Ástæðan er sú að stjórnvöld hafa enn ekki komið á fót almennilegu skipulagi í kring um framkvæmd hraðprófa en neikvæð niðurstaða allra gesta úr hraðprófi er forsenda þess hægt sé að halda 500 manna viðburði.
Bara 2.200 miðar en ekki uppselt
Þar sem reglugerðin tekur ekki gildi fyrr en á morgun varð KSÍ að skipuleggja leikinn gegn Rúmeníu sem fer fram í kvöld út frá gildandi samkomutakmörkunum.
Þær gera ráð fyrir að 200 manns geti komið saman í einu og sér KSÍ sér fært að skipt stúkunni og aðstöðu í Laugardalshöll niður í ellefu sóttvarnahólf. Því eru 2.200 miðar í boði á leikinn í kvöld og samkvæmt upplýsingum frá KSÍ eru um 100 miðar enn óseldir.
Liðið spilar síðan leik við Norður-Makedóníu á sunnudag og við Þýskaland á miðvikudaginn í næstu viku.
Þar ættu 500 að mega koma saman ef allir fara í hraðpróf fyrir viðburðinn.
Ríkið ætlar að niðurgreiða hraðpróf fyrir slíka viðburði en almennilegt skipulag fyrir fyrirkomulagið er enn ekki komið í gagnið.
„Það er bara alveg óljóst enn þá hvernig á að gera þetta þannig við ætlum bara að halda okkur við sama fyrirkomulagið í hinum leikjunum,“ segir Óskar Örn Guðbrandsson sem starfar við skipulag leikja hjá samskiptadeild KSÍ.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í viðtali við fréttastofu síðasta þriðjudag að ljóst væri að ekki yrði hægt að taka upp hraðprófafyrirkomulagið strax: