Slíta öll tengsl við þáttinn í kjölfar umdeildra ummæla Eiður Þór Árnason skrifar 2. september 2021 22:55 The Mike Show hefur borið merki Thule, Domino's og Coca-Cola. Samsett Domino‘s, Thule og Coca Cola hafa slitið samstarfi sínu við íþróttahlaðvarpið The Mike Show í kjölfar gagnrýni á orðræðu þáttastjórnenda. Varða athugasemdirnar meðal annars ummæli sem stjórnendur létu falla um mál KSÍ og ásakanir á hendur landsliðsmönnum. „Okkur fannst þetta ekki alveg samræmast þeim gildum sem við viljum halda á lofti,“ segir Magnús Hafliðason, forstjóri Domino‘s Pizza á Íslandi, í samtali við Vísi. „Við erum búin að vera í viðræðum við þá í einhvern tíma og þetta er kannski smá uppsafnað. Það var bara margt sem kom til. Við vorum búin að eiga samræður við þá áður og svo núna upp á síðkastið eru búin að koma upp einhver mál og okkur fannst bara ekki passa okkar fyrirtæki og vörumerki að halda áfram. Það er ekkert flóknara en það,“ bætir hann við. Magnús Hafliðason, forstjóri Domino‘s Pizza á Íslandi.Sýn Baðst afsökunar á ummælum sínum Þáttastjórnendur hafa síðustu daga verið gagnrýndir fyrir umræðu sína um málefni KSÍ og fyrir að gera lítið úr sjónarmiðum Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur kynjafræðings sem vakti máls á fjölda ásakana um kynferðisofbeldi í ágúst. „Klárum þetta á þessu svari KSÍ við einhverri konu ... ég var næstum búinn að missa eitthvað verra út úr mér, bara einhver kona með lyklaborð sem að veit ekkert um íþróttir eða ég held allavegana ekki. […] Það eru margar ritvélar þarna úti, ritvélar réttlætisins,“ sagði Hugi Halldórsson, einn þáttastjórnenda, meðal annars um svar KSÍ við greinaskrifum Hönnu Bjargar. „Það virðist bara vera orðið stærra lyklaborðið hjá sumum en það var,“ bætir Mikael Nikulásson við. „Ef við segjum það bara hreint út, það er orðið alveg hreint óþolandi að búa hérna.“ Hugi baðst síðar afsökunar á ummælum sínum og segist sjá eftir þeim. lang='is' dir='ltr'>Einhver ömurlegasti afkimi eitraðrar fótboltakarlmennsku hér á landi er hlaðvarpið The Mike Show. Þar mæta Höfðinginn og Mækarinn og Bondinn (já, í alvöru) og tala um alls konar. Hér eru valin brot af þeim að drulla yfir Hönnu Björgu Vilhjálmsdóttur, í þætti frá 20. ágúst pic.twitter.com/IWftA1xsEG — Hemúllinn (@arnarsnaeberg) September 2, 2021> Augljós ákvörðun Magnús segir að nýleg umræða í The Mike Show um mál KSÍ hafi spilað þátt í þeirri ákvörðun Domino‘s að slíta á tengslin og hætta kostun þáttarins. „Það kannski bara styrkti þá ákvörðun sem lá fyrir þá þegar.“ „Við förum í samstarf með alls konar aðilum, og eins og gengur og gerist eru alls konar hlutir sagðir og við þurfum bara að meta þetta eins og hlutirnir þróast áfram. Okkur fannst þetta bara ekki passa við þann karakter sem okkar fyrirtæki er og við áttum bara ekki samleið lengur,“ segir Magnús að lokum. Í skriflegu svari frá Coca Cola European Partners Ísland segir að fyrirtækið hvorki geti né vilji ritstýra efnistökum fjölmiðlaefnis sem það tengi vörumerki sín við. „En af augljósum ástæðum, og vegna atburða síðustu daga, teljum við að þau efnistök og viðhorf sem hafa komið fram í þættinum eigi ekki samleið með okkar vörumerkjum og þeim gildum sem við stöndum fyrir sem fyrirtæki,“ segir í svarinu en auk Coke framleiðir fyrirtækið Thule sem var einn kostenda þáttarins. Í samtali við Vísi segir Stefán Magnússon, markaðsstjóri Coca Cola á Íslandi, að þessi ákvörðun hafi verið tekin í dag. Umræða þáttastjórnenda um mál landsliðsmanna hafi haft áhrif þar á. Ætlar að byrja á sjálfum sér Hugi segir í færslu á Twitter í dag að hann hafi alist upp í „eitruðum karlmennskuheim fótboltans“ allt sitt líf og samofist menningunni sem þar ríki án þess að átta sig á því. Hann bætir við að umræða síðustu daga hafi opnað augu sín fyrir því „hvernig raunveruleikinn er og hversu eitraður þessi heimur er.“ Þá segir hann að skaðleg viðhorf innan fótboltans þurfi að breytast. Hann standi alltaf með þolendum og fordæmi hvers konar ofbeldi. „Heimurinn þarf að breytast, hann mun breytast og ég ætla að byrja á mér.“ pic.twitter.com/GFuzOO4B7A— Hugi Halldórsson (@hugihall) September 2, 2021 KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
„Okkur fannst þetta ekki alveg samræmast þeim gildum sem við viljum halda á lofti,“ segir Magnús Hafliðason, forstjóri Domino‘s Pizza á Íslandi, í samtali við Vísi. „Við erum búin að vera í viðræðum við þá í einhvern tíma og þetta er kannski smá uppsafnað. Það var bara margt sem kom til. Við vorum búin að eiga samræður við þá áður og svo núna upp á síðkastið eru búin að koma upp einhver mál og okkur fannst bara ekki passa okkar fyrirtæki og vörumerki að halda áfram. Það er ekkert flóknara en það,“ bætir hann við. Magnús Hafliðason, forstjóri Domino‘s Pizza á Íslandi.Sýn Baðst afsökunar á ummælum sínum Þáttastjórnendur hafa síðustu daga verið gagnrýndir fyrir umræðu sína um málefni KSÍ og fyrir að gera lítið úr sjónarmiðum Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur kynjafræðings sem vakti máls á fjölda ásakana um kynferðisofbeldi í ágúst. „Klárum þetta á þessu svari KSÍ við einhverri konu ... ég var næstum búinn að missa eitthvað verra út úr mér, bara einhver kona með lyklaborð sem að veit ekkert um íþróttir eða ég held allavegana ekki. […] Það eru margar ritvélar þarna úti, ritvélar réttlætisins,“ sagði Hugi Halldórsson, einn þáttastjórnenda, meðal annars um svar KSÍ við greinaskrifum Hönnu Bjargar. „Það virðist bara vera orðið stærra lyklaborðið hjá sumum en það var,“ bætir Mikael Nikulásson við. „Ef við segjum það bara hreint út, það er orðið alveg hreint óþolandi að búa hérna.“ Hugi baðst síðar afsökunar á ummælum sínum og segist sjá eftir þeim. lang='is' dir='ltr'>Einhver ömurlegasti afkimi eitraðrar fótboltakarlmennsku hér á landi er hlaðvarpið The Mike Show. Þar mæta Höfðinginn og Mækarinn og Bondinn (já, í alvöru) og tala um alls konar. Hér eru valin brot af þeim að drulla yfir Hönnu Björgu Vilhjálmsdóttur, í þætti frá 20. ágúst pic.twitter.com/IWftA1xsEG — Hemúllinn (@arnarsnaeberg) September 2, 2021> Augljós ákvörðun Magnús segir að nýleg umræða í The Mike Show um mál KSÍ hafi spilað þátt í þeirri ákvörðun Domino‘s að slíta á tengslin og hætta kostun þáttarins. „Það kannski bara styrkti þá ákvörðun sem lá fyrir þá þegar.“ „Við förum í samstarf með alls konar aðilum, og eins og gengur og gerist eru alls konar hlutir sagðir og við þurfum bara að meta þetta eins og hlutirnir þróast áfram. Okkur fannst þetta bara ekki passa við þann karakter sem okkar fyrirtæki er og við áttum bara ekki samleið lengur,“ segir Magnús að lokum. Í skriflegu svari frá Coca Cola European Partners Ísland segir að fyrirtækið hvorki geti né vilji ritstýra efnistökum fjölmiðlaefnis sem það tengi vörumerki sín við. „En af augljósum ástæðum, og vegna atburða síðustu daga, teljum við að þau efnistök og viðhorf sem hafa komið fram í þættinum eigi ekki samleið með okkar vörumerkjum og þeim gildum sem við stöndum fyrir sem fyrirtæki,“ segir í svarinu en auk Coke framleiðir fyrirtækið Thule sem var einn kostenda þáttarins. Í samtali við Vísi segir Stefán Magnússon, markaðsstjóri Coca Cola á Íslandi, að þessi ákvörðun hafi verið tekin í dag. Umræða þáttastjórnenda um mál landsliðsmanna hafi haft áhrif þar á. Ætlar að byrja á sjálfum sér Hugi segir í færslu á Twitter í dag að hann hafi alist upp í „eitruðum karlmennskuheim fótboltans“ allt sitt líf og samofist menningunni sem þar ríki án þess að átta sig á því. Hann bætir við að umræða síðustu daga hafi opnað augu sín fyrir því „hvernig raunveruleikinn er og hversu eitraður þessi heimur er.“ Þá segir hann að skaðleg viðhorf innan fótboltans þurfi að breytast. Hann standi alltaf með þolendum og fordæmi hvers konar ofbeldi. „Heimurinn þarf að breytast, hann mun breytast og ég ætla að byrja á mér.“ pic.twitter.com/GFuzOO4B7A— Hugi Halldórsson (@hugihall) September 2, 2021
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda