Styrkja baráttuna gegn kynferðisofbeldi og vilja að Kolbeinn sýni iðrun Sindri Sverrisson skrifar 1. september 2021 11:30 Kolbeinn Sigþórsson skallar boltann frá marki í leik með IFK Gautaborg. Getty/Michael Campanella „Við gerum okkur grein fyrir því að margir telja leikmanninn ekki lengur verðskulda að spila fyrir IFK Gautaborg,“ segir í yfirlýsingu stuðningsmannaklúbbs IFK Gautaborgar vegna máls Kolbeins Sigþórssonar. Stuðningsmennirnir hafa ákveðið að styrkja samtök sem berjast gegn kynferðisofbeldi. Kolbeinn missti á sunnudag sæti sitt í íslenska landsliðshópnum í fótbolta í kjölfar ásakana um að hafa beitt tvær konur ofbeldi haustið 2017. Hann er með samning við sænska félagið IFK Gautaborg sem gildir til áramóta, og samkvæmt íþróttastjóra félagsins stendur ekki til að rifta þeim samningi. Englarnir, stuðningsmannaklúbbur IFK Gautaborgar, segjast halda í þá trú að fólk geti breyst og að ekki beri að útskúfa því fyrir brot geti það sýnt iðrun og axlað ábyrgð á sínum gjörðum. „Glæpurinn er á ábyrgð gerandans. Það er á ábyrgð réttarkerfisins að mál séu sótt og refsingar ákveðnar. En við deilum öll ábyrgð á því hvað gerist þegar við fáum vitneskju um brotið,“ segir í yfirlýsingunni. Englarnir segjast treysta knattspyrnufélaginu sínu til að taka vel ígrundaðar ákvarðanir í málinu í samræmi við gildi félagsins. Þeir vilja að Kolbeinn sýni iðrun í verki: „Við verðum að trúa því að manneskjur geti breyst. Að einhver sem hefur gert mistök geti snúið aftur í félagsskap. Að því gefnu að sá hinn sami axli með sýnilegum hætti ábyrgð á sínum gjörðum, sýni iðrun og vilja til að gera betur.“ Samkvæmt yfirlýsingunni fara öll félagsgjöld Englanna í septembermánuði til samtaka sem berjast gegn kynferðisofbeldi. View this post on Instagram A post shared by Supporterklubben A nglarna (@anglarna1973) Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Sænski boltinn Tengdar fréttir Tólfan stendur með þolendum: Ætlar að sitja og þegja fram að 12. mínútu Tólfan, stuðningssveit íslensku fótboltalandsliðanna, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem allt ofbeldi er fordæmt. Tólfan lýsir yfir stuðningi við þolendur og mun sýna hann á táknrænan hátt á næstu þremur leikjum karlalandsliðsins. 1. september 2021 09:45 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Kolbeinn missti á sunnudag sæti sitt í íslenska landsliðshópnum í fótbolta í kjölfar ásakana um að hafa beitt tvær konur ofbeldi haustið 2017. Hann er með samning við sænska félagið IFK Gautaborg sem gildir til áramóta, og samkvæmt íþróttastjóra félagsins stendur ekki til að rifta þeim samningi. Englarnir, stuðningsmannaklúbbur IFK Gautaborgar, segjast halda í þá trú að fólk geti breyst og að ekki beri að útskúfa því fyrir brot geti það sýnt iðrun og axlað ábyrgð á sínum gjörðum. „Glæpurinn er á ábyrgð gerandans. Það er á ábyrgð réttarkerfisins að mál séu sótt og refsingar ákveðnar. En við deilum öll ábyrgð á því hvað gerist þegar við fáum vitneskju um brotið,“ segir í yfirlýsingunni. Englarnir segjast treysta knattspyrnufélaginu sínu til að taka vel ígrundaðar ákvarðanir í málinu í samræmi við gildi félagsins. Þeir vilja að Kolbeinn sýni iðrun í verki: „Við verðum að trúa því að manneskjur geti breyst. Að einhver sem hefur gert mistök geti snúið aftur í félagsskap. Að því gefnu að sá hinn sami axli með sýnilegum hætti ábyrgð á sínum gjörðum, sýni iðrun og vilja til að gera betur.“ Samkvæmt yfirlýsingunni fara öll félagsgjöld Englanna í septembermánuði til samtaka sem berjast gegn kynferðisofbeldi. View this post on Instagram A post shared by Supporterklubben A nglarna (@anglarna1973)
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Sænski boltinn Tengdar fréttir Tólfan stendur með þolendum: Ætlar að sitja og þegja fram að 12. mínútu Tólfan, stuðningssveit íslensku fótboltalandsliðanna, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem allt ofbeldi er fordæmt. Tólfan lýsir yfir stuðningi við þolendur og mun sýna hann á táknrænan hátt á næstu þremur leikjum karlalandsliðsins. 1. september 2021 09:45 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Tólfan stendur með þolendum: Ætlar að sitja og þegja fram að 12. mínútu Tólfan, stuðningssveit íslensku fótboltalandsliðanna, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem allt ofbeldi er fordæmt. Tólfan lýsir yfir stuðningi við þolendur og mun sýna hann á táknrænan hátt á næstu þremur leikjum karlalandsliðsins. 1. september 2021 09:45