Hinn 19 ára gamli Davíð Snær hefur leikið einkar vel með Keflvíkingum í Pepsi Max deildinni í sumar og stefnir allt í að nýliðarnir haldi sæti sínu í deildinni.
Nýverið greindi Fótbolti.net frá því að FH væri á höttunum á eftir þessum lunkna miðjumanni en nú virðist sem hann gætið hald á vit ævintýranna og farið til Ítalíu. Hann er hins vegar samningsbundinn Keflvíkingum út tímabilið 2022 eins og staðan er í dag.
Samkvæmt Innkastinu, hlaðvarpi Fótbolti.net, sem og Dr. Football, hlaðvarpi Hjörvars Hafliðasonar, þá hefur Keflavík neitað tilboði Lecce í leikmanninn.
„Það er búið að ræða Davíð Snæ Jóhannsson svolítið, hann er á óskalista FH og örugglega fleiri félaga. Ég heyrði að Lecce á Ítalíu vildi fá hann og hafi boðið í hann,“ sagði Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolti.net, um möguleg vistaskipti Davíðs í Innkastinu.
Tveir Íslendingar eru nú þegar á mála hjá Lecce. Félagið festi kaup á þeim Brynjari Inga Bjarnasyni, miðverði, og Jóhanni Þóri Helgason, miðjumanni, fyrr í sumar.