RÚV greindi fyrst frá málinu, en um er að ræða fyrsta kórónuveirusmitið í fangelsum landsins.
Páll Winkel fangelsismálastjóri staðfestir í samtali við fréttastofu að fangavörðurinn hafi ekki verið í snertingu eða tengingu við fanga og telst því ekki ástæða til að skikka fanga í sóttkví. „Auðvitað fylgjum við þó áfram vel með,“ segir Páll.
Aðrir fangaverðir hafa verið sendir í sýnatöku og hefur verið gripið til viðamikilla sóttvarnaaðgerða, en þó með meðalhóf í huga segir Páll.