Karlvígið í Bjarnareyjarfélaginu í Eyjum fallið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. september 2021 21:26 Kristín elskar það að fá að vinna út í Bjarnarey með körlunum í félaginu. Hún segist vera sérstaklega góð á penslinum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Karlvígið í Bjarnareyjarfélaginu í Vestmannaeyjum er nú endanlega fallið eftir að fyrsta konan var tekin formlega inn í félagið. Konan segist vilja gera strákahluti. Kristín Bernharðsdóttir býr í fallega húsi við Hásteinsveg í Vestmannaeyjum, sem fjölskyldan hefur verið að gera upp síðustu ár en þau búa í Reykjavík en nýta hvert tækifæri til að koma til Eyja og vera í húsinu sínu. Kristín er ekki bara þekkt fyrir að hafa verið kjörin fegurðardrottning Íslands árið 1979 því hún er líka fyrsta konan, sem hefur verið tekin inn í Bjarnareyjarfélagið í Vestmannaeyjum og þá er nú mikið sagt. „Ég meina, einhvers staðar verða konur líka fá að vera. Ég hef gaman af því að mála, ég hef gaman af því að bera á, ég hef gaman af því að gera strákahluti, en það eru samt ekki strákahlutir,“ segir Kristín. En heldur hún að andinn muni breytast eitthvað í félaginu með tilkomu þinni? „Hann hefur ekki breyst hingað til, ekkert breyst, ég er bara hluti af strákunum, það er bara Stína og strákarnir.“ Gárungarnir tala um að Bjarnareyarfélagið sé að breytast í kvenfélag, er eitthvað til í því? „Það verður að fá að vera smá kýtingur milli eyja og það er svona partur af því að hafa gaman,“ segir Kristín og hlær. Kristín segir að tilgangur félagsins sé fyrst og fremst að viðhalda húsinu í eynni og passa upp á eyjuna og ekki síst að hafa gaman saman. Kristín er nú að hugsa um að flytja alfarið til Vestmannaeyja, þá aðallega út af fólkinu sem þar býr. „Það er svo glatt, hérna hjálpast allir að og það gerir nálægðin, nálægðin fær mig til að fara til nágrannans og spyrja, get ég hjálpað. Mér finnst gott að vera hérna, mér finnst gaman að vera hérna og að geta farið út í eyju og að geta farið á sjóinn, já, mér finnst einhvern veginn, já ég er tilbúin að koma hér og vera hér alveg og eiga svo bara athvarf í bænum,“ segir Kristín. Kristín elskar það að fá að vinna út í Bjarnarey með körlunum í félaginu. Hún segist vera sérstaklega góð á penslinum.Aðsend Vestmannaeyjar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Kristín Bernharðsdóttir býr í fallega húsi við Hásteinsveg í Vestmannaeyjum, sem fjölskyldan hefur verið að gera upp síðustu ár en þau búa í Reykjavík en nýta hvert tækifæri til að koma til Eyja og vera í húsinu sínu. Kristín er ekki bara þekkt fyrir að hafa verið kjörin fegurðardrottning Íslands árið 1979 því hún er líka fyrsta konan, sem hefur verið tekin inn í Bjarnareyjarfélagið í Vestmannaeyjum og þá er nú mikið sagt. „Ég meina, einhvers staðar verða konur líka fá að vera. Ég hef gaman af því að mála, ég hef gaman af því að bera á, ég hef gaman af því að gera strákahluti, en það eru samt ekki strákahlutir,“ segir Kristín. En heldur hún að andinn muni breytast eitthvað í félaginu með tilkomu þinni? „Hann hefur ekki breyst hingað til, ekkert breyst, ég er bara hluti af strákunum, það er bara Stína og strákarnir.“ Gárungarnir tala um að Bjarnareyarfélagið sé að breytast í kvenfélag, er eitthvað til í því? „Það verður að fá að vera smá kýtingur milli eyja og það er svona partur af því að hafa gaman,“ segir Kristín og hlær. Kristín segir að tilgangur félagsins sé fyrst og fremst að viðhalda húsinu í eynni og passa upp á eyjuna og ekki síst að hafa gaman saman. Kristín er nú að hugsa um að flytja alfarið til Vestmannaeyja, þá aðallega út af fólkinu sem þar býr. „Það er svo glatt, hérna hjálpast allir að og það gerir nálægðin, nálægðin fær mig til að fara til nágrannans og spyrja, get ég hjálpað. Mér finnst gott að vera hérna, mér finnst gaman að vera hérna og að geta farið út í eyju og að geta farið á sjóinn, já, mér finnst einhvern veginn, já ég er tilbúin að koma hér og vera hér alveg og eiga svo bara athvarf í bænum,“ segir Kristín. Kristín elskar það að fá að vinna út í Bjarnarey með körlunum í félaginu. Hún segist vera sérstaklega góð á penslinum.Aðsend
Vestmannaeyjar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira