Fjölmargir flokkar féllu á prófi Ungra umhverfissinna Kolbeinn Tumi Daðason og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 3. september 2021 14:17 Frá kynningu Ungra umhverfissinna. Segja má að Flokkur fólksins, Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Sósíalistar hafi fallið á prófinu sem Ungir umhverfissinnar lögðu fyrir stjórnmálaflokkanna hvar litið var til umhverfis- og loftslagsstefnu flokkanna. Píratar, Vinstri græn og Viðreisn bera höfuð og herðar yfir aðra flokka í þessum málaflokki. Píratar fengu þar hæstu einkunn sem var samkvæmt upplýsingum frá Ungum umhverfissinnum reiknuð út frá útreikningum samtakanna og óháðra sérfræðinga. Flokkarnir fengu einkunn á 100 stiga kvarða, sem skipta var í þrjá hluta; loftslagsmál tóku 40 stig kvarðans, náttúruvernd 30 stig og hringrásarsamfélag 30. Píratar fengu 81,2 stig en munurinn á efstu þremur flokkunum var ekki ýkja mikill. Á eftir Pírötum komu vinstri græn með 80,3 stig og svo Viðreisn með 76,3 stig. Samfylking fær vonda einkunn Þessir þrír flokkar báru höfuð og herðar yfir aðra flokka en í fjórða sæti var Samfylkingin með 48,8 stig og á eftir henni Sósíalistaflokkurinn með 37 stig. Umhverfismál hafa verið eitt helsta áherslumál Samfylkingarmanna í ræðum þeirra undanfarnar vikur fyrir komandi kosningar og má því segja að einkunninn komi nokkuð á óvart. Neðstu flokkarnir voru síðan allir mun neðar á kvarðanum; í sjötta sæti var Framsókn með 13 stig, í sjöunda sæti Sjálfstæðisflokkur með 5,3 stig og lestina reka Flokkur fólksins og Miðflokkur með eitt stig hvor. Niðurstöðurnar í súluriti. Fengu allt sumarið til að vinna í sínum málum Niðurstaðan var tilkynnt á Fundi fólksins í Vatnsmýrinni í dag. Markmið Ungra umhverfissinna er að loftslags- og umhverfismál séu í brennidepli. „Framtíð okkar allra veltur á heilbrigðum hringrásarkerfum Jarðar. Til að upplýsa almenning og tryggja stjórnmálaflokkum aðhald hafa Ungir umhverfissinnar hannað kvarða til að meta umhverfis- og loftslagsmál í stefnum allra stjórnmálaflokka í aðdraganda Alþingiskosninga 2021. Stigagjöfin mun sýna svart á hvítu styrkleika og veikleika í umhverfis- og loftslagsstefnum flokkanna, hvar þeir eru sammála og hvar ekki. Með kvarðanum er vonin sú að öll, ung sem aldin, taki upplýsta ákvörðun er komið er í kjörklefann. Kvarðinn virkar einnig sem leiðarvísir fyrir flokkana en með því að gefa hann út í maí, gafst flokkunum svigrúm til að bæta stefnur sínar og ungu fólki tækifæri til að hafa bein áhrif.“ Flokkarnir fengu frá 17. maí til að vinna í sínum málum. Þeim var svo boðið til fundar með félaginu, til að kynna kvarðann, gæta gagnsæis og veita aðkallandi sjónarmiðum og kröfum ungs fólks hljómgrunn. Ábyrgð á verkefninu ber stjórn Ungra umhverfissinna og færum við öllum þeim sem lögðu hendur á plóg okkar bestu þakkir. „UU réði þverfaglegt teymi ungra fræðikvenna til verksins; líffræðing, stjórnmálafræðing og sálfræðing, allar í framhaldsnámi í umhverfis- og sjálfbærnifræðum. Þær unnu kvarðann út frá tillögum 1200 félaga Ungra umhverfissinna í nánu samstarfi við stjórn félagsins og fjölda óháðra sérfræðinga sem gáfu álit og góð ráð. Gætt var að því að hver sá aðili sem að vinnunni kæmi væri ekki með tengsl innan stjórnmálaflokkanna og var fyllsta hlutleysis var gætt við þróun kvarðans sem og við einkunnagjöfina. Nöfn flokka voru afmáð áður en stefna þeirra var metin og gætt að samræmi í einkunnagjöf með því að láta ólíkt matsfólk fara yfir og reikna fylgni milli svara þeirra, þ.e. áreiðanleika matsins.“ Umhverfismál Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Miðflokkurinn Loftslagsmál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira
Píratar fengu þar hæstu einkunn sem var samkvæmt upplýsingum frá Ungum umhverfissinnum reiknuð út frá útreikningum samtakanna og óháðra sérfræðinga. Flokkarnir fengu einkunn á 100 stiga kvarða, sem skipta var í þrjá hluta; loftslagsmál tóku 40 stig kvarðans, náttúruvernd 30 stig og hringrásarsamfélag 30. Píratar fengu 81,2 stig en munurinn á efstu þremur flokkunum var ekki ýkja mikill. Á eftir Pírötum komu vinstri græn með 80,3 stig og svo Viðreisn með 76,3 stig. Samfylking fær vonda einkunn Þessir þrír flokkar báru höfuð og herðar yfir aðra flokka en í fjórða sæti var Samfylkingin með 48,8 stig og á eftir henni Sósíalistaflokkurinn með 37 stig. Umhverfismál hafa verið eitt helsta áherslumál Samfylkingarmanna í ræðum þeirra undanfarnar vikur fyrir komandi kosningar og má því segja að einkunninn komi nokkuð á óvart. Neðstu flokkarnir voru síðan allir mun neðar á kvarðanum; í sjötta sæti var Framsókn með 13 stig, í sjöunda sæti Sjálfstæðisflokkur með 5,3 stig og lestina reka Flokkur fólksins og Miðflokkur með eitt stig hvor. Niðurstöðurnar í súluriti. Fengu allt sumarið til að vinna í sínum málum Niðurstaðan var tilkynnt á Fundi fólksins í Vatnsmýrinni í dag. Markmið Ungra umhverfissinna er að loftslags- og umhverfismál séu í brennidepli. „Framtíð okkar allra veltur á heilbrigðum hringrásarkerfum Jarðar. Til að upplýsa almenning og tryggja stjórnmálaflokkum aðhald hafa Ungir umhverfissinnar hannað kvarða til að meta umhverfis- og loftslagsmál í stefnum allra stjórnmálaflokka í aðdraganda Alþingiskosninga 2021. Stigagjöfin mun sýna svart á hvítu styrkleika og veikleika í umhverfis- og loftslagsstefnum flokkanna, hvar þeir eru sammála og hvar ekki. Með kvarðanum er vonin sú að öll, ung sem aldin, taki upplýsta ákvörðun er komið er í kjörklefann. Kvarðinn virkar einnig sem leiðarvísir fyrir flokkana en með því að gefa hann út í maí, gafst flokkunum svigrúm til að bæta stefnur sínar og ungu fólki tækifæri til að hafa bein áhrif.“ Flokkarnir fengu frá 17. maí til að vinna í sínum málum. Þeim var svo boðið til fundar með félaginu, til að kynna kvarðann, gæta gagnsæis og veita aðkallandi sjónarmiðum og kröfum ungs fólks hljómgrunn. Ábyrgð á verkefninu ber stjórn Ungra umhverfissinna og færum við öllum þeim sem lögðu hendur á plóg okkar bestu þakkir. „UU réði þverfaglegt teymi ungra fræðikvenna til verksins; líffræðing, stjórnmálafræðing og sálfræðing, allar í framhaldsnámi í umhverfis- og sjálfbærnifræðum. Þær unnu kvarðann út frá tillögum 1200 félaga Ungra umhverfissinna í nánu samstarfi við stjórn félagsins og fjölda óháðra sérfræðinga sem gáfu álit og góð ráð. Gætt var að því að hver sá aðili sem að vinnunni kæmi væri ekki með tengsl innan stjórnmálaflokkanna og var fyllsta hlutleysis var gætt við þróun kvarðans sem og við einkunnagjöfina. Nöfn flokka voru afmáð áður en stefna þeirra var metin og gætt að samræmi í einkunnagjöf með því að láta ólíkt matsfólk fara yfir og reikna fylgni milli svara þeirra, þ.e. áreiðanleika matsins.“
Umhverfismál Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Miðflokkurinn Loftslagsmál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira