Á vef Veðurstofunnar segir að líkt og algengt er í suðlægum áttum verði þó heldur vindasamara á norðanverðu Snæfellsnesi. Hiti á landinu verður tólf til nítján stig þar sem hlýjast verður austanlands.
„Í kvöld og nótt er síðan vaxandi suðaustanátt með rigningu vestast á landinu. Sunnan og suðaustan 5-13 m/s á morgun en 13-18 í vindstrengjum á norðvestanverðu landinu. Rigning með köflum en bjartviðri á Norðaustur- og Austurlandi.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag og laugardag: Sunnan 8-15 m/s og rigning á vesturhelming landsins, en hægari vindur og bjart með köflum austantil. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands.
Á sunnudag: Suðaustlæg átt og rigning með köflum sunnan- og vestanlands, en lengst af þurrt norðaustantil. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Norðausturlandi.
Á mánudag: Vestlæg átt og væta sunnan- og vestanlands en þurrt að kalla eystra. Hiti breytist lítið.
Á þriðjudag: Sunnanátt og rigning á víð og dreif, en léttskýjað á Norðausturlandi.
Á miðvikudag: Útlit fyrir suðvestlæga átt og dálitlar skúrir, en bjart austantil.