Klara Bjartmarz farin í leyfi Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 1. september 2021 12:53 Klara Bjartmarz hefur starfað fyrir KSÍ undanfarin 27 ár en sem framkvæmdastjóri síðan árið 2015. Vísir/Egill Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, er farin í leyfi frá störfum. Þetta staðfestir Óskar Örn Guðbrandsson á samskiptadeild KSÍ í samtali við fréttastofu. Hann vísaði á fulltrúa stjórnar varðandi nánari upplýsingar. Stjórn Íslensks toppfótbolta, samtaka félaga í efstu deildum, hafði kallað eftir því að Klara hætti samhliða stjórn KSÍ til að auka traust knattspyrnuhreyfingarinnar og almennings gagnvart sambandinu. Undir þetta hafa Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kynjafræðikennari og aktívistahópurinn Öfgar tekið síðustu daga. Klara sagðist á mánudagskvöld ætla að halda áfram störfum sem framkvæmdastjóri. Ekkert náðist í hana í gær og ekki hefur náðst í hana við vinnslu þessarar fréttar. Ástæða leyfis ekki gefin upp Gísli Gíslason, annar tveggja varaformanna KSÍ, segist í samtali við fréttastofu ekki ætla að gefa upp ástæðu leyfis Klöru. „En það undrast kannski engan í ljósi aðstæðna,“ segir Gísli. Hann segir ekki búið að ákveða hversu lengi leyfið mun standa. „Við eigum eftir að ræða það við hana.“ Birkir Sveinsson, sviðsstjóri KSÍ mun taka við skyldum Klöru á meðan hún er í leyfi. Margt er á döfinni hjá KSÍ vegna landsleikja karlalandsliðsins. Gísli hefur fulla trú á að starfsfólk KSÍ muni leysa það verkefni án Klöru. „Það er harðsnúið lið innan veggja KSÍ sem mun leysa þessi verkefni með sóma eins og önnur,“ segir Gísli. Óskar Örn sagði í stuttu samtali við fréttastofu að starfsmenn sambandsins væru á fullu að skipuleggja landsleikina þrjá sem fram undan eru. Karlaliðið mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í þriggja leikja törn á sex dögum á Laugardalsvelli. Landsliðsmaður greiddi miskabætur Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ákvað um helgina að stíga til hliðar sem formaður KSÍ. Stjórn KSÍ ætlaði fyrst að sitja áfram en ákvað í framhaldinu, eftir mikinn þrýsting, að stíga til hliðar og boða til aukaþings eftir fjórar vikur þar sem ný stjórn verður kosin. Viðbrögð knattspyrnusambandsins við ásökunum um ofbeldi af hendi landsliðsmanna urðu til þess að formaður og stjórnin vék. Stóð þar upp úr að formaðurinn Guðni sagðist í Kastljósviðtali ekkert mál er tengdist kynferðisofbeldi hafa komið inn á borð sambandsins. Í framhaldinu steig Þórhildur Gyða Arnarsdóttir fram og greindi frá því að Kolbeinn Sigþórsson hefði greitt henni og annarri konu miskabætur árið 2018 vegna kynferðisofbeldis haustið 2017. Guðni útskýrði að hann hefði misminnt og talið að um ofbeldismál hefði verið að ræða. Baðst hann afsökunar á þeim misskilningi. Á mánudagskvöld greindi Klara frá því að hún hefði verið meðvituð um ábendingu um hópnauðgun á borði sambandsins í sumar. Aðspurð hvort mál Þórhildar væri eina slíka málið sem komið hefði á borð sambandsins svaraði hún: „Já og nei, ég náttúrulega heyrði í sumar af brotum, sem hefur verið … já semsagt af þessari hópnauðgun og það mál var líka flutt í ferli,“ sagði Klara í samtali við RÚV á mánudagskvöld. Fréttin hefur verið uppfærð. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti Tengdar fréttir Kemur Klöru til varnar og segir ÍTF „karlaklúbb“ í hagsmunabaráttu fyrir ríkustu félögin Klara Bjartmarz er „femínisti, baráttukona fyrir homma, lesbíur og aðra minnihlutahópa og hefur alltaf og mun alltaf beita sér fyrir réttindum og velferð þessara hópa“. 1. september 2021 08:27 Sífellt fleiri fórnarlömb landsliðsmanna leita til Þórhildar sem vill að Klara víki Mikið hefur gengið á í íslensku íþróttalífi á þeim fjórum dögum sem liðnir eru frá því að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá ofbeldi af hálfu landsliðsmanns. 1. september 2021 07:00 Fengu óformlega tilkynningu um annað hópnauðgunarmál Knattspyrnusambandi Íslands barst óformleg tilkynning um annað hópnauðgunarmál síðasta sunnudag. Eftir því sem sambandið kemst næst eru meintir gerendur í því máli ekki í landsliðshópnum fyrir leikinn við Rúmeníu á fimmtudag. 31. ágúst 2021 12:02 Stjórn KSÍ mun ekki víkja Klöru frá störfum Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, mun að öllu óbreyttu sinna störfum sínum fyrir sambandið áfram næstu mánuði. Hún ætlar ekki að stíga frá borði og sitjandi stjórn ætlar ekki að víkja henni frá störfum. 31. ágúst 2021 09:32 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Ipswich | Saka lausar Skytturnar þurfa svör gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Sjá meira
Stjórn Íslensks toppfótbolta, samtaka félaga í efstu deildum, hafði kallað eftir því að Klara hætti samhliða stjórn KSÍ til að auka traust knattspyrnuhreyfingarinnar og almennings gagnvart sambandinu. Undir þetta hafa Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kynjafræðikennari og aktívistahópurinn Öfgar tekið síðustu daga. Klara sagðist á mánudagskvöld ætla að halda áfram störfum sem framkvæmdastjóri. Ekkert náðist í hana í gær og ekki hefur náðst í hana við vinnslu þessarar fréttar. Ástæða leyfis ekki gefin upp Gísli Gíslason, annar tveggja varaformanna KSÍ, segist í samtali við fréttastofu ekki ætla að gefa upp ástæðu leyfis Klöru. „En það undrast kannski engan í ljósi aðstæðna,“ segir Gísli. Hann segir ekki búið að ákveða hversu lengi leyfið mun standa. „Við eigum eftir að ræða það við hana.“ Birkir Sveinsson, sviðsstjóri KSÍ mun taka við skyldum Klöru á meðan hún er í leyfi. Margt er á döfinni hjá KSÍ vegna landsleikja karlalandsliðsins. Gísli hefur fulla trú á að starfsfólk KSÍ muni leysa það verkefni án Klöru. „Það er harðsnúið lið innan veggja KSÍ sem mun leysa þessi verkefni með sóma eins og önnur,“ segir Gísli. Óskar Örn sagði í stuttu samtali við fréttastofu að starfsmenn sambandsins væru á fullu að skipuleggja landsleikina þrjá sem fram undan eru. Karlaliðið mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í þriggja leikja törn á sex dögum á Laugardalsvelli. Landsliðsmaður greiddi miskabætur Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ákvað um helgina að stíga til hliðar sem formaður KSÍ. Stjórn KSÍ ætlaði fyrst að sitja áfram en ákvað í framhaldinu, eftir mikinn þrýsting, að stíga til hliðar og boða til aukaþings eftir fjórar vikur þar sem ný stjórn verður kosin. Viðbrögð knattspyrnusambandsins við ásökunum um ofbeldi af hendi landsliðsmanna urðu til þess að formaður og stjórnin vék. Stóð þar upp úr að formaðurinn Guðni sagðist í Kastljósviðtali ekkert mál er tengdist kynferðisofbeldi hafa komið inn á borð sambandsins. Í framhaldinu steig Þórhildur Gyða Arnarsdóttir fram og greindi frá því að Kolbeinn Sigþórsson hefði greitt henni og annarri konu miskabætur árið 2018 vegna kynferðisofbeldis haustið 2017. Guðni útskýrði að hann hefði misminnt og talið að um ofbeldismál hefði verið að ræða. Baðst hann afsökunar á þeim misskilningi. Á mánudagskvöld greindi Klara frá því að hún hefði verið meðvituð um ábendingu um hópnauðgun á borði sambandsins í sumar. Aðspurð hvort mál Þórhildar væri eina slíka málið sem komið hefði á borð sambandsins svaraði hún: „Já og nei, ég náttúrulega heyrði í sumar af brotum, sem hefur verið … já semsagt af þessari hópnauðgun og það mál var líka flutt í ferli,“ sagði Klara í samtali við RÚV á mánudagskvöld. Fréttin hefur verið uppfærð.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti Tengdar fréttir Kemur Klöru til varnar og segir ÍTF „karlaklúbb“ í hagsmunabaráttu fyrir ríkustu félögin Klara Bjartmarz er „femínisti, baráttukona fyrir homma, lesbíur og aðra minnihlutahópa og hefur alltaf og mun alltaf beita sér fyrir réttindum og velferð þessara hópa“. 1. september 2021 08:27 Sífellt fleiri fórnarlömb landsliðsmanna leita til Þórhildar sem vill að Klara víki Mikið hefur gengið á í íslensku íþróttalífi á þeim fjórum dögum sem liðnir eru frá því að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá ofbeldi af hálfu landsliðsmanns. 1. september 2021 07:00 Fengu óformlega tilkynningu um annað hópnauðgunarmál Knattspyrnusambandi Íslands barst óformleg tilkynning um annað hópnauðgunarmál síðasta sunnudag. Eftir því sem sambandið kemst næst eru meintir gerendur í því máli ekki í landsliðshópnum fyrir leikinn við Rúmeníu á fimmtudag. 31. ágúst 2021 12:02 Stjórn KSÍ mun ekki víkja Klöru frá störfum Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, mun að öllu óbreyttu sinna störfum sínum fyrir sambandið áfram næstu mánuði. Hún ætlar ekki að stíga frá borði og sitjandi stjórn ætlar ekki að víkja henni frá störfum. 31. ágúst 2021 09:32 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Ipswich | Saka lausar Skytturnar þurfa svör gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Sjá meira
Kemur Klöru til varnar og segir ÍTF „karlaklúbb“ í hagsmunabaráttu fyrir ríkustu félögin Klara Bjartmarz er „femínisti, baráttukona fyrir homma, lesbíur og aðra minnihlutahópa og hefur alltaf og mun alltaf beita sér fyrir réttindum og velferð þessara hópa“. 1. september 2021 08:27
Sífellt fleiri fórnarlömb landsliðsmanna leita til Þórhildar sem vill að Klara víki Mikið hefur gengið á í íslensku íþróttalífi á þeim fjórum dögum sem liðnir eru frá því að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá ofbeldi af hálfu landsliðsmanns. 1. september 2021 07:00
Fengu óformlega tilkynningu um annað hópnauðgunarmál Knattspyrnusambandi Íslands barst óformleg tilkynning um annað hópnauðgunarmál síðasta sunnudag. Eftir því sem sambandið kemst næst eru meintir gerendur í því máli ekki í landsliðshópnum fyrir leikinn við Rúmeníu á fimmtudag. 31. ágúst 2021 12:02
Stjórn KSÍ mun ekki víkja Klöru frá störfum Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, mun að öllu óbreyttu sinna störfum sínum fyrir sambandið áfram næstu mánuði. Hún ætlar ekki að stíga frá borði og sitjandi stjórn ætlar ekki að víkja henni frá störfum. 31. ágúst 2021 09:32