta gæti verið einhver þannig aðdragandi en alveg eins líklegt og kannski öllu líklegra að þetta bara fjari út. En þar sem eldstöðin hefur verið í kyrrð má segja, þá er rétt að taka þetta alvarlega,“ segir Freysteinn. Merki eru um breytta jarðskjálftavirkni í kringum eldstöðina en enn um sinn er sú breyting lítil. Hún gæti þó orðið meiri eftir því sem fram vindur. „Það er algengt að skjálftarnir komi kannski ekki fyrr en aðeins seinna. Það er ekkert óeðlilegt við það að fyrsta merkið sem við greinum séu jarðskorpuhreyfingar.“ Ólíklegt er að mögulegt gos í miðju Ódáðahrauni hafi veruleg áhrif á byggð, enda þyrftu ólíkar tegundir kviku að mætast til þess að úr yrði umfangsmikið sprengigos. Helst hefði Freysteinn áhyggjur af ferðamönnum á svæðinu. „Líklegasta atburðarásin er bara staðbundið hraungos inni á hálendi þar sem engir eru. En það eru þessar litlu líkur á að það gerist eitthvað annað. Við höfum líka Öskjuvatn og eldgos sem getur orðið í vatni á þessum stað. Það getur orðið gjóskufall. En þetta er framtíðarmúsík, það þarf bara að fylgjast vel með hvert þetta leiðir okkur áfram.“
Eldgos og jarðhræringar Skútustaðahreppur Almannavarnir Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira