Ungir iðkendur í áfalli og segist skynja viðhorfsbreytingu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. september 2021 10:00 Daði Rafnsson segist skynja vilja til að breyta menningunni innan fótboltans. hk Erfitt hefur reynst að vinna gegn eitraðri menningu sem er rótgróin innan íþrótta karla. Umræða síðustu daga mun þó vonandi flýta fyrir breytingu þar á. Þetta segir Daði Rafnsson, fagstjóri Afrekssviðs Menntaskólans í Kópavogi, yfirmaður knattspyrnuþróunnar í HK og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Daði skrifaði grein á Kjarnann á dögunum sem ber heitið „Mikki mús má bíta“. Þar fjallar hann um eitraða menningu innan íþrótta í kjölfar frétta um ofbeldisbrot leikmanna karlalandsliðsins í fótbolta. Daði segir að menning innan íþrótta, sem einkennist oftar en ekki af kvenfyrirlitningu, byrgi þeim sem þar starfi sýn. „Ætli það sé ekki þannig að menningin sé svo sterk í ákveðna átt að þú áttar þig ekki á því; ert samdauna henni. Menningin í fótboltanum getur verið svo innilokuð og útilokandi að fólkið sem hefur völdin áttar sig ekki á því. Það vinnur eflaust allt eftir bestu heilindum en hefur kannski ekki séð hvað þessi mál hafa mikil áhrif,“ sagði Daði í samtali við Vísi. „Þessi eitraða strákamenning verður svolítið til í kringum boltann og það er svo erfitt að vinna gegn henni. Hún gegnumsýrir allt og er alls staðar, þannig að fólk sér ekki þegar hlutir eru ekki í lagi. Lengi vel var þráast við að borga konum jafn mikið fyrir landsleiki og körlum. Konur eru settar á lægri skör og eiginlega allir sem samsvarast ekki ímyndinni.“ Illa undirbúnir fyrir raunverulega heiminn En hvað erum við að gera rangt þegar kemur að uppeldi fótboltamanna, það er að segja því hvernig þeir haga sér utan vallar? „Þetta einskorðast ekki við fótboltann en þetta er vandamál hjá strákum. Við undirbúum þá kannski svolítið illa fyrir raunverulega heiminn. Það er eins og þeir eigi að sigla í gegnum hlutina án þess að leggja á sig á meðan konurnar eiga að vera ábyrgðarfullar og leggja hart að sér og kannski fá þær þá framgang en strákarnir telja sig eiga hann skilið,“ sagði Daði. Að hans sögn hefur hópþrýstingur mikil áhrif á þá eitruðu menningu sem hefur grasserað í íþróttum karla. „Það sem er áhugavert er að þegar þú nærð strákum og ungum mönnum einn á einn vita þeir nákvæmlega upp á hár hvað er satt, gott og rétt en þegar þeir eru komnir saman í hóp ýfist einhver slæm menning upp,“ sagði Daði. Mikill vilji hjá félögunum Þrátt fyrir allt trúir hann því að það horfi til betri vegar í þessum málum. „Ég held þetta sé að batna. Ég upplifi mikinn vilja hjá félögunum sem ég hef unnið hjá undanfarin ár. Menn eru alveg meðvitaðir um vandann og vilja breyta,“ sagði Daði. En skynjar hann breytingu á viðhorfi hjá yngri iðkendum? „Það eimir enn að þessu hjá strákum og unglingum og þá er spurning hverjar fyrirmyndirnar eru, hvernig haga þær sér? Kannski hefur komið í ljós að menn telja sig geta allt og mega allt. Auðvitað eru ekkert allir strákar svona og mér finnst hafa orðið vitundarvakning í þessum málum en íþróttasamfélagið þarf að pæla mikið í því hvað fór úrskeiðis,“ sagði Daði sem telur að umræða síðustu daga muni hafa áhrif til lengri tíma litið. „Ég held að muni breyta mörgu þótt við sjáum það kannski ekki strax,“ sagði Daði. Hann skynjar viðhorfsbreytingu hjá ungum körlum. „Ég hef rætt við þónokkuð marga stráka sem ég hef þjálfað undanfarna daga og þeir eru í jafn miklu áfalli yfir þessu og aðrir og vilja læra.“ Getum ekki kennt erlendum akademíum um Margir íslenskir fótboltamenn hafa farið erlendis ungir að árum. Daði segir ekki hægt að kenna erlendum félögum um að kenna strákunum okkar vonda siði. „Ég held að við getum ekki skellt skuldinni á erlendar akademíur því það eru mýmörg ofbeldismál sem hafa komið upp hjá íslenskum félögum. Erlendar akademíur eru alveg meðvitaðar um þennan vanda og reyna að gera ýmislegt eins og íslensku félögin,“ sagði Daði. Umræða síðustu daga og vikna hefur snert við mörgum, kannski ekki síst ungum fótboltaiðkendum sem hafa séð hetjurnar sínar falla af stalli sínum. Daði segir að ræða verði við fótboltakrakka um þessi mál. „Það er nauðsynlegt að gera það og samtalið þarf að vera bæði hjá félögunum og heima fyrir. Þjálfararnir verða að gæta að því hvernig þeir ramma hlutina inn og við þurfum að vera atorkusamari í að laga þá,“ sagði Daði að lokum. Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Íþróttir barna Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Kókaín Coote ákærður fyrir að framleiða barnaklám Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Sjá meira
Daði skrifaði grein á Kjarnann á dögunum sem ber heitið „Mikki mús má bíta“. Þar fjallar hann um eitraða menningu innan íþrótta í kjölfar frétta um ofbeldisbrot leikmanna karlalandsliðsins í fótbolta. Daði segir að menning innan íþrótta, sem einkennist oftar en ekki af kvenfyrirlitningu, byrgi þeim sem þar starfi sýn. „Ætli það sé ekki þannig að menningin sé svo sterk í ákveðna átt að þú áttar þig ekki á því; ert samdauna henni. Menningin í fótboltanum getur verið svo innilokuð og útilokandi að fólkið sem hefur völdin áttar sig ekki á því. Það vinnur eflaust allt eftir bestu heilindum en hefur kannski ekki séð hvað þessi mál hafa mikil áhrif,“ sagði Daði í samtali við Vísi. „Þessi eitraða strákamenning verður svolítið til í kringum boltann og það er svo erfitt að vinna gegn henni. Hún gegnumsýrir allt og er alls staðar, þannig að fólk sér ekki þegar hlutir eru ekki í lagi. Lengi vel var þráast við að borga konum jafn mikið fyrir landsleiki og körlum. Konur eru settar á lægri skör og eiginlega allir sem samsvarast ekki ímyndinni.“ Illa undirbúnir fyrir raunverulega heiminn En hvað erum við að gera rangt þegar kemur að uppeldi fótboltamanna, það er að segja því hvernig þeir haga sér utan vallar? „Þetta einskorðast ekki við fótboltann en þetta er vandamál hjá strákum. Við undirbúum þá kannski svolítið illa fyrir raunverulega heiminn. Það er eins og þeir eigi að sigla í gegnum hlutina án þess að leggja á sig á meðan konurnar eiga að vera ábyrgðarfullar og leggja hart að sér og kannski fá þær þá framgang en strákarnir telja sig eiga hann skilið,“ sagði Daði. Að hans sögn hefur hópþrýstingur mikil áhrif á þá eitruðu menningu sem hefur grasserað í íþróttum karla. „Það sem er áhugavert er að þegar þú nærð strákum og ungum mönnum einn á einn vita þeir nákvæmlega upp á hár hvað er satt, gott og rétt en þegar þeir eru komnir saman í hóp ýfist einhver slæm menning upp,“ sagði Daði. Mikill vilji hjá félögunum Þrátt fyrir allt trúir hann því að það horfi til betri vegar í þessum málum. „Ég held þetta sé að batna. Ég upplifi mikinn vilja hjá félögunum sem ég hef unnið hjá undanfarin ár. Menn eru alveg meðvitaðir um vandann og vilja breyta,“ sagði Daði. En skynjar hann breytingu á viðhorfi hjá yngri iðkendum? „Það eimir enn að þessu hjá strákum og unglingum og þá er spurning hverjar fyrirmyndirnar eru, hvernig haga þær sér? Kannski hefur komið í ljós að menn telja sig geta allt og mega allt. Auðvitað eru ekkert allir strákar svona og mér finnst hafa orðið vitundarvakning í þessum málum en íþróttasamfélagið þarf að pæla mikið í því hvað fór úrskeiðis,“ sagði Daði sem telur að umræða síðustu daga muni hafa áhrif til lengri tíma litið. „Ég held að muni breyta mörgu þótt við sjáum það kannski ekki strax,“ sagði Daði. Hann skynjar viðhorfsbreytingu hjá ungum körlum. „Ég hef rætt við þónokkuð marga stráka sem ég hef þjálfað undanfarna daga og þeir eru í jafn miklu áfalli yfir þessu og aðrir og vilja læra.“ Getum ekki kennt erlendum akademíum um Margir íslenskir fótboltamenn hafa farið erlendis ungir að árum. Daði segir ekki hægt að kenna erlendum félögum um að kenna strákunum okkar vonda siði. „Ég held að við getum ekki skellt skuldinni á erlendar akademíur því það eru mýmörg ofbeldismál sem hafa komið upp hjá íslenskum félögum. Erlendar akademíur eru alveg meðvitaðar um þennan vanda og reyna að gera ýmislegt eins og íslensku félögin,“ sagði Daði. Umræða síðustu daga og vikna hefur snert við mörgum, kannski ekki síst ungum fótboltaiðkendum sem hafa séð hetjurnar sínar falla af stalli sínum. Daði segir að ræða verði við fótboltakrakka um þessi mál. „Það er nauðsynlegt að gera það og samtalið þarf að vera bæði hjá félögunum og heima fyrir. Þjálfararnir verða að gæta að því hvernig þeir ramma hlutina inn og við þurfum að vera atorkusamari í að laga þá,“ sagði Daði að lokum.
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Íþróttir barna Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Kókaín Coote ákærður fyrir að framleiða barnaklám Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Sjá meira